Feykir


Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 1
KIR 17. maí 2000, 19. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Betur fór en áhorfðist í óhappi er átti sér stað við Vesturós Héraðsvatna sl. föstudag. Ökumaður dráttarvélar, á leið úr Hegranesinu, varð fyrir því að missa skyndilega niður gál- gann á ámoksturstækjum vélarinnar. Framendi vélarinnar lyftist upp, nokkuð magn af glus- sa spýttist á veginn, og vélin snérist stjórnlaus á veginum og rann undan hallanum út af veg- kantinum og líklega hefur það orðið til happs að vélin stöðvaðist nánast á bakka Vatnanna, að vagn aftan í henni dró nokkuð úr ferðinni. Vel gekk að koma vélinni upp á veg að nýju. Framkvæmdir hjá Kaupfélagi Skagfirðinga Úrbætur á sláturlínu og nýtt bílaverkstæði Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga fyrir nokkru kom fram að helstu fram- kvæmdir hjá félaginu á þessu ári verði endurbætur á aðstöðu til sauðfjárslátrunar í sláturhúsi félagsins og stefnt sé að því að hefja byggingu nýs bflaverkstæðis er rísi á nærliggjandi lóð sunnan raf- magnsverkstæðis í iðnaðar- hverfinu. Lengi hefur nokk- uð verið á reiki hvað varðar ákvörðun um byggingu bfla- verkstæðis en á fundinum kom fram að nú lægi fyrir ákvörðun um að ráðist yrði í þessa framkvæmd. Á fundinum var nefnt að áætlað væri að 20-25 milljónir króna færu í endurbætur slátur- línunnar, en þar sem hönnun bflaverkstæðis væri ekki lokið, sé ekki ljóst hvað sú fram- kvæmd muni kosta. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sagði að menn væru þó ekki að tala um eins dýra og mikla fram- kvæmd og áður var uppi á teikniborðinu. Stefán Guðmundsson stjóm- arformaður KS sagði ljóst að ekki yrði lengur hjá því komist að bæta aðstöðuna við bflavið- gerðirnar. Það væri ekki hægt að bjóða iðnaðarmönnum það að vinna við stærri bifreiðir þyrftu að hluta að fara fram utan dyra í hvaða veðri sem er allan ársins hring. Grásleppuveiði frá Haganesvík Fjórar trillur gerðar út og veiðin góð Fjórar trillur eru gerðar út á grásleppuveiði frá Haganesvík nú í vor og eru það sömu aðilar og stundað hafa veiðarnar undanfarin vor. Veiðin á ár fór nokkuð vel af stað og er útlit á að afrakstur geti orðið bæri- legur. Vegna lágs verðs á grá- sleppuhrognum eru karlarnir með mun færri net í sjó en undanfarin ár og segjast ekki sækja veiðarnar nema af hál- fum krafti miðað við það sem áður tíðkaðist. Skömmu eftir að vertíðin hófst var grafið frá bryggjunni í Haganesvík. Þarf að ráðast í það verk a.m.k. annaðhvert ár til að trillurnar geti legið við bryggj- una. Árlega skolar miklum sandi og möl að bryggjunni og því er nauðsynlegt að dýpka við hana, að öðrum kosti myndu bátamir standa á þurru við bryggjuna þegar lágsjávað er. Af grásleppuveiðinni er það að frétta að aflabrógð hafa verið ágæt þetta vorið. Skagabændur eru til að mynda að gera sína bestu vertíð í mörg ár. Þar em tvö úthöldin komin yfir fimmtíu tunnur og aðrir um og yfir þrjátíu, sem þykir ágæt veiði. ÖÞ. Flöskuskeyti finnst á Skaga Flöskuskeyti fannst á Skaganum 8. maí sl. Arný Ragnarsdóttir húsfreyja á Mallandi fann það á sjávar- bakkanum við veginn að fjár- húsunum. Var það í plast- flösku undan ávaxtasafa og orðið mjög máð þannig að ógjömingur reyndist að lesa það sem á því stóð, en Unnar Ingvarsson á Héraðsskjala- safni Skagfirðinga gat með sínum aðferðum framkallað letrið og reyndist flöskuskeyt- ið vera frá breskum manni. Var það sett út við strendur Noregs 6. ágúst 1998 lfldega úr skemmtiferðaskipi. I skeytinu var beðið um að Árný Ragnarsdóttir á Mal- landi með flöskuskeytíð. finnandi mundi tilgreina hvar og hvenær skeytið kæmi í leit- imar og Amý kveðst ætla að svara þó svo að heimilisfang sendandans sé frekar ógreini- legt. „Það er gaman að þessu, en þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem flösku- skeyti finnst á Mallandi. Tengdasonur minn fann eitt fyrir 10-12 árum en ég held að hann hafí ekki gert neitt með það", sagði Árný. Svo virðist sem nokkuð sé um að sendingar sem þessar komi á Skagann. Þannig fann Rögnvaldur bóndi á Hrauni flöskuskeyti skammt frá vit- anum nokkru fyrir 1990. Reyndist það skeyti vera alla leið frá Nýja - Sjálandi. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIFARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA jfXI bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmunáargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 JfcBílavidgerdir $$ HJólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.