Feykir


Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 5
17/2000 FEYKIR 5 Þegar vel brugguð launráð duga ekki Sú var tíðin að flökkufólk og förumenn fóru um Skagafjörð sem önnur hémð í landinu. Ekki er þekkt að mikið hafi verið am- ast við þessum mönnum en víst er að ekki voru þeir allsstaðar auðúsugestir, að minnsta kosti ekki á þeim heimilum sem þeir gerðu langan stans, jafnvel svo vikum ef ekki mánuðum skipti. Kannski var það af meðfæddri manngæsku og hjartahlýju landans að ekki voru brugguð ráð til að koma slíkur gestum af bæ, því trúlega hafa þeir oft reynt á þolrif heimilisfólks. Það má kannski segja að svipaðir hlutir séu að gerast á fjölum félagsheimilisins Bifrast- ar um þessar mundir. Þar kemur óboðinn gestur mikið við sögu í Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks. Það er kannski út í hött að mörgu leyti að líkja honum við förumennina gömlu, því stfllinn er allt annar og upp- átæki hans ákaflega nútímaleg. Hann er sem sagt uppáþrengj- andi þessi náungi svo um mun- ar, en mjög skemmtileg „típa” eins og það heitir á nútíma ís- lensku. Það er þessi „nær öldungis ruglaði drengur” sem er beina- grindin í þessari sýningu LS, N.Ö.R.D. Hér er á ferðinni mjög skemmtilegt leikverk, tæknilega góð leikflétta, reynd- ar þegar öllu er á botninn hvolft, sáraeinföld, eins og allar snjall- ar leikfléttur. Og þeir sem hafa gaman af hamagangi og húmor, ættu endilega að leyfa sér að skreppa í Bifröst eitt kvöld og hlæja fyrir vikuna. Þetta er þannig stykki. Enn er Leikfélag Sauðár- króks að gera góða hluti. Leik- stjórinn Guðjón Sigvaldason og leikhópurinn ásamt aðstoðar- fólki hafa þama gert góða sýn- ingu. Það þýðir með öðmm orð- um að vel er leikið og umgerðin góð. Styrmir Gíslason fer á kostum í hlutverki Nördsins. Guðbrandur Guðbrandsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir em mjög sannfærandi í sínum leik og einnig komast þau vel frá sínu Sigurður Freyr Emils- son og Unnur Eygló Bjamadótt- ir sem Waldgraw hjónin. Sonur þeirra, sem leikinn er af Amari Þór syni Sigurðar, er haldinn mátulegri ofvirkni, og síðast en ekki síst mætir þama nýr leikari á sviðið í Bifröst, Sigurður nokkur Halldórsson. Og af til- burðum hans að dæma þá virð- ist sem þessi maður sé alvanur leikari, a.m.k. leikur hann skemmtilega. - En sem sagt. Það er ekki til einskis fyrir Leikfélag Sauðár- króks að setja upp sýningar þar sem kannski skemmtanagildið er sett ofar „listgræna” gildinu svokallaða og umdeilda. Og ef þú hefur gaman af því að hlæja áhorfendi góður, þá ættirðu endilega ekki að sleppa því að sjá Nördinn í Bifröst. Þama er það bara þetta eina kvöld. Lagahöfundamir sjá sitt lag í þeim búningi sem því er búð með ljósum og fíneríi, og áhorfendumir koma til að sjá þessa skemmtun, sem er ekkert annað en „sjóv” og nema stemmningu augnabliksins. Það er margt jákvætt við dægurlagakeppnina og ég mundi segja að það væri mikil byggðastefna í þessu framtaki Kvenfélags Sauðárkróks. Mér finnst líka gott að ég sé greini- leg merki þess að metnaðurinn í keppninni er sífellt að aukast. Þetta skapar ungu fólki hér á svæðinu líka aukna möguleika að koma fram og spila og syngja og verður áreiðanlega til þess að skapa okkur hæfari flytjendur þegar fram í sækir. En það er ekki nóg með það að margir leggist á eitt við að .undirbúa lögin og keppnina sjálfa. Þegar komið er að því að standsetja íþróttahúsið, sem er eina húsið hér um slóðir sem getur tekið við keppninni, þá þurfa líka marga hendur að leggjast á eitt. Óg síðan em það Skagfirð- ingar sem með þátttöku sinni, með því að mæta á úrslita- kvöldið, sjá til þess að áfram- hald verði á þessari skemmti- legu keppni, en ég held ég geti lofað því að sjálfsagt verður kominn tími á það að fá nýjan hljómsveitarstjóra eftir þessa keppni. Þó þessar síðustu tvær keppnir og sú sem haldin var 1997, hafi verið skemmtilegur reynslutími fyrir mig. Að síðustu vil ég um leið og ég þakka kærlega öllum þeim sem ég hef haft samvinnu við, kannski fá að koma þeirri vin- samlegu og hvetjandi ábend- ingu til ökumanna varðandi umferðarmenninguna á föstu- daginn kemur, þegar úrslita- keppnin fer fram, að ég hef ákveðið að stýra ekki ökutæki þennan dag, eftir reynsluna ffá síðasta ári, en þá var ég svo gjörsamlega út á þekju við und- irbúning keppninnar, að ég olli hörðum tveggja bfla árekstri á mesta umferðarhomi bæjarins og var stálheppinn að ekki urðu slys á fólki þar á meðal mér. Eftir keppnina um kvöldið varð ég reyndar þess var að ég hafði fengið gat á höfuðið”, sagði Ei- ríkur Hilmisson að endingu. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Styrmir Gíslason í hlutverkum sínuni. Mynd/Sveinn Hj. Leikfélag Sauðárkróks sýnir í Sæluviku SPRENGhlægilegur gamanleikur eftir Larry Shue Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason Næstu sýningar: Fimmtud. 4. maí kl. 20.30 Laugard. 6. maí kl. 15.00 Sunnud 7. maí kL. 20.30 Miðvikud. 10. maí kl. 20.30 Miðapantanir í s: 453 5727 milli kl. 18 og 20 Leikfélag Sauðárkróks

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.