Feykir


Feykir - 26.04.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 26.04.2000, Blaðsíða 8
Sterkur auglýsingamiðill 26. aprfl 2000,16. tölublað, 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Samband skagfirskra kvenna aflienti í gær afrakstur vinnu- vökunnar í vor. Að þessu sinni létu konumar ágóðann, 216 þúsund krónur, renna til iðju fatlaðra og nýs sambýlis fyrir geðfatlaða á Sauðárkróki. Sigrún Aadnegaard formaður SSK er hér að afhenda Ingibjörgu Jónu Hjaltadóttur forstöðukonu Iðjunnar peningaávísun. Sæluvikan að byrja Sæluvika Skagfirðinga hefst með opnunarhátíð í Safnahús- inu á sunnudaginn kemur kl. 14, þar sem kynnt verða úrslit í vísnakeppni Safnahússins og opnuð verður handverkssýn- ing frá Félagi trérennismiða. A sama tíma verður kristnitöku- hátíð í Glaumbæjarkirkju. Sæluvikan er með nokkru hefðbundnu sniði en dagskráin er fjölbreytt og þessari menn- ingar- og skemmtivöku Skag- firðinga lýkur síðan með dans- leikjum í vikulokin og verður þá dansað í mörgum húsum. Það verða unglingamir sem dansa í Bifröst þar sem fullorðna fólkið var áður, en þeir dansa hinsvegar nú í Miðgarði og í öldurhúsun- um á Sauðárkróki. Að venju frumsýnir Leikfé- lag Sauðárkróks á sunnudags- kvöld. Að þessu sinni gaman- leikinn Nörd. Kirkjukvöld er í Sauðárkrókskirkju á mánudags- kvöld og þar er ræðumaður kvöldsins Guðbjörg Ingimundar- dóttir félagsmálastjóri. Ivumar, menningarsamtök kvenna í Skagafirði, verða með menning- ardagskrá í bóknámshúsinu á þriðjudagskvöld. Rökkurkórinn heldur söngskemmtun í Bifföst á miðvikudagskvöld og úrslita- keppni dægurlagakeppni Kven- félags Sauðárkróks er í íþrótta- húsinu á föstudagskvöld. Stór- skemmtun kóranna verður síðan í Miðgarði á laugardag. Þar syngja auk Heimis og Rökkur- kórsins, gestakóramir Fóstbræð- ur og Samkór Suðurlands. Hljómsveit Geirmundar leikur svo fyrir dansi. Heiða Lára Eggertsdóttir framkvæmdastjóri Sæluvikunn- ar segist vera sérstaklega ánægð með að meira væri nú á dag- skránni fyrir böm og unglinga en áður. Möguleikhúsið verður með sýningu á Sauðárkróki á sunnu- daginn og einnig verða sýningar hjá leikskólunum. Dansleikir verða í Bifröst bæði fyrir 7.-10. bekki grunnskólans þar sem sig- urvegarar Músíktilrauna leika fyrir dansi og einnig fyrir eldri unglinga þar sem hljómsveitin Butter Cup spilar. Þá verður sýning hjá Mennta- smiðju kvenna í Gömlu Gránu föstudaginn 5. maí og á Kaffi Krók verður málverkasýning í Sæluvikunni. . KJORBOK ✓ Vinsælasti sérkjarareikningur Islendinga með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki jslands í forystu til framtíðar Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Reynt að hraða uppbyggingu við Vesturfarasetrið á Hofsósi Framkvæmdum við endur- byggingu húsa í stfl dönsku konungsverslunarinnar á Hofs- ósi miðar vel. Það er Vestur- farasetrið með Valgeir Þor- valdsson í broddi fylkingar sem stendur fyrir þessum fram- kvæmdum á Sandinum sem út- heimta að minnsta kosti 40 milljónir króna. Iðnaðarmenn em undir nokkurri tímapressu við smíðina, en þau em byggð úr timbri, og á smíði annars hússins, reyndar þess sem skemmra er á veg komið, að vera lokið á bilinu 10-20 júní, og hitt húsið verður síðan tilbú- ið 3. júlí. Þá koma á annað hundrað manns af íslensku bergi brotið frá Utah-byggðum í Ameríku og heldur Islend- ingadag hátíðlegan á Hofsósi jafnframt því sem opnuð verð- ur sýning um vesturferðir fólks af Islandi til Juta. Að sögn Valgeirs Þorvalds- sonar vom ýmsir hlutir til að seinka framkvæmdum, s.s. skipulagsmálin, og því er nú um nokkurt kapphlaup við tím- ann að ræða. Vesturfarasetrinu barst boð um að taka sýningu Nýju byggingarnar þar sem þær rísa á Sandinum. Smiðimir sögðust gjaman vilja fá meiri tíma til að byggja húsin. Frá vinstri talið Hjálmar Jóhannesson, Hallgrímur Gunnarsson, Ágúst Stefánsson og Friðbjöm Jónsson. frá Nýja - Islandssafninu í Gimli og verður sú sýning opn- uð í júnímánuði og þá standa vonir til þess að hægt verði að taka trébryggjuna í notkun sem samningar vom undirritaður um fyrir skömmu. Valgeir segir sýninguna um ferðimar til Utah stóra og glæsilega og komi hún til með að standa í nokkur ár. Verður hún í fjölnota sal í nyrðri bygg- ingunni, en í þeirri syðri sem sýningin frá Gimli verður í sumar, verður síðar ættfræði- þjónustan til húsa, íbúð fyrir fræðimann, lesstofa og bóka- safn. Alls em þessar nýju bygg- ingar 420 fermetrar að gólffleti í hæð og risi, en flatarmál húss- ins er um 300 fermetrar w ...bHaj?, tiyggngar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABtJÐ BRYWJARS SnEURaðTU 1 SÍMI 453 5950 Kodak Pictures KODAK EXPRESS gæðaframköllun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.