Feykir


Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 15/2000 Fimmtán karlar fóru af stað Lóuþrælar halda upp á fimmtán ára afmælið ingar. Sumir lögðu gífurlega hart að sér. Það má eiginlega segja að þeir hafi lagt nótt við dag. Aðrir vilja meina að botn- inn sé ekki suður í Borgarfirði, hann sé miklu frekar að finna út á Irlandi en þangað fór í vik- unni 10% kórmanna. En eins telst mér til að það séu alls 46 menn sem hafa sungið í kórn- um. Kórmenn í vetur eru 29. Þessir menn hafa komið úr ýmsum störfum samfélagsins: bændur og bifreiðastjórar, skólastjórar og sveitarstjórar, framkvæmdastjórar og forstjór- Mikil samkoma var haldin í félagsheimilinu á Hvamms- tanga sl. laugardagskvöld þegar Karlakórinn Lóuþrælar hélt upp á 15 ára afmæli kórsins. Ibúar Húnaþings vestra fjölmenntu á samkomuna og hlýddu þar á góðan söng Lóuþræla og söng- hópsins Sandlóa, sem að mestu er skipaður konum kórfélaga. Borð svignuðu undan kræsileg- um veitingum og gamanmál voru flutt. Að öðrum þræði var um að ræða árshátíð kórsins, en öllu jafna hefur á þeirri hátíð einnig sungið gestakór, en að þessu sinni eignuðu heimakórar sér kvöldið enda fullt tilefni til. Ólöf Pálsdóttir frá Bessastöðum hefur stjómað þessum kómm af skömngskap allan þennan tíma og það verður ekki annað sagt en árangurinn sé góður og sönglistin með miklum blóma f Húnaþingi vestra. Söngskráin sem í boði var á þessum afmæl- iskonsert var skemmtileg. Þótt söngeyra pistilritara sé ekki óbrigðult, var flutningurinn kannski svolítið misgóður milli laga, enda líklega um mismikla æfingu og fágun að ræða, en í heildina var þetta gott og skemmtilegt. „Lag kvöldsins” má kannski segja að hafi verið „Blíðasti blær” eftir Óðinn G. Þórarinsson. En Sandlóurnar ásökuðu Lóuþrælana að hafa stolið því lagi frá sér, en það risti þó ekki dýpra en það að kóramir sungu það lag saman í lokin. Gamanmál fluttu þeir Einar Georg Einarsson skólastjóri í Hrútafirði og einn stofnfélaginn Magnús Guðmundsson bóndi á Staðarbakka. Magnús, sem flutti ágrip úr sögu kórsins á gamansaman hátt, taldi sig hinsvegar hafa verið beðinn um það á sínum tíma að flytja há- Sandlóurnar sungu nokkur falleg lög. tíðarræðu og félagar sínir hefðu því gert sér grikk þegar þessi liður var svo á endanum aug- lýstur sem gamanmál. Eitthvað var fólk þarna á skemmtuninni að gantast með æfingarbúðir sem kórinn hafi farið í til Varmalands í Borgar- firði í marsmánuði. Magnús vék einmitt að þessu atriði í pistli sínum, sem hér birtist ágrip úr: „Það spáðu margir illa fyrir söngnum á þessari hátíð, þar sem þeir sögðu að botninn væri suður í Borgarfirði, hann hefði orðið þar eftir í marsmánuði þegar kórinn var þar við æfing- ar. Já þetta vom býsna stífar æf- Magnús Guðmundsson bóndi á Staðarbakka rakti sögu kórsins með léttu ívafi. all vítt til veggja. Á neðri hæð- inni voru svo frambomar veit- ingar, rausnarlegar, og hjarta- hlýja húsráðenda ótakmörkuð. En þetta vom sem sagt æsku- og uppvaxtarárin, og máltækið segir lengi býr að fyrstu gerð. Þessara ára minn- umst við félagamir með mikilli hlýju og þakklæti.” Ekki var að heyra á söng Lóuþrælanna að botninni væri suður í Borgarfirði eða jafnvel út á írlandi, eins og vikið var að í gamanmálunum. matreiðslumeistarar, rafvirkja- meistarar og ritstjórar, svo nokkur starfsheiti séu nefnd. Á þessum 15 ára starfsferli hefur kórinn sennilega tekið til meðferðar 140 lög og gefið út geisladisk. Sungið hefur verið opinberlega í 10 sýslum auk Reykjavíkur og Sandlóurnar hafa yfirleitt verið með í för og þeim ber að þakka. Á fyrstu starfsámm kórsins var mjög erfitt að fá tenóra og af stofnendunum vom aðeins þrír sem sungu fyrsta tenór. En það em breyttir tímar. Nú er svo komið að á æfingum er ekki þverfótað fyrir mönnum sem em taldir tenórar. Þeirem orðn- ir í miklum meirihluta í kóm- um. Þetta em glaðbeittir menn og valdamiklir. hlæja hátt. Bassarnir hinsvegar niðurlútir, daufir í dálkinn, og fara með veggjum, enda minnihlutahóp- ur. En við þessu er ekkert að gera, þetta er nú bara svona. Frá því er greint í gjörðabók kórsins, að hann hafi fengið nafnið Lóuþrælar árið 1986 og hefur notað það síðan. Einstaka sinnum hefur heyrst að nafnið og þið vitið þá var sendur þang- að stór hópur af valinkunnu liði úr Norðurlandskjördæmi vestra til að læra að bjarga íslenskum byggðum frá eyðingu, sem er ekki seinna vænna. Af þessum fimmtán stofn- endum em enn 11 starfandi í kómum. Það er haít íyrir satt að króinn hafi komið undir á þorrablóti í Staðarhreppnum. Það gerist ótrúlega margt á þessum þorrablótum, enda um margskonar „uppákomur” að ræða eins og sagt er á nútíma- máli. Á þessum 15 ámm hafa ýmsir komið við sögu og sung- ið með kórnum, misjafnlega lengi, en við lauslega athugun Ólöf Pálsdóttir á Bessastöðum hefur stjórnað Lóuþrælum frá upphafi. Hún var leyst út með blómvendi í lokin sem og undirleikarinn Jónína Erna Arnardóttir frá Bifröst ar, bankastjórarog rekstrarstjór- ar, ferðamálastjórar og mjólkur- bússtjórar, múrarameistarar og væri ekki heppilegt en aldrei verið í alvöm rætt um að leggja það niður. Þegar menn flytja hátíðar- ræðu, við hin ýmiss tækifæri, þá vitna þeir gjaman í valdar bókmenntir þjóðarinnar, gjam- an Islendingasögumar. Eg held ég verði að nota það og nú vitna ég til Islendingasagna hinna nýrri, en þar segir svo í Vfð- dælasögu. „Þá er þessi saga gerist var Jón granni húskarl hjá Ólöfu ómstríðu í Söngtúnum. Var hún mikil kona og skömngur, bú- höldur mikill þó sjaldan væri heima. Þeysti hún syngjandi um hémð á vélfáki sínum og særði alla héraðbúa til söngs.” Tilvitnun lýkur. Það vill nú svo til að Ólöf okkar ómstríða, það er sú kona sem hefur stjómað kór okkar frá upphafi. Og ekki einungis það heldur fóm æfingar kórsins fyrstu vetuma fram á heimili hennar, enda var þar söngloft mikið, það var lágt til lofts en

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.