Feykir


Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 18/2000 „Það bara gleymist ef það er ekki ánægjulegt og skemmtilegt“ segir Ingvar Gýgjar Jónsson fyrrverandi byggingarfulltrúi „Það er nú býsna margt sem kemur í hugann þegar maður minnist þessa skemmtilega tíma í þessu fjölbreytta starfi. Það var vissulega gaman að fá tækifæri að kynnast þessu ágæta fólki á öllu Norðvest- urlandi, en mitt stafssvæði náði lengst af yfir þessar fjórar sýslur, Skagafjörð, Húnavatnssýslur og Strandir. Ég held ég hafi komið á alla bæi þar sem einhverjar bygginarframkvæmdir áttu sér stað, og líklega hefur eitthvað verið framkvæmt á öllum jörðum á þessu svæði. Það var gaman að verða vitni að þessari framkvæmdagleði hjá fólkinu og gistrisninni allri sem var svo stórkostleg . Mér finnst að samskiptin hafi verið ánægjuleg við alla, því það er nú yfirleitt þannig með þess- ar örfáu undantekningar, að það bara gleymast ef það flokkast ekki undir að vera ánægulegt eða skemmtilegt. Og núna þegar ég er hætt- ur þá finnst mér náttúrlega sérstaklega ánægjulegt að jafn ágætur maður og Jón Öm Bemdsen, sænsk menntaður verkfræðingur, skuli taka við starfi mínu. Það er líka full ástæða til að þakka honum gott samstarf þann tíma sem við höfum unnið saman og óska honum vel- famamaðar”, segir Ingvar Gýgjar Jónsson sem lét af starfi bygging- arfulltrúa Skagafjarðar og áður alls Norðurlands vestra, 1. apríl sl. eft- ir að hafa gengt þessu starfi í rétt rúm 40 ár. „Ég tók við starfinu 1. júlí 1959 og var þá búinn að vinna við trésmíðar um nokkurn tíma. Þar af tvö sumur út um sveitir, en síðan í Reykjavík og í radar- stöðvunum, hjá sambandsfyrirtækinu Regin hf., og var þar í nokkur ár. Þar á meðal á Straumnesfjalli vestur við Aðal- vík á Homströndum.” Og var ekki ævintýraleg að vera þar? „Jú jú það var útilega, ég fór ekki af staðnum einu sinni í sjö mánuði, frá því í byrjun september 1955 þar til í byrjun apríl árið eftir. Þegar ég lít til baka þá finnst mér að það hafi nú verið nokkuð hrikalegt að vera þarna að vetrinum. Þetta voru ákaflega sérstakar aðstæður, og við tókum að okkur fimm „vaktina” svokölluðu að vera þarna yfir jólin og áramótin. Við vorum þama við gæslu- og eftirlitsstöif á annan mánuð og því fylgdi m.a. að annast viðhald á húsum s.s. vegna skemmda af orsökum veðurs, en þama uppi gat veðurhæð orðið mikil og alltaf var eitthvað að fjúka. Já það má segja að í einum veðurhamnum hafi rnunaði litlu að við fykjum allir. Þarna var ráðskona sem sá um mat fyrir okkur. Hún slasaðist reyndar á leið- inni út til okkar og það var ekki hægt að sækja hana vegna veðurs fyrr en eftir áramót. Það var á leiðinni frá Hnífsdal í óvenju slæmu veðri sem óhappið varð og það gerði sér enginn grein fyrir því, og hún ekki sjálf heldur, hvað hún var rnikið slösuð. Hún var sett í land á Látr- um og var flutt upp á fjall eins og aðrir. Ingvar Gýjar stundaði nokkra vetrarparta nám í endurmenntunardeild Háskóla íslands. Hér er hann að legga upp í eina slíka ferð suður. Ingvar Gýgjar segist vera hlaðinn störfum þó svo að hann sé formlega hættur að vinna. Hér er hann að grúska á bókaloftinu. Allir héldu að hún væri handleggsbrot- inn, en þegar hún komst loksins undir læknishendur eftir tæpan mánuð, þá var hún úr axlarlið.” - En þegar þú varst að byggja á Gilsbakka fyrir Hjörleif Jónsson, var það ekki þá sem hann orti greinargerð með umsókn þinni til ráðuneytisins um leyfi til jeppakaupa. Og þar koniu m.a. fyrir þessar gullvægu setn- ingar. „Fork og reku frá sér þeytti og fram í dali á sprettinum”? „Ég var í hálfan mánuð á Gilbakka við að byggja og það