Feykir


Feykir - 05.04.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 05.04.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 14/2000 „Skelfilegt að horfa upp á það þegar samherjar vega hvern annan“ segir Jón Karlsson formaður verkalýðsfélagsins Fram um ástandið í verkalýðshreyfingunni „Samningar nást yfirleitt þegar skapast hafa þær kringumstæður að trún- aður og traust er orðið á milli manna sitthvoru megin við borðið. Og þá nægir oft á tíðum að það sé á milli tveggja manna sitthvoru megin borðs, að menn geti talað frjálst og óþvingað og treysti því að þau orð séu ekki höfð eftir utan veggja þess herbergis sem þau eru sögð. Þegar menn eru farnir að geta talað á þessum nótum þá em oft að skapast skilyrði til þess að hinar hörðustu og verstu deilur leysist. Og þetta er eitthvað sem er í mannlegu eðli, og á ekki bara við um deilur sem snúa að kjaramálum, held- ur fleimm úrlausnarefnum í lífrnu”, segir Jón Karlsson verkalýðsforingi á Sauðárkróki, en Jón hefur átt þátt í margri samningagerðinni, en fylgist nú með álengdar þeirri samningalotu sem stendur yfír, þar sem hann á ekki sæti í samninganefnd VMSÍ að þessu sinni. Jón segist ekki tilbúinn að út- tala sig um væntanlegar niðurstöður, en segist þó reikna með að lögð verði mikil áhersla á það af hálfu vinnuveitenda að ekki verði staðið að tvenns- konar samningum fyrir sömu störf um landið. „Við skulum bara sjá til. Ég er vongóður þar sem það heyrist minna núna frá samningamefndarmönn- um. Það var eins gott að það var sett fjölmiðlabann á þá því það er alveg ljóst að samningar leysast ekki með skeytasendingum í fjölmiðlum, sér- staklega ekki þegar þær eru inn á við, þegar samherjar í hreyfíngunni eru að höggva hvern annan. Þetta er alveg skelfilegt upp á að horfa í raun og veru og skapar manni mjög miklar áhyggjur, hvernig fari fyrir hreyfing- unni upp úr þessu”, segir Jón Karlsson. „Ég veit ekki hvort það er nokkurt vit í því að rifja þetta upp með því að fara svona langt aftur”, segir Jón og hlær þegar blaðamaður víkur að upphafi jress er hann hóf afskipti af verkalýðsmálum hér í Skagafirði, en það var ekki mörg- um árum eftir að hann kom hingað úr átthögunum í Bárðardalnum. „Eg get hins vegar sagt þér að ég varð formaður í verkamannafélaginu Fram 1967, en áður hafði ég verið kosinn í stjóm félagsins og þá var það undir for- mennsku Egils Helgasonar. A þessum tímum er það að gerast að kjarasamning- ar eru að færast miklu meira á eitt borð, verða til þessi stóru samflot. Ég fékk samt að kynnast því á sjöunda áratugn- um að hvert félag var að semja fyrir sig. Þá höfðu réttindamál ýmiss konar miklu minna rými en hefur verið í samninga- gerð á seinni ámm. A þessum tíma var áherslan mestmegnis lögð á sjálft kaup- ið. Þá var það alveg til í dæminu að kaupgjald var mismunandi í litlum kaup- stöðum eða þorpum sem lágu nánast hlið við hlið. Og það fór svona eftir ýmsu hverju menn náðu fram. En við skulum líka hafa það í huga að þá voru samskipti og samgöngur með allt öðrum hætti en í dag og það auðvitað setti sinn svip á þetta. í verkfalli á þjóðhátíðardaginn Fyrstu stóru samningamir sem ég kom að vom júnísamningamir 1970. Þá var samið fyrst og fremst í tvennu lagi. Það var Reykjavíkursvæðið sem þá var undir fomstu Eðvarðs Sigurðssonar for- manns Dagrúnar og því fylgdu fleiri fé- lög. Hinn hópurinn var undir fomstu Björn Jónssonar þáverandi formanns Einingar á Akureyri. Ég kom inn í þann hóp fyrir tilstilli Bjöms. Hann vildi fá formenn fleiri félaga að samningagerð- inni og þama var líka Öskar Garibalda- son á Siglufirði og þeir vom í fomstu fyrir þessum hópi Bjöm og Oskar. Þama var ef ég man rétt á Reykjavíkursvæðinu verkfall og 17. júní haldinn hátíðlegur í verkfalli og svo framvegis. Var mikill munur á samningagerðinni núna og þá? Já það hefur breyst gífurlega mikið. Það stafar t.d. af því að miðstýringin af hálfu atvinnurekenda er orðin algjör núna. Svo er það þessi gjörbreyting sem orðin er á þjóðfélaginu á öllum sviðum, þessi hagfræðilegu- og efnahagslegu gildi sem allt er stilað upp á núna. Samn- ingagerðin er orðin svo margþætt og flókin að það er ekkert komist í gegnum hana nema kalla til fullt af sérfræðingum báðum megin borðs.” - Almennum leikmanni virðist samn- ingagjörðin vera orðin svo niðurjörfuð í ákveðinn ramma, að launþeginn geti ekki gert sér miklar vonir um stórar breytingar er gefi honum