Feykir


Feykir - 05.04.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 05.04.2000, Blaðsíða 6
6FEYKIR 14/2000 Opið bréf til sveitar- stjórnar Skagafjarðar vegna álagningar sorpurðunargjalds 1999 Þann 17. desember 1999 sendi ég sveitarstjórn eftirfarandi bréf í kjölfar innheimtu sorpurðunargjalds fyrir árið 1999. Til sveitarstjómar Skagafjarðar. Málefni: Álagning sorpurðunar- gjalds. Þegar reikningur barst vegna sorp- urðunargjalds fyrir árið 1999, með gjalddaga 15. 12. 1999, varðégundr- andi. I bréfi meðfylgjandi gíróseðli var sagt: „Gjald þetta á að innheimta sam- hliða fasteignagjöldum" þá er senni- lega vísað til annarar greinar gjald- skrárinnar. Ég hef nú fengið þær upp- lýsingar að í annarri grein standi einnig: „og á sömu gjalddögum." Eg vil vekja athygli á að gjaldskrá vegna sorpurðunar var gefin út 30.11. 1999. Ég tel að þá hafi hún öðlast gildi. Þar af leiðandi fínnst mér að ekki geti verið löglegt að innheimta gjöld eftir nefndri gjaldskrá fyrr en samhliða fasteignagjöldum á árinu 2000. Ég neita því að greiða þann reikning sem mér var sendur og óska jafnframt eftir að sveitarstjórn dragi þessa afturvirku álagningu til baka. Víðinesi 17. 12. 1999 Virðingarfyllst Gunnar Guðmundsson. Sveitarstjórn virðist ekki hafa séð erindi mitt eða ekki talið það svaravert að öðru leyti en því að senda mér á- minningu dagsetta þann 23. 3. 2000 um að reikningur vegna sorpurðunar- gjalds sé ógreiddur. Þar er þess farið á leit að ég greiði hann hið fyrsta svo ekki komi til frekari innheimtuað- gerða. Þessi innheimtutilraun getur vart talist málefnalegt svar við erindi mínu, þess vegna vil ég bera fram eft- irfarandi spurningar til sveitarstjórn- ar og óska svara við þeim. Til þess að tryggja að sveitarstjóm- armenn sjái þær og geti svarað mun ég jafnhliða óska eftir að fá bréfið birt í vikublaðinu Feyki sem ég treysti að sveitarstjómarmenn lesi. í fyrsta lagi: Telur sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar löglegt að innheimta sorpurðunargjald fyrir árið 1999 með þeim hætti sem hún hefur reynt þ.e. með afturvirkri gjald- töku? I öðru lagi: Telur sveitarstjóm Sveitarfélagsins Skagafjarðar sig hafa unnið samkvæmt 2. grein II gjald- skrár varðandi innheimtu gjaldsins? I þriðja lagi: Telur sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að unn- ið hafi verið samkvæmt gjaldskrá þegar gjaldendum sorpurðunargjalds Sveitarfélagsins Skagafjarðar var sagt að beina athugasemdum verðandi gjaldtöku til innheimtu Skagafjarðar eins og fram kom í bréfi meðfylgjandi gíróseðli. Því var ekki bent á 3. grein nýsamþykktrar gjaldskrár, þar sem sagt er að kvörtunum vegna álagning- ar eða innheimtu skuli beina til tækni- deildar sveitarfélagsins? Undirritaður óskar eftir skriflegu svari og jafnframt að sveitarstjórn birti það í Feyki til upplýsingar fyrir íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Virðingarfyllst Gunnar Guðmundsson. Verðlaunahafar á uppskeruhátíðinni í körfuboltanum. Uppskeruhátíð hjá meistara- flokkunum í körfuboltanum Uppskemhátíð meistaraflokka UMFT í körfubolta var haldin í Olafshúsi 16. mars sl. Þar voru veitt verðlaun og viður- kenningar fyrir árangur vetrarins, en gef- andi þeirra eru Sjóvá - Almennar. Besti leikmaðurinn hjá körlunum, val- inn af leikmönnum, var Shavvn Mayers, en gengið hefur verið frá því að þessi frá- bæri leikmaður leiki áfram með liðinu næsta vetur. Mayers haut einnig viður- kenningu fyrir að vera stigahæsti maður liðsins sem og Kristinn Friðriksson sem var stigahæstur innfæddra eyjaskeggja í liðinu. Svavar Birgisson var hins vegar valinn besti leikmaðurinn að mati þjálf- ara. Hjá konunum var Bima Eiríksdóttir valin besti leikmaðurinn, Jill Wilson