var nokkuð síðar sem Hjörleifur orti þessi áhrínisorð og ég kallaði hann alltaf kraftaskáldið eftir þetta, því ég fékk veitingu fyrir svoköll- uðum jeppa, sem að voru nú kallaðar landbúnaðarbifreiðar á þessum tíma, en hann sýndi fram á það í sínu ljóði að ég ynni fýrir bændur.” - Fjörutíu ár eru talsverður tími í starfi. Hvað einkennir þennan tíma að þínu mati? „Breytingar miklar. Þegarég byrja þá var mitt starfssvæði, frá Geirólfsgnúp í vestri að Sauðanesi við Siglufjörð, þá voru öll þorp meðtalin nema ekki lög- giltir verslunarstaðir. En þá var nú reynd- ar byggingarreglugerð einfaldari og minni en hún er í dag. Nyrst á Ströndunum fór ég vestur að Dröngum í Ameshreppi, norður undir Geirólfsgnúp, en það var allt komið í eyði þar fyrir norðan. A Dröngum bjó þar þá sá landsþekkti maður Kristinn Jónsson sem síðast var í sjónvarpinu bara í gær eða fyrradag. Þangað fór ég oftar en einu sinni og alltaf á bát frá Hólmavík eða Kaldraðanesi, og fórum þá á Gjögur eða Ingólfsfjörð. Það voru bændur á Ingólfsfirði sem ráku þennan bát, bræðumir Gunnar og Ingólfur Guð- jónssynir og með þeim var oft einn á- gætur maður sem flutti nú hingað síðar og er látinn fyrir nokkmm ámm, Benja- mín Jónsson frá Seljanesi seinna bóndi á Stóm - Reykjum í Fljótum og var bróð- ir hann Kristins á Dröngum. Það var mikið ágætis fólk þama. Þama var mað- ur ferjaður á bát á milli fjarða og staða og verkefni manns þá var fyrst og fremst að staðfesta og gefa út vottorð til Teiknistofu landbúnaðarins, svo að menn fengju lán út á byggingamar. Eft- irlit með framkvæmd bygginga á þeim ámm var ákaflega lítið. Starf byggingarfulltrúans á þessum tíma var ákaflega sérstakt og það var krefjandi að því leyti að maður var eins og sjómaður, ekki heima kannski í allt að mánuð þegar maður fór vestur, þannig að heimilishaldið lenti allt á konunni. Ég var burtu yfir sumarið meira og minna.” - Hvernig fór þá með heyskapinn og búið á Gýgjarhóli? „Faðir minn og mín fjölskylda sá um það. Ég var lítið við búskap sjálfur, ég var „búskussi” alla mína tíð. Þetta lenti allt á konunni og mínu fólki, bróðir minn Jón var þama heima yfir sumarið. Þá var hann menntaskólakennari á Akureyri, var þar í allmörg ár.” - A árum áður var nú kannski ekki eins mikill skilningur hjá mönnum að byggingar væru gerðar til framtíðar og maður hefur heyrt dæmi þess að menn vildu gjarnan spara svolítið og fannst ekki þörf á því að fara ná- kvæmlega eftir teikningunum. Varstu var við þetta? „Já það kom ákaflega oft fyrir sem eðlilegt er að framkvæmdaraðilinn, byggjandinn, sá sem átti að kosta bygg- inguna, að hann hafði aðra skoðun á framkvæmdinni og málinu heldur en sá teiknaði eða hannaði, bæði hvað varðaði burðarþol, útlit og fleira. Smekkur manna er misjafn. Þá vom nú ekki ákaf- lega margir í þeiiri löggiltu stétt sem nú er og heita arkitektar, en það má segja að þeir hafi „löggiltan smekk”. En jjeir sem voru að byggja töldu sig meiga ráða töluvert útliti og burðarþoli og fleim, þannig að það komu oft upp athyglis- verðar, lærdómsríkar og sérstaklega skemmtilegar umræður. Sem betur fór vom ekki oft stór deilur um þessi atriði, en nokkur málaferli risu þó og tóku sum nokkúr ár. A þessum fyrstu ámm mínum í starf- inu um og upp úr 1960, urðu rniklar breytingar og framfarir á flestum svið- um. Það varð bylting, ég held að sé hægt að orða það þannig. Allt stækkaði, vélar stækkuðu og byggingar þar með, túnin stækkuðu og búin stækkuðu. Þeir sem vom með verkstæðisbyggingar og bygg- ingar sem vom háðar þessum iðnaði, þar var gjörbreyting líka.”

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.