Feykir


Feykir - 05.04.2000, Qupperneq 8

Feykir - 05.04.2000, Qupperneq 8
Sterkur auglýsingamiðill Þær eru einnig farnar að bera kindurnar hjá bændunum á Nöfunum. Hér er Lukka 10 vetra ærin hennar Guðrúnar Vagnsdóttur með sín tvö sem hún bar í fyrrinótt. 5. aprfl 2000,14. tölublað, 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Lýtingsstaðarhfeppur hinn gamli Óvenjumikið um snemmbornar ær Óvanalega mikið er um snemmbomar ær í gamla Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði á þessum vetri. Þann fyrsta febr- úar sl. fæddust á bænum Kol- gröf tvö hrútlömb og í mars- mánuði bám kindur hingað og þangað um sveitina, „lætur nærri á öðrum hvomm bæ”, sagði Bjöm á Reykjaborg þeg- ar hann hafði samband við Feyki. En þá hafði ein borið hjá Bimi, en einnig vom bomar kindur á Brúnastöðum, Syðra - Vatni, Álfheimum þar sem þrjú lömb komu undan einni, og fleiri bæjum, þannig að fregnir um fyrstu lömb ársins eða jafnvel aldarinnar sunnan af landi standast engan veginn. Bima húsfreyja á Korná er ein þeirra sem tekið hafa á móti lömbum í Lýtó á þessu vori, en þegar hún kom í húsin mánu- daginn 27. mars sl. var ein ær borin og reyndist það vera sú sama sem bar 26. mars árið 1997 og mynd birtist þá af í Feyki. Þá bar hún tveimur lömbum en í þetta skipti lét hún duga stórt hrútlamb. Ærin er nú sjö vetra, en Bima segist ekki eiga von á því að fleiri kindur beri fyrr en sauðburður- inn hefst fyrir alvöm í maímán- uði, eins og reyndin er á öðmm bæjum, þó eitt og eitt „slysa- lamb” komi í heiminn. Þá em ein og ein ær borin hjá bændunum á Nöfunum fyr- ir ofan Sauðárkrók. KJORBOK s Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki jslands í forystu til framtíðar Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . „VorfIóðin“ hrifu Ströngu- kvíslarbrúna með sér í vatnavöxtunum í síðustu viku hrifu Isjakar og straum- þungi Ströngukvíslar og Herj- ólfslæks með sér stálbita og tré- dekk brúarinnar sem byggð var yfir ána sumarið 1983, vegna samninga um Blönduvirkun milli Landsvirkjunar og upp- rekstraifélags bænda á Eyvindai- staðaheiði. Guðmundur Hagalín stöðvarstjóri við Blöndu segir að við þessu hafi mátt búast og strax og aðstæður leyfi í vor verið brú- in lagfærð og hann eigi ekki von á öðm en umferð komist þama á áður en langt er liðið á sumarið, en reyndar sé umferð um brúna lítil nema í tengslum við fjárleit- ir á haustin. Sigurjón Stefánsson bóndi á Steiná í Svartárdal skrapp fram að Ströngukvísl á sunnudag til að skyggnast eftir tófu, en hann leggur út fyrir tófuna og skýtur hana við æti úr gangnamanna- skálanum. Sigurjón sá stálbitana og unnulinn af timbrinu liggja 250 - 300 metra neðan við brúar- stæðið og var greinilegt að bit- amir höfðu svignað til hliðar undan þunganum og jaka- hrönglið náði talsvert upp fyrir stöplana. „Það sem gerist er að flaum- urinn úr Ströngukvísl riðst fram og síðan kemur til viðbótar fram- rennslið úr Herjólfslæknum sem er þarna rétt ofan við brúna, og þegar það fer af stað stendur ekk- ert fyrir þessu”, sagði Sigurjón á Steiná. Ströngukvíslarbrúin, sem er 25 metra löng, hefur áður farið af stað í vatnavöxtum og svignuðu þá bitar hennar nokkuð. Öllu jöfnu rofnar vegurinn sunnan brúarinnar og verður til þess að hún ver sig, en áhlaupið mun hafa verið í sneggsta lagi að þessu sinni. Guðmundur Hagalín í Blönduvirkjun segir að menn hafi metið það svo á sínum tíma að það væri ekkert vit í því kostnaðarins vegna að byggja þama brú sem stæðist allar nátt- úruhamfarir. Skynsamlegra væri að endumýja hana þegar jress gerðist þörf, en undir brúna em um fimm metrar. Guðmundur giskar á að kostnaður við lagfær- ingu brúarinnar verði um 1,5 milljónir króna. Innflutta áburðinum skipað upp á Sauðárkróki. Sparar bændum sautján milljónir Skömmu fyrir mánaðamótin kom síðasta steinssonar hjá afurðadeild KS námu pan- áburðarskipið til Sauðárkróks á þessu vori. tanir á áburði um 340 tonnum og telur Að þessu sinni flutti Kaupfélag Skagfirðinga Vésteinn það losa 80% áburðakaupa skag- áburðinn beint frá Danmörku, frá firskra bænda. Miðað við verð á innlendum framleiðandanum Kemira, en af þessum áburði telur Vésteinn að KS hafi með inn- aðila hefur KS keypt korn til blöndunar í flutningnum sparðað skagfirskum bændum fóðurbæti um árabil. Að sögn Vésteins Vé- um 17 milljónir króna. ...bflar, tiyggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... ^ * ■ ^■Kh BÓKABÚÐ BRYNcJABS SUBUKGÖTO 1 SÍMI 4B3 6950 Kodak Pictures 1 kodaúHzXpress gæðaframköllun ÆSffl

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.