Feykir


Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 3
18/2000 FEYKIR 3 Skagfirsk sveifla í dægurlagakeppni Mikið blómahaf og sigurgleði við verðlaunaafhendingina. Anna Sigríður Helgadóttir kynnir t.v. og Steinunn Hjartardóttir formaður Kvenfélags Sauðárkróks. Það var góður andi að vanda þegar blásið var til úrslita dæg- urlagakeppninnar í íþrótta- húsinu sl. fostudagskvöld. Gestir fjölmenntu og fylltu húsið og greinilegt var á and- rúmsloftinu að fólk var ákveðð að skemmta sér vel og eiga á- nægjulegt kvöld, námkvæm- lega sama stemmningin og verið hefur á úrslitakvöldum undanfarin ár, enda greinilegt að hjá stórum hóp er föstu- dagskvöldið að verða hápunkt- ur Sæluvikunar eins og hún var á Króknum og kemur í staðinn fyrir lokballið í Bifröst og sönginn í Græna salnum. Og gestimir komu víða að, enda vitað til þess að góð stemmning hafði myndast í kringum lagahöfunda og flytj- endur sem áttu lag í úrslitunum. Þannig komu hópar fólks skemmtilegra gesta frá Dalvík, Isafirði og að sunnan, og blönd- uðust Sæluvikugleði heima- manna á skemmtilegan hátt. Það var Steinunn Hjartardótt- ir formaður Kvenfélags Sauðár- króks sem setti samkomuna og bauð gesti velkomna um leið og hún fór nokkrum orðum að sögu dægurlagakeppninnar og hvem- ig hún hefði öðlast sess á síðustu ámm. Það var sýðan kynnir kvöldsins Anna Sigríður Helga- dóttir sem tók við, en dægurlaga- keppnin var að þessu sinni send út beint með milligöngu Úrvaps Norðurlands á Rás 2. Lofti var lævi blandið þegar fyrsta lagið var leikið, en það var „fram á rauða nótt” og stórsöngvaramir fris Kristinsdóttir og Karl Örvars- son sem sungu. Síðan rak hvert Iagið annað og féllu þau gestum vel í geð og höfðu eins og jafnan ýmsir orð á því að lögin núna væm með allra besta móti, og ennþá betri en í fyrra. Fyrr en varði var búið að leika öll lögin og þá tóku ýmiss skemmtiatriði við, Sveinrún Eymundsdóttir og Pál Szabó léku á alt flautu og fagott, Halldóra Sif Halldórsdótt- ir og Davíð Gill Jónsson íslands- meistarar í dansi sýndu listir sín- ar og Sverrir Bergmann og Brynjar Öm Elefsen sigurvegar- ar í Söngvarakeppni framhalds- skóla sungu sigurlagið. Eftir mátulega bið var síðan komið að því að tilkynna úrslitin. Sigurlagið reyndist vera það fyrsta sem flutt var „Fram á rauða nótt” og höfundar var Karl B. Örvarsson og Karl Kristinsen samdi textann, en bróðir lagahöf- undarins og nafni Karl Örvarsson söng ásamt ljóshærðri þokkadís. Fengu höfundar í verðlaun veg- lega ávísun, 75.000 krónur. Lag númer tvö var „Frægðarljós” eft- ir ungan Dalvíking Friðrik Ó. Hjörleifsson, sem söng ásamt Katrínu Sif Amadóttur. Þriðju urðu síðan Vestfirðingamir Mar- grét Geirsdóttir söngkona sem söng lagið. Verðlaun fyrir bestan flutning hlaut Harald Bull, Bandaríkjamaður sem söng 10. lagið í keppninni „Óskastund” á íslensku, og gerði það mjög vel þrátt fyrir að hafa einungis verið um eitt ár á Islandi. Dómur áhorfenda var að keppnin hefði verið mjög vel heppnuð og að skemmtuninni lokinni lék Hljómsveit Geir- mundar fyrir dansi. Reyndar er á- berandi hvað mörgum fannst lögin í keppninni að þessu sinni vera sveiflukennd, eiginlega um helmingur laganna, þar á meðal sigurlagið og lag númer þrjú. Fólk hafði á orði að þau væm „nokkuð Geirmundarleg” og kannski er það að verða þannig að lagahöfundar séu að reyna að höndla einhverja formúlu til að hafa meiri möguleika í Dægur- lagakeppni Kvenfélags Sauðár- króks, alveg eins og talað er um að svokölluð „júróvísjonfor- múla” sé nauðsynleg til að fólk eigi möguleika íþeirri keppni. Að þessu sinni komu lögin í dægurlagakeppnina alls staðar að af landinu. Það voru þó tvö lög eftir skagfirska höfunda sem komust í úrslit. Þau áttu Guð- brandur Guðbrandsson og Þor- steinn Gunnlaugsson, en báðir hafa þeir átt lög í úrslitum keppn- innar áður. Örvarssynir ásamt sínu fólki með ávísunina góðu. Myndir og aðstoð við umfjöllun: Arnar Halldórsson. Birna valinn besti nýliðinn Valur besti þjálfarinn Bima Eiríksdóttir Tindastóli var valinn besti nýliðinn í 1. deild kvenna á lokahófi körfuknattleiksmanna á Hótel Sögu sl. föstudagskvöld. Þá var Svavar Birgisson Tinda- stóli valinn í fimm manna úr- valslið deildarinnar og Valur Ingimunarson þjálfari Tinda- stóls varlinn þjálfari Epson- deildarinnar, eins og úrvals- deild karla hét liðinn vetur. Auglýsing í Feyki ber árangur Samvinnubókin og KS-bókin Tveir góðir kostir til að ávaxta spariíéð þitt I ■ KS bókin er með 5,50% vexti, bun sávöxtun 11,43% vinnubókin er með lausri bind ávöxtun 10,04%

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.