Feykir


Feykir - 05.04.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 05.04.2000, Blaðsíða 5
14/2000 FEYKIR 5 ,,....að bestu og hæfustu mennimir voru gjaman í störfum ann ars staðar í þjóðfélaginu en verkalýðshreyfingunni.“ „Var reyndar á tímabili hættur við að fermast... “ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson á Skagaströnd ingu, á réttlæti og sanngimi, en ekki að menn hafi endilega farið í að reikna og setja allt inn í hag- fræðilíkön. Heldur miklu frekar að reyna að svara þeirri óánægju og þeim sárindum sem eru í fólki almennt út um þjóðfélagið. Þannig að ég er ekki að segja að þó að allir hefðu orðið samferða með kannski hæiri kröfur, að nið- urstaðan hefði orðið einhver önn- ur en er í samningum Flóabanda- lagsins.” Skipulagið orðiðúrelt - Sérðu fyrir þér þessa þróun, verður klofningurinn eða eiga menn eftir að ná saman aftur? „Eg veit það ekki, það er mér gjörsamlega ómögulegt að ráða í eins og er. Eins og ég segi þá hef- ur þetta sundurlyndi, sem virðist vera mjög áberandi í hreyfing- unni núna, oft ansi mikið verið til staðar og á sér margar rætur. Þar er ekki nóg að taka á einhverju einu atriði, það verður að takast á um fjölmarga hluti. Til dæmis það skipulag sem verkalýðshreyf- ingin byggir á og verið hefur við lýði síðan snemma á sjöunda ára- tugnum, þegar gengið var frá stofnun þeirra landssambanda sem nú eru og mynda ASÍ. Það virðist sem það skipulag sé geng- ið sér til húðar. Landssamböndin voru raun- verulega hugsuð til að sinna samningamálum og ýmsum öðr- um málum sem aðildarfélögin eiga sameiginlegt. Til dæmis ann- ast ýmsa sérfræðiþjónustu sem landssamtökin hafa reynt að halda úti, s.s. hagfræðiþjónusta, reiknivinnu ýmiss konar, lög- fræðiþjónustu o.s.frv. En þegar verða til þessar stóru einingar eins og t.d. Efling er orðin núna, þá náttúrlega segja þeir réttilega: „við getum verið sjálfum okkur alveg nógir, sett upp okkar hag- fræðideild og lögfræðideild, hvaða þjónustu sem vera skal. Því eigum við þá að setja peninga í að halda einhverju landssambandi gangandi.” Þessi sjónarmið heyr- ast. Og síðan verð ég nú bara að segja það eins og er að æ meira verður vart við þessa sérhyggju, sem er að verða svo miklu meira ráðandi í þjóðfélaginu en áður, og hún nær inn í verkalýðshreyfing- una líka. Það verður enn meira vart við þann tón, að ég huga bara um mig og þá sem næstir mér eru, en hinir koma mér bara ekk- ert við.” Foringjakreppa - Já, þegnskapur í þjóðfélag- inu hefur verið að minnka? „Já og samstaðan líka. Það er þetta t.d. með verkfallsaðgerðir, að nú er skipulagið þannig að það eru félögin sjálf sem verða að taka ákvörðun um það. Það er ekkert hægt við eitthvert kringlótt borð suður í Reykjavík, að segja að nú eigi allir að fara í verkfall. Það er ýmist hægt að telja það kost eða galla að þctta skuli vera svona. Sumir segja að það væri betra að þetta væri meira mið- stýrt. Hægt væri að fá niðurstöðu í minni hópi um hvað sé rétt að gera og menn benda gjaman á skipulagið sem ríkjandi er á Norðurlöndunum, þar sem hægt er að taka ákvarðanir um verkföll í þrengri hóp og með kannski meiri yfirsýn yfir allt sviðið. En í þessum sambandi má kannski benda á þann hlut, að það er gjörsamlega ómögulegt að leiða svona hóp og samtök eins og verkalýðshreyfinguna, öðru- vísi en það sé persónugert ein- hverjum einstaklingi, og þá kom- um við að spumingunni um for- ingjann eða leiðtogann. Og menn hafa gjaman haft það á orði, og þá er ekki verið að hallmæla einum eða neinum, að talsverður munur