Feykir


Feykir - 03.05.2000, Qupperneq 6

Feykir - 03.05.2000, Qupperneq 6
6 FEYKIR 17/2000 Hagyrðingaþáttur 295 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Einar Sigtryggsson á Sauðár- króki sem leggur okkur til fyrstu vís- umar að þessu sinni. Auðurinn við íslandsstrendur ætti að styrkja þjóðarhag. Fjármagnsstreymi á fáar hendur, fmnst mér skrítið háttalag. Þegar gengi virðist valt viðsjál þjóðarskúta. Verða menn um ísland allt æðri mætti að lúta. Að lokum þessi frá Einari. Þó að völt sé von og þrá vert er þó að muna, að líta björtum augum á alla tilveruna. Næsta vísa þarf ekki skýringa við en þar er fjallað um hin svarta sann- leika heilbrigðismála. Höfundur er Kristján Stefánsson frá Gilhaga. Ingibjörg sem engu ráði um arðrán hinna fyrri þinga. Rýir nú með glöðu geði gamalmenni og vesalinga. Heyrum þá næst frá Rúnari Krist- jánssyni. Svínvetningar sveitarfulli sínu jafnan gera skil. Belgfullir af Blöndugulli búa þeir við ljós og yl. Um kunnan bragsnilling frá íyrri tíð yrkir Rúnar. Gamli Hjálmar harður var háði stríð við marga. Oftast hærri hlutinn bar hræddist ekki varga. Átti í sínu eðli þá andans snilli mesta. Braglistinni beitti á burgeisa og presta. í tilefni af 80 ára afmæli Gísla Páls- sonar bónda á Hofi í Vatnsdal 18. mars sl. barst honum þessi fallega kveðja frá Sigríði Sigfúsdóttur í Forsæludal. Þó að fari að bregða brátt birtu ævidagsins. Njóttu heill með heiðri og sátt hlýju sólarlagsins. Þórdís Sigurbjörnsdóttir sendi frá sér eftirfarandi kveðju nú um sumar- málin. Vetur líður vora fer vindar taka að hlýna. Sólskríkjumar syngi þér sumarkveðju mína. Það mun hafa verið Steinn Steinarr sem orti svo til æskustöðvanna í Saur- bæ í Dölum. Alltaf finnst mér eitthvað hlýtt yfir dalnum mínum sveima. Þó að víða væri grýtt á vegunum gömlu heima. Sigurður á Garðshomi sem trúlega hefur verið ættaður frá Siglufirði yrkir svo. Ferðin gengur allveg enn ekki er þankinn stríður. Fæ ég nú að sjá þig senn Siglufjörður blíður. Albert G. Sölvason ffá Páfastöðum í Skagafirði yrkir svo. Þar er mesta mannaval mörg ein kostajörðin. Berðu kveðju hrund og hal heim í Skagafjörðinn. Geta lesendur upplýst hvort rétt er hjá mér að telja Eyjólf Gíslason frá Hofstöðum höfund að næstu vísum. Ylum bakast lá og lönd lækir skvaka fráir. Öll nú klaka bresta bönd bráðnajakarháir. Syngur lóa um laut og börð lænur flóa á völlum fögur gróa, grös á jörð gaggar tóa á fjöllum. Lifað, prýði fáka fer folald víða á eyrum lömbin fríðu leika sér létt í hlíðargeirum. Það mun hafa verið Stefán Stefáns- son frá Móskógum sem orti svo um sumarmál. Kveður lind í klettaskor klökug gleymast vetrar spor. Glæðist vilji, þrek og þor. Það er að koma blessað vor. Sveinbjöm Bjömsson frá Narfakoti á Vatnsleysuströnd fagnar vorkomu með eftirfarandi vísum. Lifnar þor og lyftist önd leysast sporin hríða. Himinborið, hlíð og strönd heilsar vorið blíða. Rökkurlindar líða frá ljómar strindi og ögur. Sólin tindum efstu á árblys kyndir fögur. Hulu gljáa innan í allt að sjá er vafið. Esjan há við himinský heggur í bláa trafið. Bjami Eggertsson á Eyrarbakka yrkir svo á fögmm vormorgni. Sá fer gleði mjög á mis og mun ei fá þess bætur, sem að aldrei sólarris sér um júnínætur. Að lokum þessa kveðju frá Rúnari Kristjánssyni á Skagaströnd. Þar með læt ég lokið spjalli legg ei meira á þig af kvöðum. Sittu heill á sæmdarpalli sérhvem dag á Eiríksstöðum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Læknaskop M vöggn til grafar í Heilbrigðisstofnun á Króknum Farandsýningin Hláturgas verður sett upp á tíu sjúkrahús- um víðsvegar um landið á árinu 2000 í boði lyfjafyrirtækisins Glaxo Wellcome á íslandi. Þriðji áfangi sýningarinnar var opnaður í Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki sl. föstudag 28. apríl og verður sýningin uppi þar til 20. maí nk. Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Glaxo Wellcome á íslandi opnaði sýn- inguna formlega og færði Heil- brigðisstofununni á Sauðár- króki fjölda eintaka af bókinni „Hláturgas”. Við opnunina flutti einnig Bjami Jónasson læknir og varaformaður Norrænna samtaka um læknaskop, erindi um hinar jákvæðu hliðar þessa fyrirbæris. Hláturinn lengir lífið, segir gamalt máltæki. Skrýtlur um lækna og skopmyndir frá sjúkrahúsum hafa löngum skemmt fólki, en það er fyrst nú á síðustu ámm að skilningur hefur vaknað á því að skop og gamanmál geta átt raunveruleg- an þátt í lækningum, létt lund sjúklinga og virkjað þann lækn- ingarmátt sem í líkamanum býr. Hláturtaugamar gegna ekki síð- ur mikilvægu hlutverki en á- þreifanlegri líffæri og er viðbú- ið að þáttur skopsins muni aukast á sjúkrahúsum og lækna- stofum í ffamtíðinni. Hláturgas er unnið í sam- starfi við íslandsdeild Nor- rænna samtaka um læknaskop (Nordisk Selskap for Medisinsk Humor) sem vom nýlega stofn- uð, þau fyrstu sinnar tegundar. Hér leiða þekktir innlendir og Starfsfólk og gestir við opnun sýningarinnar á fostudaginn. Bjami Jónasson læknir, sem margir Skagfirðingar kannast við, sýnir skopskyggnur. erlendir skopteiknarar og hag- yrðingar saman hesta sína. Á sýningunni er að finna fjölda skopteikninga eftir bæði inn- lenda og erlenda höfunda, en af íslenskum teiknurum má nefna Þorra Hringsson, Hallgrím Helgason, Brian Pilkington, Gísla Ástþórsson og Halldór Baldursson. Efnið er ýmist gamalt eða nýtt og unnið sér- staklega íyrir Hláturgasið. Jafn- framt hefur verið gefin út 80 síðna bók með skopteikningum, bröndumm, íslensku rímna- skopi og spaugilegum lækna- skýrslum sem dreift verður ó- keypis á þeim skjúkrahúsum þar sem sýningin verður. Leiðrétting Fyrirsögnin á grein Magnúsar Gíslasonar um Heklumótið í síðasta blaði Feykis klúðraðist herfilega og skal gerð þar bragarbót á. Fyrirsögnin átti að hljóða þannig: „Þar sem söngur sali fyllir”. Er beðist velverðing- ar á þessum mistökum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.