Feykir


Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 5
18/2000 FEYKIR 5 Hjalti Pálsson lætur af starfl í Safnahúsinu eftir nær ald arfjórðung. Hjalti hættir í Safnahúsinu Hjalti Pálsson, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns Safnahúss Skagfirðinga frá ár- inu 1976, hefur sagt starfi sínu lausu og er ástæða þess um- fangsmikið starf við ritun og ritstjóm Byggðasögu Skagfirð- inga. Hjalti var bókavörður við Héraðsbókasafn Skagfirðinga frá 1976 til 1990 en tók við staifi Héraðsskjalavarðar árið 1990 af Kristmundi Bjamasyni á Sjávarborg. Nú í maíbyrjun var gengið formlega frá starfs- lokum Hjalta við Safnahúsið og Unnar Ingvarsson, sem gegnt hefur starfi skjalavarðar við héraðsskjalasafnið frá 1995 hefur tekið við forstöðu skjala- safnsins og Safnahússins. Aðspurður kvað Hjalti ým- islegt hafa breyst á þessum tæpa aldarfjórðungi „Þegar ég kom hingað til starfa haustið 1976 var nýbúið að gera bóka- vörsluna að heilu starfi. Þá var Héraðsskjalasafnið opið 6 stundir í viku. Sumir áttuðu sig ekki almennilega á því hvað ég væri að dútla þarna allan dag- inn, héldu helst að ég væri að lesa bækumar. „Þú ert alltaf að grúska”, sögðu menn, en sum- ir vom bara svo hreinskilnir að spyrja beinlínis hvað ég væri að gera á daginn þegar ekki var verið að lána út bækur. Ég svaraði þá stundum með annarri spumingu. „Hvað ger- ir bóndinn þegar hann er ekki að gefa rollunum.”? Mér fannst ég hafa nóg að gera við umsjón með bókasafninu og Safnahúsinu, bæði sem hús- vörður og framkvæmdastjóri. Lengi vel hafði ég einnig öll fjármál safnanna, launagreiðsl- ur og bókhald. Árið 1976 taldi bókasafnið um 12-13 þúsund bindi, en nú hefur það meira en tvöfaldast að umfangi. Staða héraðsskjalavarðar var fyrst gerð að fullu starfi árið 1990 og þá var þar jafnframt flutt af effi hæð Safnahússins niður í norðurendann niðri og fékk það þá miklu betra rými og eldtrausta skjalageymslu Ég tók við starfi héraðs- skjalavarðar sumarið 1990, en árið 1995 var ráðið að hefjast handa við undirbúning að Byggðasögu Skagafjaðrar og þá fékk ég leyfi frá störfum á skjalasafninu til að ritstýra því verki. Þá var Unnar Ingvarsson frá Sólheimum í Svínadal ráð- inn aðstoðamaður minn við skjalasafnið til að sinna allri daglegri starfsemi, en ég var þar skjalavörður áfram að nafninu til allt þangað til nú í fýrir nokkmm dögum að geng- ið var formlega frá starfslokum mínum þar.” - Ég þarf víst ekki að spyrja hvað sé þá framundan? „Byggðasagan er svo krefj- andi og umfangsmikið verk- efni að ég varð að losna alfar- ið frá Safnahúsinu til að sinna henni. Eins og margir vita kom fyrsta bindið út fyrir síðustu jól og nú er ég kominn á skrið með 2. bindi sem áætlað er að komi út fyrir jólin 2001. Þar verður fjallað um Staðarhrepp og Seyluhrepp og nú er ég þessar vikumar að skrifa mig fram á Langholtið.Ég fer á hverja einustu jörð, oft á sum- ar, og leita upplýsinga hjá ábú- endum eða öðmm staðkunnug- um, tek myndir og reyni að kynna mér landið. Svo þarf ég að ganga nokkrar ferðir í Stað- arfjöllin í sumar og leita selja og fornbýla. Ég er með dellu fyrir seljum”, sagði Hjalti að endingu. - Og var ekki gaman að koma á bæi og ræða við fólk um þessar breyt- ingar og væntingar sem menn höfðu vegna þessara tækniframfara? „Jú virkilega, það var alveg stórkost- legt oft. Það má samt segja að á þessum tíma, a.m.k. fyrstu tíu - tuttugu árin, að lítið breyttist hjá mér í starfinu. Þannig að til að sinna því þurfti maður miklu lengri tíma en svokalla dagvinnu, en eft- irvinna var þá ekki til í þessu starfi. En það var ýmislegt byltingarkennt sem átti sér stað varðandi vélar og framkvæmdir á þessum tíma. Það sem var búið að ráð- leggja, og þær teikningar sem við vomm búnir að fá frá hönnuðunum, að þær voru innan fárra ára orðnar úreltar. Með- al annars vegna þess að búin stækkuðu, vélarnar stækkuðu og þær komast ekki inn í húsin. Þá þurftu húsin að breytast og þá voru stundum