Feykir


Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 17/2000 „Kraftaverk að halda keppnina ár eftir ár" segir Eiríkur Hilmisson hljómsveitarstjóri dægurlaga- keppninnar um framtak Kvenfélags Sauðárkróks Ef að til væri smásaga með því skáldlega nafni, „Þegar lífi var blásið í Sæluvikuna", mundi hún væntanlega fjalla um það þegar kvenfélagskonur á Sauðárkróki tóku sig til fyrir nokkrum árum og endurvöktu Dægurlegakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Á þessum tíma var orðinn ansi lítill „sjarmi" yfir Sæluvikunni og hún varla orð- ið nema nafnið tómt. En þá komu kvenfélagskonurnar til skjalanna og eins og einhver góður maður orðaði það „gáfu sparkið" sem dugði til þess að hressa verulega upp á þessa gömlu menningar- og skemmtivöku Skagfírðinga, og nú á seinni árum hafa síðan fleiri að- ilar bæst við sem leggja lið fjölbreyttri dagskrá á Sæluvikunni. Að margra áliti er samt dægurlagakeppnin hápunktur þeirrar dagskrár Sæluvikunnar sem fram fer á Sauðárkróki og jafnast á við þá bestu skemmtun sem í boði er í landinu. Áhugi fyrir dægurlagakeppninni er geysilega mikill og nú í ár gafst öllum landsmönnum tækifæri á að senda lög í keppnina, en það hefur verið mismun- andi milli ára hvort keppnin er bundin við þá sem tengdir eru norðvestursvæð- inu eða allt landið og miðin. Að þessu sinni bárust 66 lög í keppnina og eins og vanalega valdi nefnd sérfróðra manna 10 lög sem keppa til úrslita. Og eins og jafnan hefur það eitthvað síast út hverjir þessir tíu lagahöfundar eru, en þeir koma víðsvegar af landinu. Vitað er til þess að í smærri byggðarlögum, sem eiga full- trúa í keppninni, hefur myndast góð stemming fyrir dægurlagakeppninni og þaðan ætlar fólk að fjölmenna á Krók- inn. Einn er sá maður sem best þekkir lögin sem keppa til úrslita og hefur séð um útsetningu þeirra og annast hljóm- sveitarstjórn. Það er frá kjallara húss í Suðurgötunni á Sauðárkróki, sem ber hið gamalkunna nafn „Nes", sem Sælu- vikutónarnir hafa borist að þessu sinni. Þetta er þriðja árið sem Eiríkur Hilmis- son annast hljómsveitarstjórn í dægur- lagakeppninni og annað árið í röð sem hann sinnir þessu hlutverki. Það sem fylgir þessu starfi er m.a. samskiptin við lagahöfundana, þar sem taugaspennan getur verið mikil, sérstaklega hjá þeim sem eru að taka þátt í úrslitum keppninn- ar í fyrsta skipti. Eiríkur var einmitt að tala við einn þeirra í símanum þegar blaðamaður Feykis kom í heimsókn í Nes, og galgopaskapurinn í Eiríki var samur við sig, enda á drengurinn ekki Það er úr kjallaranum berast að þessu sinni. ,Nesi" í Suðurgötunni sem Sæluvikutónarnir Símtölin við dægurlagahöfundana geta stundum orðið nokkuð löng hjá Eiríki, sérstaklega við þá sem eiga lag í úrslitum í fyrsta skipti. langt að sækja hann, en hann er sonur Hilmis Jóhannessonar gamaleikja- og revíuhöfundar. Þá fer að hitna í helvíti „Og svo þegar búið er að flytja þitt lag og þú heyrir þau næstu, þá kemur væntanlega þessi nístandi kvöl sem margir lagahöfundar þurfa að búa við, að það er eitthvað flott við hin lögin sem þú hefðir gjarnan viljað hafa í þínu lagi. Og þér finnst kannski hin lögin miklu betri en þitt. Þá fer nú að hitna í helvíti. En að- almálið í þessu öllu er að við ætlum fyrst og fremst að skemmta okkur þetta kvöld og þið