Feykir


Feykir - 17.05.2000, Síða 2

Feykir - 17.05.2000, Síða 2
2 FEYKIR 19/2000 Blönduósingar ætla að gera út á hvalaskoðun og siglingar Blönduósingar ætla að fara að gera út á skemmtisigl- ingar á Húnaflóa og um ná- grennið. Nýlega var keyptur sómabátur frá Isaíirði sem þar var notaður í sjóferðir og skemmtisiglingar og getur tekið 15 manns um borð. Kiddý IS 97 heitir hann en við komuna til Blönduós verður nafni hans breytt í Kópur HU. Hiutafélagið Sæheimar hef- ur verið stofnað um reksturinn og stendur hópur manna að því. Ætlunin er að bjóða upp á hvala- og selaskoðunarferðir auk sjóstangaveiði, en einnig em ýmsir aðrir möguleikar s.s. ferðir á Strandir, sem verða án efa boðið upp á sem og ævin- týraferðir um Húnaflóann sem býr yfir óendanlegri dulúð og töfmm, þannig að það ætti að vera ýmislegt sem verður fyrir stafni hjá Kópi og þeim Sæ- heima-mönnum í sumar, en þar er aðallega í forsvari Hans Vil- berg Guðmundsson. Að sögn forsvarsmanna Sæ- heima verður þó íyrsta rekstrar- árið fyrst og fremst notað til kynningar, en það er ætlun þeirra sem að rekstrinum standa að láta ferðaáætlanir standast sem allra best. Atli Már Óskarsson kennari við grunndeild tréiðna, Jón F. Hjartarson skólameistari og Björgvin Sveinsson stjórnar- maður í Iðnsveinafélagi Skagafjarðar. Iðnsveinar gefa FNV trésmíðavél Ákveðið að gera úttekt á félagsheimilum í Skagafirði Félagar í Iðnsveinafélag Skagafjarðar héldu nýlega upp á 35 ára afmæli félagsins. I til- efni tímamótanna var ákveðið að gefa Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra vandaða tré- smíðavél, en fyrir liggur á- kvörðun um að verkleg kennsla við tréiðn verður við skólann næsta vetur. Við afhendingu gjafarinnar gat Björgvin Sveinsson stjóm- armaður í Iðnsveinafélaginu þess að félagsmenn væm stolt- ir að því að geta stutt við iðn- kennslu í Fjölbautaskólanum, enda veitti ekki af að styðja við námsframboð í heima- byggð. Björgvin færði fram óskir um að fleiri aðilar sæju sér fært að stuðla að uppbygg- ingu skólans. Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd Skagafjarðar hefur farið að tillögu Asdísar Guðmundsdóttur formanns nefndarinnar um að láta gera úttekt á félagsheimilum í Sveitarfélaginu Skagafirði. Skoðaður verði rekstur þeirra, nýting, viðhaldsþörf og möguleikar í framtíðinni. Leitað verði til Atvinnuþró- unarfélagsins Hrings um framkvæmd úttektarinnar. í greinargerð með sam- þykkt nefndarinnar segir að í Sveitarfélaginu Skagafirði séu níu félagsheimili. Sveit- arfélagið er stærsti eignarað- ilinn að þeim öllum, en auk þess eiga ýmiss félagasam- tök hlut í þeim. Mjög mis- munandi er hvernig nýtingu í rekstri og viðhaldi félags- heimilanna er háttað og í hvernig ásigkomulagi þau eru. Sum eru í mikilli notkun á meðan önnur eru nánast ekkert nýtt og önnur þarfnast mikils viðhalds en önnur ekki. Tilgangurinn með end- urskoðun þessari er að fara ofan í saumana á rekstri, nýt- ingu og kanna viðhaldsþörf félagsheimilanna. Leggja skal áherslu á að finna ný og aukin verkefni fyrir heimilin og auka notkun þeirra með aukna hagkvæmni og sparn- að í huga. Á fjárhagsáætlun fyrir árið 2000 eru 10 ntilljónir settar í rekstur félagsheimila og er það fimmtungur þess fjármagns sem fer í menn- ingarmál á árinu úr sveitar- sjóði Skagafjarðar. Vontónleikar kammerkórsins Vortónleikar Skagfirska Kamm- erkórsins verða í Hóladóm- kirkju, mánud. 22,maí, kl.21. Skagfirski Kammerkórinn var formlega stofnaður um síðustu ára- mót og má því segja að þetta séu fyrstu opinberu tónleikar hans. Hann er skipaður vönu kórfólki úr héraðinu og telur tuttugu manns. Kórinn hefur nú á vordögum lagt áherslu á kirkjulega tónlist og er nokkuð ömggt að margt að því sem flutt verður á tónleikunum hefúr aldrei heyrst í Skagafirði fýrr. Efnisskráinerfjölbreytt. Þama má finna íslenska sálma og sálma- skáld og einnig verður erlent eíhi á boðstólnum. Sr. Dalla Þórðardótt- ir mun kynna hvem sálm fyrir sig. Stjómandi kórsins er Sveinn Amar Sæmundsson og einsöngv- arar verða Haukur Steinbergsson, Þun'ður Þorbergsdóttir og Signður Elliðadóttir. Undirleik á orgel ann- ast Stefán R. Gíslason. Grunnskólinn á Hofsósi Nýstárleg fjáröfl Laugardaginn síðasta, 13. maí, fóm nemendur Gmnnskólans á Hofsósi óhefðbundnar leiðir til að afla tekna í ferðasjóð. Nemendur tóku sig til og buðu full- orðnu fólki upp á tölvukennslu ásamt spunaveislu þar sem nemendur létu gamminn geysa um ýmis málefni 5 mínútur hver. Nemendur seldu kaffi og kökur, svo áhorfendur fengju meira en andlegt fóður. Tölvukennslan fór þannig fram að fólk keypti klukkutíma. Nýttu margir sér þetta tækifæri, bæði fólk sem aldrei hafði snert á tölvum og aðrir sem vildu auka þekkingu sína, þar á meðal skáldið okkar frá Skálá Kristján Ámason, sem að loknum tíma orti eftirfarandi; Héðan fer ég fróðari, fæ nú vald á tölvunni. Indælt var hér atlæti, eggið kenndi hænunni! Nemendur GSH þakka öllum fyrirtækjum og einstak- lingum sem styrktu þá í þessari fjáröflun, segir í tilkynn- Signður Jónsdúttir hjúkrunarfræðingur á Hofsúsi fékk tölvukennslu á ingu frá Finni Sigurbjömssyni tómstundafulltrúa GSH. laugardagjnn eins og svo margir aðrir fullorðnir á Hofsúsi. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaiútari: Örn Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson. Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað rneð vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.