ákaflega skemmti- legar umræður, ákveðnar skammir á hönnuði, lánastofnanir og aðra, og eftir- litsmanninn líka, en það var nú yfirleitt vinsamlegt, eins og reyndar öll samskipti við byggingamefhdimar í hveijum hreppi, en starfið hvfldi mikið á formönnum þeirra. Og það kom fyrir að maður var spurður að því af bóndanum sem þá var búinn að byggja fyrir fjórum árum, eða kannski ekki nema tveimur, þegar hann krafði mann að koma á staðinn og skoða húsin: „Þessa teikningu léstu mig hafa og það em tvö ár síðan. Nú keypti ég vél í vor og hún kemst ekki inn til að moka húsið. Hvers konar þjónusta er þetta?” Ég kom þessum skilaboðum að sjálf- sögðu til hönnuðinna og til lánastofnun- arinnar. Þannig að ég held að hinn almenni bóndi, framleiðandi og framkvæmdarað- ili, að hann hafi oft á tíðum ekki verið seinni að taka við sér og taka upp nýjar aðferðir heldur en hönnuðurinn.” - Manstu eftir einhverju skemmti- legu dæmi þessu tengdu, þegar menn voru kannski að hanna hlutina sjálfir? „Jú jú mörgum sjálfsagt. Hvað stend- ur upp úr í augnabliknu er ég ekki með alveg á takteinum. Þó minnist ég þess að Strandamenn, bændur í Strandasýslu, vom hvað fyrstir manna að byggja svo- kallaðar flatgiyfjur, með súrheysgeymsl- um þar sem hægt var að koma vélum að. Það fyrsta sem ég sá hjá þeim var að gömlum húsum var breytt, á tveimur bæjum þannig að bændumir gátu notað vélamar til að færa heyið inn í votheys- geymslumar og taka það líka þaðan út, ákaflega nýstárlegt. Ég held að Stranda- menn hafi verið forgöngumenn þessar- ar heyverkunar. Þessi tækni mddi sér til rúms vítt um land en síðan kom allt í einu ný tækni sem gerði þessa verkun úr- elta. Það var þegar menn fóm að pakka heyinu í plast, rúllubaggatæknin. Allt í einu vom hlöður eiginlega orðnar óþarf- ar, eða það þurfti a.m.k. miklu minni geymslur fyrir heyið en áður. Byltingin kom svo snögglega, að þetta var svolítið sláandi fyrir þá sem vom kannski nýbúnir að byggja háa tuma, stórar flatgryfjur eða þurrheys- hlöður.” - A hvaða tímahli heldurðu að hafa verið mest byggt á svæðinu? „Ég býst við að það hafi verið á ámn- um 1960 - ‘80. Þá má segja að eitthvað hafi verið byggt á hverri einustu jörð í sumum hreppum. Égfullyrði að Teiknistofan hafi veitt ágæta þjúnustu til bænda um tíðina. Það verður að segjast eins og er að þar hafa verið miklir og ágætir hönnuðir, og á- gætir menn sem þar stjómuðu, s.s. Þórir Baldvinsson sem var forstöðumaður teiknistofunnar íyrstu árin mín og síðan tók Ólafur Sigurðsson við og síðan Gunnar Jónasson sem ennþá er starfandi í greininni. Þá má ekki gleyma burðar- þolshönnuðinum Sigurði Sigvaldassyni verkfræðingi, en hann er sá maður sem unnið hefur það stórkostlega þrekvirki að teikna burðarþolsteikningar líklega í flestallar byggingar á lögbýlum á íslandi, sem að byggðar voru á 30-40 ára tíma- bili”, sagði Ingvar Gýgjar Jónsson í lok þessa spjalls síns við blaðamann Feyk- is. Utboð Vatnsveita Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í gerð vatnstanks fyrir vatnsveitu Hofsóss. Tankurinn verður byggður í landi Engihlíðaf um 5 km ofan við Hofsós. Helstu magntölur: Jarðvinna 1200 m3 Steypumót415 m2 Bendstál 5250 kg Steinsteypa 72 m3. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2000. Útboðsgögn verða seld á kr. 5000 hiá Stoð ehf. verkfræðistofu. Aðalgötu 21, Sauðárkróki frá og með fimmtudeginum 11. maí. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Vatnsveitu Skasafjarðar Borgarteigi 15 Sauðárkróki kl, 11,00 föstudaginn 26. maí 2000. Veitustjóri. Bændur athugið! Vorum að fá mikið úrval af landbúnaðarvörum s.s. dráttarvélasætum, vinnuljósum, vinnuvéladekkjum, rafgeymum og gúmmístígvélum á mjög góðu verði. Við eigum einnig til smursíur í flestar gerðir bíla og vinnuvéla. Heyvinnslutæki frá Fransgárd í Danmörku til á lager. Komið og kynnið ykkur úrvalið hjá okkur. Starfsmenn Bílabúðar KS Freyjugötu 7-9 Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.