Feykir


Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 3
19/2000 FEYKIR 3 Sjöundi bekkur Árskóla Vill að farið verði að flokka sorpið Krakkarnir í 7. bekk Ár- skóla á Sauðárkróki hafa unnið að verkefnum tengdum umhverfismálum og sorp- hirðu að undanförnu. Hafa þau komist að þeirri niður- stöðu að endurnýting og end- urvinnsla er nánast engin í sveitarfélaginu. Þau vilja að úr þessu verði bætt hið bráð- asta og afhentu forsvars- mönnum sveitarfélagsins á- skorun í síðustu viku. Herdís Sæmundardóttir formaður bæjarráðs þakkaði þennan á- huga krakkanna og lofaði að koma erindinu til réttra aðil- ar, en vilji væri innan sveitar- stjórnarinnar að gera vel í umhverfis- og sorphirðumál- unum. „Lítil flokkun virðist vera í sorpi. Sú litla flokkun sem á sér stað er nánast eftirlitslaus. Það er okkar einlæga ósk að bæjaryfirvöld setji upp flokk- unarstöð með starfsmanni og bæjarbúum verði leiðbeint um framkvæmd á sorpflokkun. Kannaðir verði allir hugsanleg- ir möguleikar á endurvinnslu og endumýtingu á sorpi. T.d. er hægt að framleiða tréspæni sem nota má í göngustíga og blómabeð. Sem betur fer höf- um við aðeins nýtt tréspæni hér, en betur má ef duga skal. Endurvinnsla og endurnýting á pappír verður meiri og meiri í heiminum. Má þess geta að með hverju tonni endurunnins pappírs sparast fímm og hálft skógartré. Hægt er að nýta líf- rænan útgang sem kemur frá heimilum þar á meðal garðaúr- gang til að búa til mjög góða gróðurmold. Einnig má nýta garðaúrganginn einan og sér sem uppfyllingarefni. Við komum til með að erfa þetta land og viljum leggja okkar að mörkum til að það megi vera hreint og ómengað þegar næstu kynslóðir taka við þvf', segir í áskorun 7. bekkjar Árskóla. Og vitaskuld tóku fulltrúar sveitarstjómar vel á móti krökkunum og var þeim boðið upp á hressingu eftir þessa kröfugöngu á Faxatorgið. Byggðastofnun opnar vefsíðu á vefaum Byggðastofnun hefur að undanfömu unnið að þróun vefsíðu fyrir fjarvinnslu og var hún opnuð fonnlega af iðnaðar- ráðherra nýlega. Þessi vefsíða er ætluð þeim aðilum sem hafa hugsað sér að starfa við fjar- vinnslu og einnig þá sem þurfa að láta vinna verkefni fyrir sig. Hugbúnaðarfyrirtækið Snerpa á Isafirði hefur annast uppsetningu vefsíðunnar. Hér er um að ræða eins konar mark- aðstorg, þar sem fyrirtæki sem hafa hug á að taka að sér fjar- vinnsluverkefni og aðilar sem hafa hug á að nýta sér slíka þjónustu geta skráð sig. í grunninum yfir verksala er hægt að skrá allar helstu upp- lýsingar um hvert fyrirtæki, svo sem nafn, póstfang, síma, fjöida starfsmanna og verkefnasvið. í grunninum yfir verkkaupa set- ur aðili sem óskar eftir þjónustu inn nokkurs konar auglýsingu um það verk sem hann óskar eftir tilboðum í. Auglýsingin þarf að innihalda upplýsingar um verkefnið og hæfniskröfur til verksala. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar um það hvað er í boði ásamt skilmálum varðandi skráningu á vefinn, skráningar- kerfi fyrir aðila til að geta feng- ið afhent lykilorð og fært inn í grunninn, gagnvirk skráninga- blöð annarsvegar fyrir verksala og hins vegar verkkaupa og leitarvél fyrir gagnagmnninn, sem leitar eftir orðum í gagna- safninu. Slóðin inn á vefsíðuna er www.fjarvinnsla.is, en einnig verða tengingar inn á síðuna af heimasíðu Byggðastofnunar www.bygg.is og Iðntæknistofn- unar www.iti.is. Leitað verður eftir tengingum af heimasíðum fleiri aðila. Nánari upplýsingar um vefsíðuna em veittar á Þró- unarsviði Bvggðastofnunar á Sauðárkróki. Auglýsing í Feyki ber árangur Fulltrúi 7. bekkinga les áskorunina fyrir þau Herdísi Sæmundardóttur formann byggðaráðs og Gísla Gunnarsson forseta sveitarstjórnar Skagafjarðar. Trélistasýning var í Safnahúsinu í Sæluvikunni, þar var m.a. til sýnis útskorinn kistill af Bólu-Hjálmari, sem Þjóðminjasafnið lánaði á sýninguna og var keyptur til landsins frá Danmörku. Það sem vakti þó mesta athygli, stærðar sinnar vegna á sýningunni, voru raftar úr gömlu Ernunni og munir sem þeir ,Jobbar" og frændur, Svavar Jósepsson og Olafur Þorbergsson hafða rennt og skorið út með tækjum sínum og tólum. Það er Unuar Ingvarsson forstöðumaður Safnahússins sem heldur í raftinn að beiðni Ijósmyndara Feykis. Hofsós 2000 Helgina 14.-16. júlí „Hofsósingamót" í sumar.... Hofsósingar, vinir og vandamenn með fortíðarþráhyggju ætla að liittast á Hofsósi helgina 14-16 júlí í sumar. Mætum öll með fjölskyldu og vini og eigum góða helgi saman. Ýmsar uppákomur s.s. ball og boltaleikir, veiði, útigrill og margt fleira. PS. vinsamlegast látið sem flesta vita. Nánar auglýst síðar. Upplýsingar hjá Björgvin Guðmundssyni í síma 453 5609 eða 852 6667.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.