Feykir


Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 15/2000 Hagyrðingaþáttur 294 Heilir og sælir lesendur góðir. í síðasta þætti birtust tvær samstæð- ar vísur eftir Jóhann Olafsson frá Mið- húsum. í prentverkinu hefur síðari hluti seinni vísunnar brenglast en hún á að vera þannig: hjámér vakirelli í æska, bak við tjöldin. Ýmsir sem hafa gaman af skáld- skap hrífast af limrukveðskapnum, engu síður en lausavísunni. Einn af þekktari limrusmiðum þeirrar aldar sem nú er að kveðja er Magnús Osk- arsson sem kallaður hefur verið borg- arlögmaður. Ég vaknaði við að deyja og vil að því tilefni segja þessi andlátsorð fyrst á annað borð ég þarf héðan í frá að þegja. Eftir að hafa heyrt grannkonu sína flytja nýjustu tíðindin orti Magnús. Sigríður blessunin Bjama benti og sagði „þama fór Ámi inn elsku drengurinn og nú er hann búinn að bama.” Ein limra kemur hér enn eftir Magnús. Menn sem að meyjum hyggja mest þegar fer að skyggja og hafa þann metnað að hindra ekki getnað með lögum land vort byggja. Að lokum þetta frá Magnúsi. Um lystisendir ég læt mig dreyma þó leiki um mig veður svalt. Kýrin er yxna, kötturinn breima og konan er til í allt. Annar landsþekktur snillingur gagnvart limmnni er austfirðingurinn Sigurður Ó. Pálsson. Magga fékk mikinn sting í magann og lífið í kring er svaf hún í hlöðu í sflgrænni töðu. Menn héldu það hlöðusting. En lífið með lystsemdarþing lallar sinn eflífa hring. Hún varð fýrir jólin að víkka út kjólin. Það stafar víst af jíeim sting. Beiskar em staðreyndir lífsins eftir þessari limra Sigurðar að dæma. Langnefja í Láxámesi var landskunn af stórskomu fési. Út af þessari mey sem þrásagði nei hengdu sig Hrólfur og Dresi. Ef mig misminnir ekki hrapalega mun þessi lífsreynslusaga vera ættuð frá Sigurði. Af balli ég Bínu heim elti við bæjardymar loks smellti á hana kossi, það var eldheitur blossi en hundamir hlupu upp með gelti. Það mun hafa verið Jón úr Vör sem lét eitt sinn í ljós eftirfarandi álit á Hún- vetningum. Koma og fara knáir menn kæti flytja í dalinn. Húnvetningaharpan enn hljómar um fjallasalinn. Ekki hafa allir verið jafn vissir um ágæti Húnvetninga í gegnum tíðina og er þá gott mótvægi að rifja næst upp þessa vísu Höskuldar Einarssonar frá Vatnshomi. Þótt ég leiti um stefjastorð stærstu hugrenninga, finn ég bara engin orð yfir Húnvetninga. Önnur kunn vísa kemur hér eftir Höskuld. Þegar mín er gerð upp gröf og grasið vex þar kringum. Öðlast ég þá góðu gjöf að gleyma Húnvetningum. Eitt sinn á þingi Verkamannasam- bandsins lét Kári Amór Kárason frá Húsavík í ljós efasemdir um guðlægan upprana Guðmundar J. Dagsbrúnarfor- manns. Hákon Aðalsteinsson frá Vað- brekku andmælti Kára og orti. Þó augnaþjónar öfundar aumlegt hefji volið geislabaugum Guðmundar getur enginn stolið. Þegar Kári Arnór hélt efasemdum sínum áfram bætti Hákon þessari við. Þingeyingar manna mestir montið rist í hverja taug. Á höfði sínu hafa flestir heimafenginn geislabaug. Teitur Hartmann mun hafa unnið í lyfjaverslun á Eskifirði þegar hann orti svo. Ekki blindar andans ljós Eskifjarðarbúa, ef ég segði um þá hrós yrði ég að ljúga. Öðruvísi orðar hinn kunni hagyrð- ingur og skipasmiður í Vestmannaeyj- um Hafsteinn