Feykir


Feykir - 26.04.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 26.04.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 16/2000 Nörd frumsýndur á sunnudagskvöld Leikfélag Sauðárkróks hef- ur að undanförnu staðið í ströngu við æfingar og uppsetn- ingu Sæluvikusýningarinnar sem að þessu sinni er gaman- leikurinn „Nörd” eftir banda- ríska leikritaskáldið Larry Shue. Með helstu hlutverk fara Styrmir Gíslason, Guðbrandur Guðbrandsson, Sigurlaug Vor- dís Eysteinsdóttir og Sigurður Halldórsson. Leikendur eru sjö og leikstjóri er Guðjón Sig- valdason. Komið er að frumsýningu sem verður í Bifröst nk. sunnu- dagskvöld og nokkrar sýningar verða síðan í Sæluvikunni. Efniviðurinn í þetta leikverk er m.a. sótt í afleiðingar stríðs, nánar tiltekið í Víetnam. Það fjallar um stórskringileg og spaugileg samskipti nokkurra persóna og úr verður heljarinn- ar „kómedía” sem leikhúsgest- ir í Bifröst eiga væntanlega eft- ir að hafa hina bestu skemmtun af. Þess má geta að nafn verks- ins, Nörd, er skammstöfun á setningunni „næröldungis rugl- aður drengur”. Tilboð opnuð í þrjú verk hjá vegagerðinni Fjörður Skagafirði, Borgar- verk Borgamesi og G.H. verk- tak Reykjavík voru með lægstu tilboð í verk hjá Vegaverðinni á Norðurlandi vestra sem opnuð voru í síðustu viku. Fjörður bauð 73,3% af kostnaðaráætlun í ræsi og tví- breiðan 0,66 km veg um Grafará á Siglufjarðarvegi. Verkinu á að vera lokið 1. október í haust. Fimm tilboð bárust í verkið, tilboð Króks- verks var svipað tilboði Fjarðar. Borgarverk bauð 83,3% í klæðningar á Norðurlandi vestra, tæpar 27 millj. Fimm tilboð bárust og voru Rækt- unarsamband Flóa- og Skeiða og Klæðning í Garðabæ með litlu hærra tilboð en Borgar- verk. GH verktak í Reykjavík var með eina tilboðið í landgræðslu á Norðurlandi vesta fyrir þetta og næsta ár. Það er upp á rúmar tvær milljónir eða 116% af kostnaðaráætlun. Sverrir söng til sigurs syðra ,jNei ég átti ekki von á þessu, en Binni var alveg viss um að við myndum vinna”, sagði Sverrir Bergmann Magnús- son fulltrúi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki, en Sverrir sigraði með glæsibrag í Söngvarakeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Reykjavík 15. aprfl. Hann söng að mikilli innlifun lagið Always eftir Bon Jovi, sem í textagerð þeirra Brynjars Elevsen og Auðuns Blöndals heitir „An þín”. Brynjar lék undir á gítar. „Þetta var mjög spennandi og tók svolítið á og léttirinn var hvílíkur þegar úrslitin vom ljós, reyndar svolítið spennufall”, sagði Sverrir Bergmann sem fagnaði ntikið þégar fyrsta á- fanganum var náð í forkeppn- inni í félagsheimilinu Bifröst á Króknum og fögnuðurinn var ekki minni í aðalkeppninni fyr- ir sunnan, en þangað fylgdi 100 manna stuðningslið frá FNV. „Nei það verður ekki leiðin- legt að koma í skólann á mið- vikudaginn (í dag)”, sagði Sverrir, en sigurlaunin voru af ýmsum toga, s..s GSM-sími, ferðavinningur frá Úrval/Út- sýn, peningaverðlaun frá Landsbanka íslands og einn upptökudagur í Stúdíó Sýr- landi, sem er víst með betri hljóðverum hér á landi. Aðspurður sagði Sverrir að hann og Brynjar mundu hik- laust taka upp eitthvað efni, en þeir félagar gáfu út geisladisk á síðasta hausti í 50 eintökum. Svenir segist hiklaust stefna á að halda áfram í dægurlaga- söng og reyna að komast þar lengra. Þessi sigur ætti eitthvað að hjálpa til. Hvort hann ætli í söngnám eða jafnvel klassískan söng? Nei, það er ekki á döf- inni, bara halda áfram í dægur- lagasöngnum. íslandsgangan á skíðasvæði Tindastóls á laugardaginn Unnendur skíðagöngu og útivistar ættu að fá eitthvað við sitt hæfi á laugardaginn kemur þegar fram fer almennings- ganga á skíðasvæðinu í Tinda- TINDASTÓLL AFTUR TIL ÞÁTTTÖKU í SÆLUVIKU Laugardagskvöldið 29. apríl og sunnudagskvöldið 7. maí kl. 21 til 01 verður Jarlsstofa opin í Sæluviku að skagfirskum hætti. Jón Ormar rekur söguTindastóls og Sæluviku. Eyjajarl segir sögur. Muni leikur á liljóðfæríð. Almemiur söngur. Aðeins 50 manns komast að í hvort sinn. Aðgangseyrir kr. 1.000. Miðapantanir í síma 4536362. Pétur og Svanfríður. stóli, en þar er enn nægur snjór. Klukkan 14 á laugardaginn verða ræstir keppnisflokkar í Is- landsgöngu Skíðasambandsins sem kennd er við styrktaraðil- ann Bakkavör í Njarðvík. Þar verða gengnir 20 km í karla og kvennaflokkum. Jafnhliða fer fram trimmganga án tímatöku, þar sem fólk getur valið urn að ganga 3 eða 10 km. Almenning- ur er hvattur til að vera með og taka þátt. Talsverður áhugi er fyrir þessari göngu hjá skíðagöngu- mönnum í landinu enda er þetta í fyrsta skipti sem keppt er í þessari íþrótt á Sauðárkróki og lýrsta opinbera skíðamótið sem þar fer fram. Til dæmis er vitað til þess að besta skíðafólk ísfirð- inga og Strandamanna ætlar að mæta og er búist við a.m.k. 20 manna hóp að vestan. Aðstaða til skíðagöngu er mjög góð í Tindastóli. Þar hag- ar svo skemmtilega til að göngubrautin sést að langstærst- um hluta frá veginum og bíla- stæðinu við skálann og því ætti fylgdarliðið að geta fylgst með sínu fólki í göngunni á laugar- daginn og ástæða til að hvetja fólk að mæta og fylgjast með, en keppni hefur verið mjög jöfn og spennandi meðal bestu göngumanna landsins í vetur. Hægt er að skrá sig í göng- una hjá Birgi í símunt 455 4020 eða 453 6111 og Þórhalli í síma 453 5729 eða 453 5757. Æski- legt er að skráningar berist fyrir föstudagskvöld, en einnig er hægt að skrá sig á staðnum klukkutíma íýrir gönguna. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skiptið fýrir öll. Eg missti 7 kg. á fimm vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Helma & Halldór sími 557 4402 og 587 1471. grima@centrum.is Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásntundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað nteð vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.