lagahöfundarnir megið ekki taka hlutina of alvarlega. Eg hef orðið var við það á keppnum að mönnum hættir kannski til að gera það, en það þýðir ekkert og er bara til að eyðileggja kvöld- ið fyrir viðkomandi. Málið er að á þessari skemmtun eru Skagfirðingar væntanlega í talsverðum meirihluta og þeir eru þarna komnir fyrst og fremst til að skemmta sér. Það skipt- ir þá í sjálfu sér ekki miklu máli, þó að sándið í lögunum sé ekki geðveikislega flott og útfærslumar í kringum meló- díumar neitt óskaplega stórbrotnar. Það er bara þessi útgeislun sem fólk þarf að hafa og samkomugestirnir veita eftirtekt. Svo þegar búið er að spila lögin þá koma einhver skemmtiatriði, magadans væntanlega og ég fer í hryggspennu við formann kvenfélagsins. Eg hugsa að meigi líkja hryggspennunni við gott súluatriði", segir Eiríkur og hlær. „Nei nú er ég að fíflast. Við náttúrlega þekkj- umst ekki neitt og þá þarf ég stundum að taka það fram þegar ég er að fíflast", segir Eíríkur og þetta er búið að vera nokkuð langt símtal og þau verða það víst stundum við lagahöfundana, segir Eiríkur. Ekki sömu gömlu karlarnir Það versta við þessa keppni er að þurfa að skilja allan þennan fjölda laga eftir, þetta árið 54 lög. Það erfull ástæða til að hvetja lagahöfunda til að vera með áfram og láta ekki hugfallast. En það er eins og einhver vitur maður sagði í fyrra. Það væri réttast að stofna aðra keppni fyrir þá sem komust ekki að í úrslitunum." Aðspurður segist Eiríkur vera með valinkunna snillinga með sér í hljóm- sveitinni, en ekki þessa sömu gömlu kalla, eins og einhver spurði hann um á dögunum. „Það er stórvinur minn og einn mesti trommuleikari Islandssögunnar Kristján Óskar Baldvinsson. A hljómborðið leik- ur Birkir Lúðvík Guðmundsson. Síðan skilst mér að sé búið að sameina Skag- ann öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og því er bassaleikarinn þaðan, ættaður frá Ketu, mjög hæfileikarríkur drengur, Sigurður Björnsson að nafni, sem leik- ur á allt upp í sex strengja bassa. Það minnir mig á sögu af ungum dreng frá Sauðárkróki, Ulfari Haralds- syni, þegar hann fór út í heim að læra á sitt hljóðfæri. Þegar hann var búinn að vera átta ár í burtu og nýkominn í sum- arfrí frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, þá var það einmitt gamall Skagamaður sem hitti hann á förnum vegi á Króknum og spurði „ÚIli minn hvar í ósköpunum hefur þú verið allan þennan tíma?". Nú ég er búinn að vera úti í löndum að læra á mitt hljóðfæri, bassagítarinn, sagði Úlfar. Þá leit Skagamaðurinn með undr- unarsvip á drenginn og sagði. „Hvað segirðu allan þennan tíma og ekki nema fjórir strengir í bassanum". Bara þetta eina kvöld Þessi dægurlagakeppni er í raun heil- mikið fyrirtæki og miklu stærra dæmi en almenningur gerir sér grein fyrir. Það má segja að það sé kraftaverk hjá kvenfélag- inu að halda keppninni úti ár eftir ár. Þama koma að mjög margar hendur og leggjast á eitt. Það er mikil fyrirhöfn að gera öllum til hæfis og búa til þessa skemmtun sem dægurlagakeppnin er. Og það er bara þetta eina kvöld sem keppnin hefur til að standa undir sér og síðan sala á geisladiskunum með lögun- um. Ólíkt því sem t.d „sjóv" á Broadway eða leikhúsin hafa þar sem eru fjöldi sýninga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.