Feykir


Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 1
CEYKI JL. Óháð f 12. apríl 2000, 15. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Eggert Antonsson mjólkurbússtjóri á Hvammstanga „Nú er tími uppbyggingar framundan hjá okkur" „Nú er tími uppbyggingar framundan hjá okkur. I þeirri stöðu sem mjólkuriðnaðurinn hefur verið undanfarin ár, að augljóslega yrði um einhverjar breytingar að ræða í rekstrarfyr- irkomulagi samlagsins, hafa ýmsir hlutir setið á hakanum. En nú þegar þessir hlutir eru á- kveðnir þá munum við ráðast í þær lagfæringar og breytingar sem við teljum nauðsynlegar til að standast allar þær kröfur sem gerðar eru til matvælavinnslu, og leggja áherslu á að geta hér eftir sem hingað til státað að hágæða framleiðsluvörum", segir Eggert Antonsson mjólkursamlagsstjóri á Hvammstanga. Mjólkursamsalan í Reykjavöc yfirtók rekstur Mjólkursamlags Kaupfélags Vestur-Húnvetninga í byrjun síðasta mánaðar, eftir að stamningaviðræður milli þessara aðila höfðu staðið yfir frá liðnu hausti. Að sögn Eggerts kveður þessi samningur skýrt á um það að mjólkursamlag verði rekið á- fram á Hvammstanga. Hinsveg- ar liggur enn ekki fyrir hvaða framleiðsluvörur verða fram- leiddar til frambúðar á Hvamms- tanga, en Eggert vonar að þau mál muni þróast í þá átt að fram- leiðslan verði sem fjölbreyttust. Rekstur MKVH var í janvægi á síðasta ári og útkoman nálægt núllinu. Innvegin mjólk jókst lít- illega á árinu, en aukningin var utan kvótans, sem var svipaður milli ára. Mjólkurinnleggjendur voru 36 á síðasta ári, en þeim fækkaði um einn á dögunum þegar mjólkurframleiðslu var hætt á Svalbarði á Vatnsnesi. Sá mjólkurkvóti hélst þó inn á svæðinu þar sem hann var keypt- ur af mjólkurframleiðendum á svæðinu. Sem kunnugt er keypti MS samlagið á Blönduósi ekki alls fyrir löngu og skömmu áður höfðu mjólkurframleiðendur á Borgarfjarðarsvæðinu bæst í hóp innleggjenda MS, í kjölfar þess að mjólkursamlagið í Borgarnesi fór í úreldingu. Þá er einnig stutt síðan sameining áttu sér stað á Eyjafjarðar- og Þingeyjarsvæð- inu, þannig að nú er það einung- is Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga sem stendur sjálf- stætt með risana sér til beggja átta. Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur og Hjalti Páls- son sagnfræðingur skoða vegghleðsluna og kistuleifar. Riðanenn að í Húna- þingi vestra Riða hefur verið staðfest í einni kind í 400 kinda hjörð á bænum Syðra-Kqlugili í Húnaþingi vestra. Akvörðun liggur fyrir um að fjárstofn- inum á Syðra-Kolugili verði fargað á næstunni. Riða hefur ekki komið upp á bænum áður, en samkvæmt þeim regl- um sem í gildi hafa verið um niðurskurð vegna riðu, verður þar fjárlaust a.m.k. næstu tvö árin. Líklegt talið að kirkjugarður höfuð- býlsins að Sauðá sé kominn í leitirnar Nú fyrir helgina fundust fornminjar á Sauðá, höfuðbýli Sauðárhrepps hins forna sem Sauðárkrókur byggðist út frá. Taldar eru sterkar líkur á að þarna hafi fundist kirkjugarður hálfkirkjunnar á Sauðá. Það var við uppgröft götu fyrir nýskipulagt hverfi eldri borgara í bæn- um, sem þetta kom í ljós, og sést fyrir vegghleðslu mjög greinilega og þrem gröfum þar sunnan við. Eru mannabein og kistuleifar mjög greinileg í stálinu, einnig öskulög yfir gröfunum sem er vísbending til aldursgreiningar. Það var Hjalti Pálsson sagnfræðingur á Sauðárkróki, sem unnið hefur að ritun Byggðasögu Skagafjarðar, sem fór af stað sl. föstudag, þegar hann sá að gröfturinn fyrir hinni nýju götu var kominn að þeim stað sem gamli Sauðárbærinn stóð. Hjalti hafði ekki lengi skoðað stálið eftir gröftinn þegar hann tók eftir garðhleðslunni og leif- um af einni gröf. Við nánari athugun dag- inn eftir komu síðan í ljós tvær grafir í við- bót þarna í kantinum, en þá hafði einnig verið kölluð til Katrín Gunnarsdóttir forn- leifafræðingur, en hún er starfsmaður Glaumbæjarsafns og vinnur að skráningu fornminja í Skagafirði. Von er á sérfræðingum frá Þjóðminja- safninu nú um miðja vikuna til að rann- saka þennan fund nánar og munu þeir væntanlega í framhaldinu koma með til- lögur hvað gert verður, hvort kirkjugarður- inn verði grafinn upp á næsta sumri, en ljóst er að þetta setur strik í byggingafram- kvæmdir á þessum stað, og óvíst að byggt verði á einhverjum lóðum á þessu svæði. Vitað er að hálfkirkja var á Sauðá í kaþ- ólskum sið, en ekki nákvæmlega hvar hún stóð. Vísbending kom þó fram um stað- setningu hennar og kirkjugarð þegar Chri- stjan Hansen ábúandi á Sauðá gróf fyrir brunni við fjósið nokkru fyrir aldamótin 1900, og komu mannabein upp úr þeim greftri. Heimildir um þetta er að finna í fyrsta bindi Byggðasógu Skagafjarðar sem út kom í lok síðasta árs. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æí1 bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargala lb 550 Sauöárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerdir Hjólbardaviðgerðir Réttingar jfcSprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.