verulega aukn- ar kjarabætur í vasann? „Þetta er alveg hárrétt ályktun og þetta efnahagslíkan sem við búum við, þetta frjálsa markaðskerfi, það býður yf- irleitt ekki upp á stór stökk. I álíka stöðu eins og verið hefur síðasta áratug, þá er hins vegar gífurlega mikilvægt að halda þannig í horfi að það verði stígandi lukka. Stóru stökkin, þau hafa oft ekki skilað því sem að var stefnt. Við þekkj- um það frá verðbólgutímanum, þegar menn voru með miklar kröfugerðir og reyna að yfirvinna verðbólguna og ná í skottið á sjálfum sér, en efnahagsstjóm- in í landinu gekk þannig til að ástandið versnaði. Hverjir hefðu þá fært fómir? Og það var ekki fyrr en 1990 sem það gerðist að farið var út í þjóðarsáttar- „Þessi viðsnúningur hefði aldrei náðst nema af því að verkalýðshreyfingin tók frumkvæðið.” samningana, og fyrst og fremst að fmm- kvæði verkalýðshreyfingarinnar. Það voru þjóðarsáttarsamningarnir sem komu raunvemlega skikki á allt efna- hagslíf þjóðarinnar. Og ég vil í því sam- bandi nefna, að það er svo oft talað um að verkafólk og láglaunafólk hafi fært fómir við þessa þjóðarsáttarsamninga. Þetta tek ég ekki undir, vegna þess að það verður að setja þetta í það samhengi, að hvað hefði gerst ef þessir þjóðarsátt- arsamningar hefðu ekki verið gerðir? Hverjir hefðu þá borið byrðamar og fært fómimar? Á þessum tíma var efnahags- lífið og atvinnureksturinn á mörgum sviðum raunvemlega kominn að fótum fram. Þannig að ef þama hefði verið haldið áfram í verðbólguhugsunarhætt- inum og með þessum verðbólguúrræð- um, þá er ég ansi hræddur um að marg- ir hefðu farið verr út úr því en því um- hverfi sem þama var skapað og ég er reyndar sannfærður um það. Þessi við- snúningur hefði aldrei náðst nerna af því að verkalýðshreyfingin tók fmmkvæð- ið.” - En þessi klofningur sem nú á sér stað í verkalýðshreyfingunni, á hann ekki rætur sínar í því launaskriði sem verið hefur á Faxaflóasvæðinu og að taxtamir skipta þar fólk orðið litlu máli? „Þetta er ekki nema hluti af málinu. Klofningurinn í hreyfingunni núna er ákaflega margþætt mál og þetta sem þú ert að nefna er einn hluti af því. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að svona misræmi hafi birst, sérstaklega í svona uppsveiflum í efnahagslífinu. Hagsveifl- an sem núna stendur yfir er orðin ó- venjulöng og virðist ætla að vera meira viðvarandi en oft áður. Af þessu leiðir stóraukin velta í þjóðfélaginu, fram- kvæmdagleði óskapleg á suðvesturhom- inu sem verður svo til þess að það skap- ast launaskrið. í slíku ástandi horfa menn fyrir sunnan á það sem meginverkefni að tryggja þetta kaup sem verið er að borga. því sagan og reynslan sýnir okkur að þegar niðursveiflan kemur þá færast launin niður á þessa skráðu taxta. Slær fólk í andlitið Það er þessi umtalaði tekjumunur í sjálfu sér, milli höfðuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar, sem skapar þetta. En að mínu mati er nú gert meira úr þessu heldur en ég held að sé nú raun- verulegt, og tekjumunur sem skapast af svona þjóðfélagsástandi verður ekki leiðréttur í kjarasamningum. Það næst aldrei samkomulag um það hvorki innan verkalýðshreyfingarinnar eða við at- vinnurekendur, að skrá á blað sem niður- stöður í kjarasamningum mismunandi taxta eftir landshlutum. Þetta er m.a. vegna þess að kjarasamningar eru svo miðstýrðir hjá atvinnurekendum. Þannig að það verður að leita leiða til að gera þetta á annan hátt. Hinsvegar er líka stór hluti af þessu sem er að gerast núna, vegna mjög mik- illa opinberra launahækkana til ýmissa toppa í þjóðfélaginu, þar á meðal stjóm- máiamanna og ráðherra. Þegar þeir hafa verið að fá í launahækkun álíka upphæð sem þykir nú boðleg mánaðarlaun til ýmissa hópa í þjóðfélaginu. Síðan koma niðurstöður úr þessu árangurstengda launakerfi o.s.frv. Þama koma upp á borðið alveg hrikalegar tölur, sem nátt- úrlega slær fólkið beint í andlitið, alveg burtséð frá því hvort menn eigi skilið þessi laun eða ekki.” - Áttu von á því að Flóabandalagið hafi samið af sér? „Ég er ekki tilbúinn að fella neinn dóm í því. Hinsvegar var mismunurinn í þessari kröfugerð, nokkuð áberandi. Það má segja að kröfugerðin hjá Flóabanda- laginu hafi verið á ámóta þjóðhagslegum nótum og komu upp á borðið þegar lagt var í samningana 1990. En á sama hátt má segja að kröfugerð landsbyggðafé- laganna byggist miklu meira á tilfinn-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.