Feykir


Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 17/2000 Verkfalli frestað „Það eru þreifingar í gangi en ekkert hægt að segja til um það á þessari stundu hvort hjá verkfalli verði komist, en við erum bjartsýnir á að hlutirnir gangi upp og verkfallið verði ekki langt ef til þess kemur”, sagði Guðni Kristjánsson hjá Verkalýðsfélaginu Fram í gær, en í nótt tókst samkomulag og verkfalli sem bresta átti á í Skagafirði og Húnavatnssýsl- um á miðnætti í kvöld (mið- vikudag) hefur verið frestað til 15. .þessa mánaða. Samningarnir voru felldir bæði í Fram og Öldunni í Skagafirði og hjá Samstöðu í Húnavatnssýslu. Fjórða félagið sem felldi samningana var Verkalýðsfélag Öxfirðinga, en samningarnir voru samþykktir í hinum félögunum sem tilheyra VMSÍ hópnum, en alls eru þau um 40 utan Flóabandalagsins. í fyrrgreindum félögum í Skagafirði og Húnaþingi var kosningaþátttakan um 40%. Hjá Fram og Öldunni voru 60% andsnúnir samningunum en 52% hjá Samstöðu, 40% vom á móti og 7% skiluðu auðu. Þegar heill þjóðflokkur er búinn að svalla í heilt ár Sæluvika!! Það er sá tími sem ég er tilbúinn að fyrirgefa allar misgjörðir sem ég hef orðið að þola síðasta árið og það skulu allir vita að slíkt er mikið þrekvirki. Skagfirðingar eru - hávær- ari, kvensamari og drykkfeld- ari en aðrar þjóðir og því var okkur nauðsyn að ftnna upp einhverskonar afbötunarsam- komu þar sem allir gátu fallist $ggS&> Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks 2000 Utið árlega úrslitakvöld dœgurlagakeppninnar verður haldið í íjjróttahúsinu á Sauðárkróki 5. maí nk. kl. 21:00 ^Aldurstakmark 18 ár Uerð kr. 2.800- Uamasýning verður kl 16:00 sama dag Uerð kr. 500 Að lokinni keppni verður dansleikur með liljómsveit Geirmundar Valtýssonar til kl. 03.00 Forsala aðgöngumiða verður í íþróttahúsinu 2. og 3. maí frá kl. 16:00 - 19.00 og á sama tíma í síma 866 3608 og 862 6435 Géða skemmtun! n- . - ;- v - í faðma, sungið og grátið sam- an og gleymt þessum hvers- dagslegu þrætumálum sem gera lífið erfitt og þreytandi - já jafnvel óbærilegt á stundum. Til þessara þarfa fundum við upp Sæluviku sem aðrir hafa reynt að apa eftir, en lukk- ast aldrei því þeir skilja ekki hugmyndina. Þetta kemur sælu ekkert við heldur snýst það um fyrirgefn- ingu og umburðarlyndi og að hreinsa út af borðinu einu sinni á ári allar ávirðingar og skít- kast svo við getum byrjað upp á nýtt með eftirlætisiðjuna - að troða skóinn hvert niður af öðru. Þegar heill þjóðflokkur eins og Skagftrðingar er búinn að svalla í heilt ár og tæta í sund- ur mannorð náungans, þá dug- ar ekkert minna en vika til þess að slóðadraga yftr allar þær skítahrúgur svo þar gæti kom- ið næring fyrir lággróðurinn á næsta ári. Sæluvikan er því nokkurs konar vorblót sem gegnir enn- þá prýðilega sínu hlutverki þó við setjum á það allavega merkimiða, eins og listir, menning og jafnvel söguleg hefð. Nei góðir hálsar - Sælu- vikan er uppskemtími umburð- arlyndis - hún gerir okkur mögulegt að glíma við van- þakklæti og vandamál næsta árs, með bros á vör. Það er ekki tilviljun að Sæluvika byrjaði sem Sýslu- fundarvika. Hvað gerðist á sýslufundum fortíðarinnar? - Þar komu fulltrúar allra hreppa saman. Þeir voru búnir að rífast og jafnvel að fljúgast á í heilt ár og margir bæði móðir og sárir. Rífast um girðingar, beiti- lönd, fjallskil, veiðiréttindi, lausagöngu graðhesta, og hreppsómaga og ótal önnur ágreiningsefni. - Svo hittust þeir á sýslufundi, rifust pínulít- ið, sungu dálítið, ortu mikið og drukku ósleitilega og þegar upp var staðið voru allir sáttir þó menn væru vissulega mis- mikið timbraðir. Þetta er ennþá innsti kjarni Sæluvikunnar og þess vegna er ég svona mjúkur og hlýr inn- anrifja í dag að ég get jafnvel fyrirgeftð það að sveitarstjóm- in okkar kaus SPARNAÐAR- NEFND sem ekki aðeins er á fullum launum heldur byrjaði sinn farsæla sparnaðarferil á því að fara í sparnaðarferð til írlands sem víst kostaði sitt. - Ég vona samt að þessi írska sæluvika hafi orðið öllum til gagns og blessunar, þó þátttak- endur hafi áreiðanlega verið mismikið timbraðir þegar heim kom. Gleðilega hátíð! Glaumur. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skiptið fyrir öll. Eg missti 7 kg. á fimm vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Helma & Halldór sími 557 4402 og 587 1471. grima@centrum.is Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögunt. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritari: Öm Þórai insson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Amason. Askriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.