Feykir


Feykir - 26.04.2000, Síða 1

Feykir - 26.04.2000, Síða 1
raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Hagnaður KS 163 milljónir á síðasta ári Öflug samstæða styrkur félagsins Þeir voru kappsfullir Uni Pétursson og hans menn á Berghildi frá Hofsósi þegar þeir voru að landa góðri rækju á dögunum. Rækjuveiðum á Skagafirði er nú lokið þetta vorið og bátarnir komnir á þorskanet. Þar hafa aflabrögð verið þokkaleg. Fomleifafundurinn við gömlu Sauðá Grafírnar liklega frá 11. öld Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var í Selinu 15. apríl sl., kom fram að hagnaður á samstæðureikningi félagsins var 163 milljónir á síð- asta ári. Heildartekjur sam- stæðureiknings voru 5.424 milljónir og höfðu vaxið um 8,5% frá fyrra ári. Veltufé frá samstæðureikningi var 747,7 milljónir samanborið við 579,8 milljónir 1998. Eigið fé í árslok var 1.366,4 milljónir og hafði aukist um 228 milljónir ifá fyrra ári. Afkomubati félagsins skýrist af bættum rekstri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf, sem er 80% í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. I skýrslu kaupafélagsstjóra Þórólfs Gíslasonar kom fram að margt hafi verið Kaupfélagi Skagfirðinga hagstætt á síðasta ári. Þórólfur sagði að nú á seinni ámm hefðu kaupfélagsmenn í æ ríkari mæli horft til samstæð- unnnar sem styrks heildarinnar, enda væri nú svo kornið að um helmingur af rekstri hans væri utan hins almenna rekstur kaup- félagins. KS jók til að mynda á síðasta ári eignarhlut sinn í Fisk- iðjunni Skagfirðingi með því að kaupa hlutabréf Olíufélagsins og fleiri fyrir 300 milljónir króna. „Kaupfélag Skagfirðinga hefur á undanfömum árum lagt mikla áherslu á ný verkefni á sviði tækni- og þekkingariðnað- ar. í því sambandi hefur félagið stofnað til rekstrareininga í formi hlutafélaga á þessu sviði og má þar nefna Element hf og Fjárvaka ehf. Umsvif þessara fyrirtækja fara nú vaxandi og em við þau bundnar miklar von- ir á næstu ámm. Kaupfélögum með blandaðri starfsemi hefur fækkað mikið á síðustu árum. Kaupfélag Skag- firðinga hefur með höndum ijöl- þætta starfsemi, bæði í eigin nafni og í hlutafélagsformi. Sum þessara hlutafélaga em að fullu í eigu KS, en önnur á félagið á móti öðmm aðilum. Fjölbreytt- ur rekstur fyrirtækisins á að gefa því styrkt í framtíðinni, þó ef- laust verði einhverjar breytingar á rekstrarformi til þess að ná sem bestum árangri”, segir Þórólfur m.a. í inngangsorðum sínum í ársskýrslunni. Fram kom í máli manna á aðalfundinum að styrkur Kaup- félags Skagfirðinga væri mikill og sóknarfæri hjá samstöðunni, þó svo að í hinum almenna rekstri væri þyngra fyrir fæti, það er í landbúnaðinum, versl- uninni og þjónustudeildunum. Á þessum hluta rekstursins var um einna milljón króna tap á síðasta ári, samanborið við 30 milljón króna hagnað árið á undan. Álitið er að grafimar sem fundust við gamla bæinn á Sauðá á Sauðárkróki fyrir nokkru, séu frá framkristni hér á landi, eða elleftu öld, en ösku- lag frá heklugosinu 1104 var yfir gröfunum. Alls fundust menjar um átta grafir í stálinu þegar Sigurður Bergsteinsson fomleifafræðingur frá Þjóð- minjasafninu kannaði fomleifa- fundinn á dögunum. Talið er að austari hluti kirkjugarðsins hafi lent í raskinu vegna gatnaff am- kvæmdanna. Ekki liggur enn fyrir ákvörðun um hvort þessi fom- leifafundur verði rannsakaður frekar, með uppgreftri. Hann mun ekki valda töfum á bygg- ingaframkvæmdum sem á- formaðar era við götuna í sum- ar. Þær lóðir era allar norðan Sauðár, en Skagafjarðardeild Búmanna ætlar að byggja sex hjónaíbúðir og fjórar einstak- lingaríbúðir í sumar og verða þær framkvæmdir væntanlega boðnar út á næstunni. Sam- kvæmt skipulaginu á að rísa á því svæði sem gamli kirkju- garðurinn fannst, fjórbýlishús á tveimur hæðum. Fíkniefni og skemmdarverk Talsvert annríki var hjá lögreglunni á Sauð- árkróki um og fyrir páskana. Fíkniefni vora tek- in í Varmahlíð, skemmdarverk unnin á bflum og lögreglustöðinni á Sauðárkróki, auk þess sem margir voru teknir fyrir of hraðan akstur. Þar á meðal stúlka sem ók á 155 km hraða en hún fékk ökuskírteinið um mánaðamótin febrúar - mars. Eítir dansleik í Miðgarði aðfaranótt skírdags varfólk gripið með eiturefni í herbergi íVamia- hlíðarhverfi. Reyndist það vera með 8 grömm af marijúana og 10 e-töflur. Tæki til neyslu vora einnig gerð upptæk. Aðfaranótt föstudagsins langa gekk síðan ungur maður berserksgang á Króknum. Skemmdi hann fjórar bifreiðar með barsmíðum og einnig útidyrahurð á lögreglustöðinni. Við radarmælingar um páskana vora 28 teknir í Skagafirði fyrir ofhraðan akstur, langflestir á annan í páskum en þá var umferðin mest. —ICTcH^íff cft|DI— JftfTbílaverkstæði Aöalgötu 24 Skr. sími 453 5519. fax 453 6019 Æ M m m M Sími: 453 5141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6J40 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA jfcBílaviðgerðir tlþ Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN Réttingar Sprautun • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.