Feykir


Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 7
18/2000 FEYKIR 7 Harmonikkuunnendur í Rcvkiavík Efna til vorferðar í Skagaflörð Vorferð Félags harmon- ikkuunnenda í Reykjavík verð- ur að þessu sinni í Skagafjörð og verður hún á laugardaginn kemur, 13. maí. Tilgangur ferðarinnar er m.a. að heim- sækja og kynnast Félagi harm- onikkuunnenda í Skagafirði, með tónleikum og dansleik í Argarði í Lýtingsstaðahreppi. Hópurinn ífá FHUR telur milli sextíu og sjötíu manns og gist- ir hann á Löngumýri, Lauftúni, Húsey og víðar. Allir þátttakendur hafa með sér hangikjöt, sem neytt verður í Árgarði kl. 19 á laugardags- kvöldið, en FHUR bíður með- læti sem harmonikkuunnendur í Skagafirði sjá um að elda í Argarði fyrir gestina. Vonandi sjá einhverjir harmonikkuunn- endur í Skagafirði sér fært að taka þátt í þessu sameiginlega borðhaldi, segir í tilkynningu fráFHUR. Tónleikar hefjast síðan kl. 21, þar sem ungir og eldri fé- lagar í FHUR auk gestgjafanna eiga sinn fulltrúa. Dansleikur verður að loknum tónleikunum og vonast harmonikuunnendur eftir að sjá sem flesta. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu Honda XBR 500 mótorhjól, blátt að lit. Upplýs- ingar í síma 453 5775 eða að Hólvegi 19. Jóhanna Húsnæði óskast! Þriggja manna fjölskylda óskar eftir að taka á leigu hús- næði á Sauðárkróki frá 1. eða 15. ágúst. Ömggar greiðslur. Vinsamlegast hafið samband við Kára eða Ester í síma 453 8135 eða 855 2269. AVIS Bílaleigan Sauðárkróki, sími 899 8631. Pétur Einarsson lögmaður Þrír efstu nienn í Islandsgöngunni 35 - 49 ára. Birgjr Gunn- arson T. seni sigraði fyrir miðju, Haukur Eiríksson til vinstri A. og Þórhallur Asmundsson T. L h., sem varð þriðji. + Þökkum innilega samúð við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu Margrétar Guðmundsdóttur Raftahlíð 23, Sauðárkróki Jens Kristjánsson Sigríður Jensdóttir Emil Hauksson Guðmundur Jensson Sigríður Stefánsdóttir Erlingur Jensson Line-Maria Hansen og barnabörn. átti að þessu sinni Engilráð M. Sigurðardóttir á Sauðárkróki: Vermir sólin völl og mela, vorið er á leiðinni. Ekki lengur fannir fela fjalldrapann á heiðinni. Bestu Drangeyjarvísuna að mati dómnefndar átti svo Pálmi Runólfsson frá Hjarðarhaga þar sem hann höfðar til sögunnar og tilfinninganna: Biskupi tókst björg að signa, bað um náð sem miklu varðar. Alltaf verður eyjan tigna aðalsmerki Skagafjarðar. Að endingu vil ég fyrir hönd Safnahússins á Sauðárkróki þakka öllum sem lögðu sitt til þessarar skemmtunar og fomu þjóðaríþróttar. Vísnakeppnin hefur nú skapað sér hefð í byrj- un Sæluviku og verður vonandi áfram um ókomna tíð. Sveinn S. Pálmason á Sauðárkróki lét fljóta með til okkar nokkrar fal- legar hendingar utan dagskrár. Fer vel á að ljúka þessari um- fjöllun með þeirri vísu. Að ellikvíða geri grín, gleðin tíður draumur, Áfram líður ævin mín eins og blíður straumur. Hjalti Pálsson. Birgir sigraði í göngunni Skíðavertíðinni lauk um síð- ustu helgi þegar fram fór síðasta skíðagöngumót vetrarins, Fossavatnsgangan á ísafirði, en það er ævinglega lokapunktur vertíðarinnar og jafnframt úr- slitaviðureignin í svokölluðum Islandsgöngum. Fossavatnsgangan á sér mikla sögu er um 60 ára gömul og er gengið inni á fjöllunum við ísfafjörð, ffáFossavatni nið- ur á Seljalandsdal þar sem gangan endar. Þetta var ljórða íslandsgang- an í vetur, en ein gat ekki farið fram sökum snjóleysis, Hóls- gangan sem fara átti fram á Siglufirði. Sum úrslit urðu sam- kvæmt bókinni en önnur ekki. Þannig sigraði Krisjtán Rafn Guðmundsson í elsta flokknum, 50 ára og eldri og kom það ekki á óvart. í flokki 35-49 ára stóð Islandsmeistarinn Haukur Ei- ríksson besta að vígi fýrir göng- una en það var Birgir Gunnars- son Tindastóli sem gerði sér lít- ið fyrir og sigraði og tryggði sér einnig sigur í samanlögðu í flokknum. í yngsta flokknum 17-34 ára sigraði Ólafur Th. Ámason fsafirði, og Stranda- mennimir tveir komu næstir, Birkir Stefánsson og Ragnar Bragason. Sauðárkróki, sími 899 8631. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir seðlinum með áskriftargjaldinu. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaíjörður Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. AthugiðH Vantar 11 manns sem vilja missa 10 kíló eða meira á næstu mánuðum!! Frí sýnishorn! Hringdu núna í síma 552 4513. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skiptið fyrir öll. Eg missti 7 kg. á fimm vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Helma & Halldór sími 557 4402 og 587 1471. grima@centrum.is Vorgalsi í Skagafirði Harmonikkudansleikur í Árgarði laugardaginn 13. maí Tónleikar kl. 21,00. Dansleikur kl. 22,00. Dönsum inn í bjartari tíma með Harmonikkuunnendum í Reykjavík og Skagafirði, sem sjá um að dansgólfið kólni ekki. F.H.U.R. F.H.U.S.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.