sé á leiðtogaefnunum nú en var hér áður. Menn segja að bestu og hæfustu mennimir nú á dögum séu gjaman í störfum annars stað- ar í þjóðfélaginu en hjá verka- lýðshreyfingunni. Sem sagt að þar sé leiðtoga- eða foringja- kreppa, og ég ætla ekkert að fara nær í tímanum en nefna menn eins og Bjöm Jónsson, Hannibal Valdimarsson og Eðvarð Sigurðs- son, sem vom ótvírætt leiðtogar og foringjar hver á sinn hátt. Eg nefni þessa menn sem dæmi þó það væri hægt að nefna fleiri.” „Við strákamir vomm margir í brúnum jökkum úr hálfgerðu strigaefni, minnir mig. Aðalstællinn var að hneppa ekki efstu tölunni á skyrtunni og hafa bindið los- aralegt. Eg man að hljómsveit- in Styx var rosalega vinsæl þegar ég var að fermast. Alla vega dettur mér alltaf ferming- ardagurinn í hug þegar ég heyri lagið Boat on the river”, segir Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur á Skagaströnd í stuttu viðtali í fermingar-kálfi Víkurfrétta í Keflavík. Þegar hann var beðinn að rifja upp fermingardaginn, þá er honum kossaflensið efst í huga. „Ég stóð mína pligt í því eins og sönnum fermingar- dreng sæmir, en einn ferming- arbróðir minn harðneitaði að kyssa nokkum einasta gest Fermingammstangið var svipað fyrir 20 ámm og það er í dag, að sögn Guðmundar. Hann fékk 8 mm Fuji kvik- myndatökuvél frá foreldrum sínum, sem hann var mjög á- nægður með. „I henni sá ég framtíðardraumana rætast því ég ætlaði að verða kvik- myndagerðarmaður. En þessi ágæta græja varð ekki upphaf- ið á glæstum ferli því um það bil viku eftir femiingardaginn datt hún í gólfið og brotnaði. Við vinimir vomm þá akkúrat að fara að filma fyrsta meist- arastykkið, einhverja þjóð- sögu, og það var einmitt leik- arinn sem átti að leika skratt- ann sem rak sig í þrífótinn og setti allt um koll. Vélin var send til Japans í viðgerð og kom aftur tveimur ámm síðar, en þá var mig farið að dreyma eitthvað annað um framtíðina. Varstu þá farinn að hug- leiða að verða prestur? „Nei þvert á móti. Ég man eftir því að hafa hugsað um það í fermingarundirbúningn- um að prestsstarfið hlyti að vera hundleiðilegt. Reyndar var ég á tímabili hættur við að fermast, en svo náði græðgin yfirhöndinni. Það var svo ekki fyrr en löngu seinna að ég skildi að það mikilvægasta í lífinu er einmitt að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins, eins og segir í fermingarspuming- unni. Að sjálfsögðu hafði ég líka á röngu að standa um prestsstarfíð því það er bæði skemmtilegt starf og gefandi.” íslendingar á faraldsfæti Ráðstefna í Skagafírði 14. -16. apríl 2000 Á ráðstefnunni verða flutt 15 erindi sem fjalla um margvíslegt efini sem tengist ferðalögum og flutningum íslendinga. Meðal annars verður íjallað um Rómargöngur íslendinga á miðöldum, um flutninga milli landssvæða á íslandi, þjóðtrú sem tengist flutningmn,Tyrkjaránið og vesturferðir. Einnig verður íjallað um Stephan G. Stephansson og skáldskap hans. Sérstaka íyrirlestra flytja: Gísli Gunnarsson sagnfræðingur um atvinnu og allrahanda fólk í Skagafirði í aldanna rás. Böðvar Guðnnmdsson rithöfundur um hvað skagfirskir útflytjendur skrifuðu heim, og Haraldur Bessason íyrrverandi rektor flytur erindi um Svein lagsmann. Ráðstefnan er öllimi opin. Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Unnari Ing\'arssyrni s: 453 6640 skjala@simnet.is eða Sigríði Sigurðardóttur s: 453 6173 glaumb@krokur.is . Sagnfræðingafélag íslands, Félag Þjóðfræðinga, Félag Sagnfræðinema, Félag Þjóðfræðinema og heimamenn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.