Feykir


Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 1
lEE Y KIM 10. maí 2000, 18. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Það er gott að sleppa aðeins út úr kennslustofunum í góða veðrinu. Krakkarnir í einum yngsta bekknum í Arskóla í gönguferð.. Vorið fyrr á ferð en oft áður „Jú hér er orðið alveg snjó- laust og það lítur út fyrir að ætli að vora með fyrra móti þessa árið, þó þetta sé nú ekkert einsdæmi. Það var í byrjun níunda áratugar- ins sem snjóa leysti um svipað leyti og síðan man ég eftir vetri fyrir um þrjátíu árum að þá snjó- aði ekkert allan veturinn", segir Haukur Ástvaldsson á Deplum í Stíflu þeirri snjóþungu sveit. Aðspurður hvort að hann muni þá ekki láta bera úti þetta vorið, sagði Haukur að það yrði Alútboð í reiðhöllina Tilboðum hafnað Á fundi byggingarnefndar reiðhallar á Sauðárkróki í gær var ákveðið að hafha öllum Smm tilboðunum sem bárust í verkið. Sveinn Guð- mundsson sem sæti á í nefndinni segir að verið sé að leita annarra leiða frekar en að bjóða verkið út að nýju, en mönnum haii þótt tilboðin of há. K-Tak og Friðrik Jónsson sf. voru með langlægsta tilboðið í byggingu reiðhallar á Sauðár- króki, sem tekin verður í notk- un um næstu áramót, en verk- lok samkvæmt alútboði áttu að vera 15. nóvember næstkom- andi. Tilboð K-Taks, Knúts Aadnegaard byggingarmeist- ara, og Friðriks Jónssonar sf. var 74,6 milljónir. Þessir aðilar sendu einnig tvö frávikstilboð upp á 71,8 millj. og 86,8 millj- ónir. Önnur tilboð voru mun hærri. Toppurinn innflutningur ehf úr Reykjanesbæ bauð 108,9 milljónir, Guðlaugur Einarsson Sauðárkróki 134,8 milljónir, Miðvangur Egilsstöðum 160,8 milljónir og GR verktakar 351,1 milljón. ekki, þar sem að þá þyrfti að breyta allri aðstöðu og menn væru ekki að standa í svoleiðis- löguðu, síðan kæmu hlutir eins og haust- og vorrúningur inni í þetta og það var ekki lengur sú tíðin að bændur létu almennt fé ganga úti á sauðburði. „Hinsvegar er óska- staða að geta sleppt fénu út á tún fljótlega eftir að það er borið og það vonast maður til að geta gert núna", sagði Haukur á Deplum. Jón Benediktsson bóndi á Kleif á Skaga, á hinum jaðrinum í Skagafirðinum, segist varla muna eftir að svo snemma hafí vorað á Skaganum. „Ég held að annað eins vor hafi ekki komið síðan ég flutti hingað og það var um miðjan áttunda áratuginn. En það er vonandi að hann kólni ekki aftur eins og stundum hefur gerst", sagði Jón á Kleif. Ljóst er að ef fram heldur sem horfir munu bændur í Skagafirði og einnig í Fljótum bera á tún með fyrra fallinu. En í Fljótunum hefur það marg oft gerst að ekki hefur verið hægt að koma áburð- inum á túnin fyrr en um og eftir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Byggingarfélag eldri borgara í Skagafirði Slítur tengslum við Búmenn Búhöldar húsnæðissamvinnufélag stofnað Samtök eldri borgara sem standa fyrir byggingu íbúða á Sauðáhæðum á Sauðárkróki hafa slitið tengslum við Bygg- ingarfélagið Búmenn, sem stofnað var á landsgrundvelli til að byggja íbúðir fyrir aldraða. Skagafjarðarhópurinn sem sótti um lóðir fyrir Skagafjarðar- deiJd Búmanna hefur skilað inn þessum lóðum og fengið vil- yrði fyrir endurúthlutun á þeim í nafni Búhölda húsnæðissam- vinnufélags, sem þessir heima- aðilar hafa stofnað um bygg- ingar fyrir aldraða. Byggðaráð fundaði um málið með heimaaðilum er málinu tengjast í gær og urðu lyktir eins og framan greinir. Þórður Eyjólfsson forsvars- maður Búhölda húsnæðissam- vinnufélaga sagði að menn hefðu fengið sig fullsadda á samskiptum við móðurfélagið Búmenn syðra. Þrátt fyrir að ít- rekað hafi verið gengið eftir því að fá á hreint nauðsynlega hluti til að unnt yrði að hrinda fram- kvæmdum af stað, t.d. varðandi fjármögnun og teikningar, þá hafi ekkert gerst, og ljóst var að umsýsla fjármuna yrði öll syðra. Þórður sagði að menn hefðu einfaldlega séð að sínum málum yrði betur borgið með því að taka þau í sínar hendur og útibú Búnaðarbankans á Sauðárkróki ætlaði að veita all- ar nauðsynlegar lánafyrir- greiðslur og annast þessi mál, þannig að nú gæti hver og einn séð sína stöðu glögga, og lagt út í þessar framkvæmdir með fastan grundvöll. „Næsta skref verður að fá arkitekta og teiknara á staðinn og gerist það á laugardaginn kemur. Við erum bjartsýn á að ekki verði langt í það að hægt verði að bjóða verkið út", segir Þórður Eyjólfsson. Þórður segir að ] 2 aðilar séu ákveðnir í að byggja og fleiri fyrirspumir hafi borist. I sumar verður þó ekki hægt að byggja nema níu hús, eins og fjöldi lánsúthlutana segir til um, en það eru sex hjónaíbúðir og þrjáreinstaklingsíbúðir. Þórður segir að með hjálp góðra manna hafi verið gengið þannig frá málum að lánsút- hlutanimar hafi verið eyrna- merktar þessum byggingum, þó svo að á sínum tíma hafi verið sótt um þær af Skaga- fjarðardeild Búmanna. „Eg held að það sé alveg klárt að við förum af stað á þessu ári með byggingarnar, en að óbreyttu hefði það verið úti- lokað mál", segir Þórður Eyj- ólfsson. Reynir Ingibjartsson framkvæmdastjóri Búmanna er hinsvegar ekki sáttur hvemig málin hafa þróast og vill ná sáttum. Hann segir að aðilar í Skagafirði hafi ekki sýnt nægjanlega þolinmæði og vilji flýta sér um of áður en málin séu komn í viðunandi horf. Hann segir ekki rétt að Búhöldar hafi tryggt sér yfirráð lánsheimilda, þau séu ennþá hjá Búmönnum. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æ& bílaverkstæði SltJii: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 ^Bflaviðgerðir Ó Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.