Stefánsson sína hugsun enda ættaður að austan. Þegar ekkert vegi mína varðar verður stundum erfitt um að rata. Löngun mín er öll til Eskifjarðar þar aftur fengi sálin von um bata. Að lokum ein góð eftir Ásgrim frá Ásbrekku, sem ort er eftir að hann flutti suður á Akranes. Ljúfi blær, þín léttu spor leysa mínar skorður. Ef þú kemur við í vor verð ég með þér norður. Veriði þai' með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Níundi bekkur Árskóla í skíða- ferðalagi á nýja skíðasvæðinu Þessar höfðu aldrei komið á skíði áður. Mynd og texti/ÁH. Hefð er fyrir því að níundi bekkur Árskóla fari í tveggja daga skíðaferðalag. Fram að þessu hefur þurft að leita til ná- grannabyggða, sem hefúr bæði verið kostnaðarsamt og oftast aðeins þeir nemendur farið með sem hafa verið svo lánsamir að eiga skíði eða snjóbretti. Með tilkomu nýja skíða- svæðisins í Tindastóli hefur heldur vænkast hagur okkar og kom ekki annað til greina en að nýta það í þetta sinn. Var sett upp óvissuferð og vissu krakk- arnir ekkert annað við upphaf ferðaren að skíðað yrði íTinda- stóli. Forráðamenn skíðadeildar- innar brugðust vel við óskum okkar um að fá að vera á skíða- N.O.R.D. svæðinu í tvo daga og gátu leyst úr öllum vandamálum - nema gistingu. Gerði formaðurdeild- arinnar sér lítið fyrir, tók sér frí frá vinnu og var með okkur ásarnt skíðaþjálfara fyrri dag- inn. Fengum við frábært veður og er skemmst frá því að segja að öllum var komið á skíði, bæði vönum og óvönum. 1 hópnum voru sex nemendur sem aldrei höfðu á skíði stigið en allir voru famir að renna sér eins og vanir væru jtegar haldið var út í óvissuna síðdegis eftir 7 tíma í fjallinu. Lá þá leiðin um Hegranes og Blönduhlíð til Varmahlíðar, þar sem farið var í sund og snætt í KS. Gengu nemendur síðan í vorkvöldinu niður að Löngumýri, við mikinn fögnuð. Var sérstaklega ánægjulegt að finna hve góðar taugar þessir krakkar hafa til Löngumýrar eftir fermingarundirbúninginn í fyrra. Og ekki minnkaði ánægj- an eftir stórskemmtilega dvöl hjá Áma, nýja staðarhaldaran- um. Daginn eftir var haldið aftur á skíðasvæðið og náðu margir nýir skíðamenn því takmarki að fara með lyftunni upp á topp!!! Umsjónarkennararog nem- endur lýsa mikilli ánægju með þessa ferð og þakka öllum sem að henni komu, skólastjóra, skíðadeildinni, og forráða- mönnum Löngumýrar og fleir- um sem gerðu skíðaferðina mögulega og bæði ógleyman- lega og ódýra! Verður það að teljast nokkuð merkilegt að all- ir nemendur 9. bekkjar fóra með og allir á skíði eða bretti. Þá vilja umsjónarkennaram- ir sérstaklega þakka nemendum fyrir frábæra ferð, framkoma jjeirra öll og samvera með þeim var til fyrirmyndar. I lokin fylgja nokkur ummæli nem- enda um ferðina: „Þetta er góð lyfta og frá- bært svæði, fyrir brettamenn t.d. hólabraut og stökkpallar.” „Skíðasvæðið reyndist frarnar öllum vonum. Það er mjög fínt að þurfa ekki að ferðast eitthvað mikið lengra til að komast á gott skíðasvæði.” „Skíðasvæð- ið hæfir öllum ungum sem öldnum og gönguskíða-aðstað- an er mjög góð.” „Mér finnst mjög gaman að fara á skíði héma heima. Nýja skíðasvæðið er mjög fínt, það er þægilegt að vera þar.”

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.