Feykir


Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 3
17/2000 FEYKIR 3 Góð þátttaka í Vísna- keppni Safnahússins „Einhverntíma var það, - að Hjalti Pálsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri Safnahússins, sem hafði mikinn hug á að end- urvekja aftur Vísnakeppnina, en hún hafði legið niðri um nokk- urt skeið, kom með erindi þessa efnis inn á fund í Safnahúss- stjórn, og þótti þar hverjum manni sem þetta væri hið þarfasta mál og var gerð um það samþykkt. Þegar síðan fór að draga nær Sæluviku hermdi Hjalti þessa samþykkt upp á stjórnarmenn og sagðist ekki geta staðið einn að þessari fram- kvæmd, og þá fór eins og stund- um áður, - að þá voru allir hvergi, - eins og einn ágætur maður orðaði það. Endirinn var sá að sá sem hér stendur tók að sér að vera með Hjalta í því að fara yfir og velja þá botna og þær vísur sem verðlauna skyldi", sagði Bjöm Björnsson skólastjóri í inngangi sínum þegar úrslit í vísnakeppni Safna- hússins voru kynnt við upphaf Sæluvikunnar sl. sunnudag. Og Bjöm hélt áfram í gam- ansömum tón: „Og þannig hef- ur þetta gengið síðan. Hjalti hef- ur um það bil sem líður að Sæluviku hringt í mig, látið skrjáfa í blöðum eins og hann væri að fletta gamalli fundar- gerðarbók, og sagt með ábúðar- mikilli rödd eitthvað á þá leið, ja það var nú héma samþykktin okkar í Safnahússstjórninni um vísnakeppnina*um árið, sem þú varst nú mjög meðmæltur, - og þá man ég að Sæluvikan nálgast og því er það nú að enn einu sinni stend ég hér og ætla að kynna ykkur afrakstur þessarar árvissu keppni." Að þessu sinni vom sendir út þrír fyrripartar sem hagyrðingar áttu að glíma við, en auk þess var lagt fyrir að yrkja vísu um Drangey. Óvenjugóð þátttaka var í keppninni og þegar höf- undanöfn voru skoðuð kom í ljós að höfundar komu flestir frá Norðurlandi og spannaði svæð- ið frá Húsavík til Vestur - Húna- vatnssýslu, en einnig frá fjar- lægari stöðum svo sem sunnan úr Vestmannaeyjum, svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig má nefna að ekki ein- asta voru þátttakendur fleiri, heldur voru botnamir betri en oftast áður, og mjög lítið um efni sem leggja mátti til hliðar, og sem kæmi ekki til álita, svo sem fyrir það að ekki væri farið að bragreglum. Að mati dómnefndarinnar þótti besti botninn koma frá „Kvisti" og bak við það dul- nefni reyndist Engilráð Sigurð- ardóttir á Sauðárkróki. Vermir sólin völl og mela vorið er á leiðinni. Ekki lengur fannir fela fjalldrapann á heiðinni. Aukaverðlaun fengu tveir botnar. „Skrámur" sem reyndist vera Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Afli er nógur út um sjó, engir róa drengir þó. Kerfið lógar frelsis fró, flestum óar status quo. Og „Austri" en á bak við það nafn var Bjarni Jóhannsson í Víðilundi. Sæluvika sýnir oss, syndakviku bera. Alltaf þykir ástarkoss, yndi mikið vera. I vísnagerðinni var yrkisefn- ið Drangey. Þar skáru tvær vís- ur sig áberandi úr að mati dóm- nefndar. Og hlaut sú sem merkt var Herra X aðalverðlaun. Bak við það nafn skýldist Pálmi Runólfsson frá Hjarðarhaga. Biskupi tókst björg að signa, bað um náð sem miklu varðar. Alltaf verður eyjan tigna aðalsmerki Skagafjarðar. Svipmyndir af Skag- firðingumá Króknum „Svipmyndir af Skagfirðing- um" heitir sýning Jónasar Þórs á Kaffi Krók í Sæluvikunni. Myndimar eru teikningar gerð- ar með blíanti og kolum af 18 gengnum Skagfirðingum sem settu mikinn svip á samfélagið á sinni tíð. Jónas Þór hefur haft á sér orð að vera slingur teiknari og bera myndirnar á Kaffi Krók þess merki. Jónas Þór Pálsson fæddist á Sauðárkróki 15. apríl 1930. Hann er lærður málarameistari og hefur stundað þá iðn nær allt sitt líf. Einnig hefur hann tals- vert fengist við gerð leikmynda fyrir leikhús og séð um förðun. Hin síðari ár hefur hann snúið sér að því að mála myndir og er þetta þriðja einkasýning hans. Bjarni Jóhannsson í Víðilundi, annar tveggja sem fékk aukaverðlaun fyrir besta botninn, Pálmi Runólfsson sem fékk verðlaun fyrir bestu vísuna, Engilráð Sigurðardóttir sem þótti eiga besta botninn, Ingimar Jóhannsson umboðsmaður Sjává almennra sem gaf verðlaunin og Björn Björnsson dómnefndarmaður. Og aukaverðlaunin hlaut Boggi, Kristján Arnason á Skálá. Forðum klettahöllin háa, hungrað metta náði lið. Nafnið Grettis, kappans knáa, er knýtt og fléttað eyna við. Væntanlega mun síðar birt- ast í Feyki sérstakur þáttur um vísnakeppni Safnahússins. SÆLUTILBOÐ Steiktur kjúklingur kr. 49^ Franskar kartöflur fylgja ^^^ W*-':f 9 KvJ Ww.• ¦¦•¦éí IHB kr. 98 kg. kr. 98 kg. kr. 98 kg. Óskum Skagfirðingum góðrar skemmtunar á Sœluviku

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.