Feykir


Feykir - 05.04.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 05.04.2000, Blaðsíða 7
14/2000 FEYKIR 7 Hver er maðurinn? Ein mynd þekktist í síðasta myndaþætti. Mynd nr. 301 er af Karólínu Konráðsdóttur húsfreyju í Brekkukoti og síð- ar á Sauðárkróki. Stefán Ped- ersen þekkti myndina og eru honum færðar bestu þakkir fyrir. í þessum myndaþætti eru birtar fjórar myndir sem koma úr ýmsum áttum en em allar teknar af Jóni Dahlmann á Ak- ureyri. Þau sem kannast við myndimar em beðin að hafa samband við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga í síma 453 6640. ✓ Okeypis smáar Ýmislegt! Til sölu Dodge Ram, breyttur fyrir 38 tommu dekk. Upplýsingar í síma 453 5065. Til sölu snjóbretti hæð 110 sm. og hljómborð. Upplýs- ingar í síma 453 5065. Til sölu Nizzan Terrano, árg. 1998, ekinn 40.000 km. Bfllinn er hlaðinn aukahlutum, leðurinnrétting, íjarstýrðar sam- læsingar, cd og þjófavöm. Upplýsingar á Bifreiðaverk- stæðinu Aka í síma 453 5141 (Jóhann) eða 453 6294 (Karl). Húsbfll til sölu! Hanomag Henchel 4x4 með díselvél og mæli. Einnig tveggja sleða kerra. Upplýsingar í síma 453 6065 eða 855 2583 eftir kl. 17 og um helgar. Tfl sölu Nissan Sunny Coupe 1,5 árg. ‘88. Lítur vel út, ný kúpling, nýlegir demparar o.m.fl. Verð 150.000 kr. stgr. Upplýsingar í síma 869 1756. Til sölu sjö rúllubaggar á góðu verði. Staðsettir á Nöfum á Sauðárkróki. Upplýsingar í síma 453 6750 eða453 5602. Lítill fallegur hvolpur fæst gefins. Uppl. í síma453 8012. Píanó óskast keypt. Upplýs- ingar í síma 552 3063 hs. eða 595 5200 (Wincie) Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi föstu- daginn 7. apríl kl. 21. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara. Pétur Einarsson lögmaður Sauðárkróki, sími 899 8631. Ársþing Ungmennasambands Austur - Húnvetninga Heiðar aftur íþróttamaður ársins Á ársþingi USAH sem haldið var í Húnaveri nýlega var út- nefndur íþróttamaður ársins hjá sambandinu. Þessa nafnbót hlaut að þessu sinni kylfmgurinn Heið- ar Davíð Bragason en hann hampaði þessum titli einnig á síðasta ári. Á þinginu tók Björg- vin Þór Þórhallsson við for- mennsku af Rut Jónsdóttur, en Fermingar nálgast.... Mikið úrval af rúmfatasettmn, úr damaski bórnull og hojakrepi. Einnig borðfánasett með skagfirsku grjóti í fætinum sem hægt er að merkja. Gefimi nytsamar fermingargjafir og styðjum skagfirskt. Sýnishorn hjá Ingibjörgu I íalldórsdóttur, Frey'jugötu 1 Sauðárkróki, sími 453 5696. fslenska Fánasaumastofan Suðurbraut 9, Hofsósi. Sími 453 7366,893 0220. hún gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Á ársþinginu vom auk venju- legra aðalþingsstarfa tilnefndir í- þróttamenn ársins í þeim íþrótta- greinum sem iðkaðar eru innan USAH. Sigurbjörg Ólafsdóttir var tilnefnd frjálsíþróttamaður USAH, Aron Bjarnason hand- boltamaður ársins, Ámi Halldór Eðvarðsson körfuboltamaður, Kristín Björg Jakopsdóttir knatt- spymumaður ársins, Heiðar D. Bragason kylfingur ársins og hestaíþróttamaður USAH 1999 var kjörinn Tryggvi Bjömsson. + Ég vil þakka öllum þeim sem sýndu mér hlýju og veittu aðstoð í veikindum konu minnar Kristínar Björnsdóttur og einnig við andlát hennar og útför. Það var okkur aðstandendum hennar ómetanlegt. Sérstakar þakkir vil ég færa starfsfólki sjúkrahússins hérna og einnig sóknarprestinum okkar. Eiríkur Hansen. R Skagafjörður Vinnuskóli Skagafjarðar auglýsir eftir húsnæði undir starfsemi sína á Sauðárkróki. Frá miðjurn maí og fram í september. Upplýsingar veitir Ómar Bragi menningar- íþrótta- og æskuly'ðsfull- trúi í síma 455 3000 og Heiða Lára forstöðumaður vinnuskóla í síma 899 3611. Sumarafleysing Brtmavamir Skagaíjarðar óska eftir að ráða starfsfólk í tvær stöður til sumarafley'singa frá 1. júní til 31. ágúst. Starfið felst í vinnu vegna slökkvi- og sjúkraflutningaþjónustu, auk ýmissa starfa sem þessu tvennu fýlgir. Útkalls- og bakvaktarskylda er utan dagvinnutíma. Skily'rt er að viðkomandi hafi búsetu á Sauðárkróki. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sbr. reglugerð um réttindi, menntun og skyldur slökkviliðsmanna. í reglugerð kemur m.a. fram að: Hafa iðnmenntun, sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. (amk. 60 eininga nám), Hafa ökuréttindi til að stjóma a) vörubifreið og b) leigubifreið. Laun samkvæmt kjarasamningi SFS og launanefndar sveitarfélaga. Um er ræða gefandi og krefjandi starf fýrir bæði kvenmenn og karlmenn. Upplýsingar um starfið gefur undirritaður á slökkvistöðinni eða í síma 453 5425. Umsóknum skal skilað á slökkvistöð Sauðárkróks, Sæmundargötu, en þar fást einnig umsóknarey'ðublöð, ásamt úrdráttum úr reglugerð um mennmn, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna. Umsóknarfrestur er til 14. apríl 2000. Slökkviliðsstjóri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.