Feykir


Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 8
3. maí 2000,17. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Hitaveita í Torfalækj- arhrepp í sumar „Ef eitthvað verður til að gera þetta svæði verðmætara og búsældarlegra þá álítum við að það sé þessi framkvæmd og þetta skapar væntanlega líka aukna möguleika til atvinnu- sköpunar á svæðinu”, segir Er- lendur Eysteinsson bóndi og oddviti á Stónj-Giljá í Torfa- lækjarhreppi en hreppurinn leggur í stórframkvæmdir nú í sumar þegar lögð verður hita- veita á 12 lögbýli í hreppnum. Kostnaður hreppsins vegna þessara framkvæmda er áætlað- ur um 35 milljónir króna, eða vel á þriðja hundrað þúsund á hvem íbúa en þeir vom 95 1. desember síðastliðinn og hefur eitthvað fækkað síðan. Áður var búið að leggja hita- veitu á fimm lögbýli í hreppn- um, næst Reykjum við Reykja- braut þar sem borholur Hita- veitu Blönduóss em. Eftir verð- ur þá að koma hitaveitunni á fimm lögbýli og segir Erlendur á Stóm-Giljá að ófyrirséð að unnt verði að tengja þá að þessu sinni vegna fjarlægðar, en það eru Hjaltabakki og bæir ofan Laxár. Gert er ráð fyrir að unnt verði að tengja fyrmefnd 12 lögbýli hitaveitunni í haust. Hitaveita Blönduóss mun út- vega heitt vatn á umrædd býli og verður það afhent á sömu kjömm og til ibúa Biönduóss. Torfalækjarhreppur mun standa straum að framkvæmdakostn- aði utan þess að Hitaveita Blönduóss mun kosta uppsetn- ingu mæla, stýristrengs og teng- ingu við aðveituæð. Kostnaður Hitaveitu Blönduóss vegna þessara framkvæmdar er áætl- aður 1,7 milljón króna. Stórtónleikamir í Miðgarði Söngfólkið hálft þriðja hundrað „Við reiknum með gífurleg- um mannfjölda á stórtónleikana á laugardaginn. Það er talsvert síðan að borðapantanir fóru að berast og síðan em þetta svo fjöl- mennir kórar sem þama syngja, allt í allt hálft þriðja hundrað manns”, segir Þorvaldur G. Osk- arsson formaður Karlakórsins Heimis, en komin er hefð á það að Heimir og Rökkurkórinn standi fyrir stórtónleikum í Mið- garði á laugardegi í Sæluviku og eins og síðustu árin dugar ekkert minna en að halda tvær skemmt- anir, sú fyrri hefst klukkan 16 og síðan er líka sungið klukkan 21. Að sögn Þorvaldar em 60-70 manns í hverjum kóranna fjög- urra, en auk heimakóranna syngja Karlakórinn Fóstbræður og Samkór Suðurlands. Það er Ámi Harðarson sem er söng- stjóri Fóstbræðra og Jónas Ingi- mundarson undirleikari, en Sam- kór Suðurlands stjómar Skag- firðingurinn Margrét Stefáns- dóttir og Svana Víkingsdóttir annast undirleik. Eftir upphafsorðum Þorvalds að dæma ætti því fólk að huga að því með fyrra fallinu að útvega sér borð á dansleikinn í Miðgarði eftir tónleikana en þar leikur eins og jafnan Hljómsveit Geiimund- ar fyrir dansi. KJORBOK ^ ✓ Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki jslands V&& í forystu til framtíðar Utibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 Frá undirritun samstarfssamningsins, skólameistaramir Skúli Skúlason á Hólum og Jón F. Hjartarson á Sauðárkróki og Sveinbjöm Eyjólfsson stjórnarformaður Hestamiðstöðvar ís- lands og aðstoðamiaður landbúnaðarráðherra. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Áætlað að byrja kennslu í hestamennsku á næstu vorönn Nú fyrir helgina var undirrit- aður samningur um samstarfs- verkefni Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra á Sauðárkróki, Hólaskóla og Hestamiðstöðvar Islands um skipulagningu náms og kennslu í hestamennsku og reiðmennsku. Sveinbjöm Eyj- ólfsson stjómarformaður Hesta- miðstöðvaríslands og aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, sagði að fyrir 50 ámm hefðu sjálfsagt fæstir trúað því að í- þróttir ættu eftir að verða snar þáttur í námská skólanna, en í dag þætti það sjálfsagt mál. Sveinbjöm kvaðst vonast til að þetta skref sem stigið væri með þessum samningi, yrði vísir að öflugu námi í hestamennsku og reiðmennsku í skólum um land allt í framtíðinni. Stefnt er að því að FNV bjóði fram nám í hestamennsku og reiðmennsku í fyrsta sinn á vorönn 2001. Samstarfsverk- efnið felst fyrst í stað í þróun námsefnis til kennslu í gmnn- og framhaldsskólum. Við skipu- lagningu brautarinnar skal taka mið af hinu opinbera námskerfi íþróttahreyfingarinnar. Stefnt er að því að bjóða fram kennslu í fyrstu fjómm stigum knapa- merkjakerfisins þegar í upphafi, en innan þriggja ára verði öll fimm stigin í boði innan skól- ans. Samningurinn felur í sér að Hólaskóli leiði vinnu við þróun námsefnisins og leiti eftir sam- vinnu við búfræðsluráð og Átaksverkefni samtaka hesta- manna. FNV ræður kennara til brautarinnar og leggur til hús- næði og aðra aðstöðu til bók- legrar kennslu. Skólamir vinna sameiginlega að skipulagningu kennslunnar svo og kennslu- og prófmati. Hólaskóli leggur til sérþjálfaða hesta til verklegrar kennslu ef þörf krefur. Hesta- miðstöð Islands beitir sér fyrir byggingu á aðstöu til verklegrar kennslu á Sauðárkróki. Hestamiðstöð íslands styrkir verkefnið fjárhagslega og beitir sér ásamt Hólaskóla og FNV fyrir annarri fjáröflun til verk- efnisins. Aðilar skipta kostnaði í meginatriðum þannig að skól- amir fjármagna kennsluna, hestarhiðstöðin annan kostnað til verklegrar kennslu og átaks- verkefnið kennsluefni. TOYOTA VWV - tákn um gæOi ...bílar, tiyggiigar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, giafavara... BÓKABtJÐ BRYNJARS SUÐURQÖTU 1 SÍMI 453 5950 TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF. þegar mest á reynlrl

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.