var stigahæsti leikmaðurinn og Dúfa Dröfn Asbjörnsdóttir þótti efnilegust. Össur og Tryggvi á Króknum Össur Skarphéðinsson og Tryggvi Harð- arsson, formannsefni Samfylkingarinnar, verða á opnum framboðsfundi í Olafshúsi miðvikudaginn 5 apríl, kl 21.00. Frambjóð- endur kynna stefnumál sín, hugmyndir um hinn nýja flokk sem stofhaður verður form- lega í maí, og framU'ðarsýn. Þeir halda sams konar fundi í hverju kjördæmi vegna formannskosningar. Gestir á fundum frambjóðendanna fá tækifæri til að spyrja um þau mál sem fólki þykir mestu varða. Þá verða fjölmiðlamenn á hverjum stað í hópi fyrirspyrjenda. í upp- hafi flytja formannsefnin stutt ávörp. Agóðinn af Vinnuvök- unum kemur sér vel I grein um vinnuvökur SSKí síðasta blaði þurfti að fella úr smákafla vegna plássleysis. Þess hefur verið óskað að úr verði bætt og fylgir kaflinn hér á eftir: Til fróðleiks er hér listi yfir ágóðann af vinnuvökunum, hverju sinni, og þau málefni sem styrkt hafa verið. Árið 1982, kr. 28.000 - Hjúkrunar- og dvalarheimilið á Sauðárkróki. 1983, kr. 26.395 - Sónar- tæki fyrir Sjúkrahúsið. 1984, kr. 54.960 - Utan- fararsjóður sjúkra. 1985, kr. 60.680 - Öldrun- amefnd Skagafjarðar. 1986, kr. 71.550-Dvalar- heimilið Sauðárkróki. 1988, kr. 99.000 - Tækja- kaup f. Sjúkrahúsið. 1989, kr. 136.000 - Skóla- heimilið á Egilsá og Sambýlið á Sauðárkróki. 1990, kr.l 50.000-Byggða- safnið í Glaumbæ. 1991, kr. 220.000 - Nátt- úrugripasafnið í Varmahlíð. 1992, kr. 220.000-Tónlist- arskólamir í Skagafirði. 1993, kr. 200.000-Löngu- mýri. 1994, kr. 220.000 - Sund- laugin við Sjúkrshúsið. 1995, kr. 240.000-Grunn- skólarnir í Skagafirði, til styrkt- ar handmenntakennslu. 1996, kr. 202.600-Styrktar- sjóður bama Auðuns Hafsteins- sonar. 1997, kr. 230.000 - Utan- fararsjóður sjúkra. 1998, kr. 264.000 - Björg- unarsveitirnar í Skagafirði. 1999, kr. 218.000 - Endur- hæfingarstöðin við Sjúkrahúsið. Gunnlaugur Maron Pétursson Fæddur 9. desember 1919, dáinn 2. mars 2000 Mágur minn var fæddur að Brekkukoti í Svarfaðardal. For- eldrar hans voru Sigurjóna Jó- hannsdóttir úr Svarfaðardal og Pétur Gunnlaugsson frá Akur- eyri. Maron ólst upp í stómm systkinahópi, en alls vom böm- in 9. Maron nam við bænda- skólann að Hólum í tvo vetur og var síðan einn vetur í íþrótta- skóla hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal. Maron kenndi ung- meyjum að Laugalandi sund, en þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Kristínu Bjamadótt- ur frá Uppsölum í Blönduhlíð. Þau gengu í hjónaband 7. ágúst 1948. Maron vann mörg ár við jarðvinnslustörf. Þá hafði hann aðsetur sitt hjá okkur Víglundi bróður sínum í Ásgeirsbrekku enda átti hann þá jörð. Maron var dagfarsprúður og ljúfur í umgengni. Kristín og Maron fluttu að Ásgeirsbrekku 1959 og bjuggu þar þangað til þau fluttu að Hólavegi 11 á Sauðárkróki 1966 og hafa þau búið þar síð- an. Maron og Kristín eignuðust tvö böm, Bjarna Pétur bónda í Asgeirsbrekku og Sigurlaugu Helgu, búsetta á Sauðárkróki. Bjarni Pétur er kvæntur Jórunni Ámadóttur frá Höskuldamesi á Melrakkasléttu og eiga þau fjögur böm: Kristínu, Am- björgu, Valgerði og Friðrik. Sig- urlaug Helga bjó með Jónasi Hallgrímssyni. Þau bjuggu að Helgavatni í Vatnsdal. Þau eign- uðustu þrjú böm: Maron, Þor- gjörgu Ottu og Kristínu. Sigur- laug missti Jónas 1992 en sam- býlismaður hennar nú er Lúðvík Bjamason frá Hofsósi. Kæri mágur. Eg fel sál þína Guði. Hann leiði þig inn í ríki himnanna, inn í ljósið á þroska- brautina. Ég kveð þig með þökk fyrir öll árin sem við vorum samferða. Kristín mín ég sendi þér og öðrum aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Margrét Jónsdóttir frá Fjalli.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.