Feykir


Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 4
4FEYKIR 19/2000 Náttúrustofa Norður- lands vestra opnuð formlega á gleðidegi „Þetta er gleðidagur", sagði Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra þegar hún opnaði formlega Náttúrustofu Norðurlands vestra við há- tíðlega athöfn þriðjudaginn 9. maí sl. Ráðherrann gat þess að miklar vonir væru bundnar við starfsemi nátt- úrustofa í landinu og því mikilsverða starfi sem þar færi fram, en stofan á Sauð- árkróki er sú fimmta sem opnuð er síðan þeirri fyrstu var komið á stofn fyrir Aust- urlandáNorðfírðil995.Siv þakkaði heimaaðilum fyrir mikla og góða samvinnu við undirbúning að Náttúru- stofunni, en í því augnamiði lét Sveitarfélagið Skaga- fjörður endurgera Gamla skólann að Aðalgötu 2, en þar voru einnig bæjarskrif- stofurnar lengi til húsa og fleiri mikilvægum hlutverk- um hefur húsið gegnt. Siv kvaðst vonast til að fleiri sveitarfélög á Norðurlandi vestra muni koma að starf- rækslu Náttórustofunnar, en nú í byrjun stendur einung- is Sveitarfélagið Skaga- fjörður og Akrahreppur að henni ásamt ríkinu. Fjölmargir gestir voru við- staddir athöfnina og bárust margar gjafir og aðstandendum góðar óskir. Til að mynda fékk Náttúrustofan að gjöf frá Nátt- úrufræðistofnun íslands, þrjú stór kort, og afhenti þau Krist- inn Albertsson forstöðumaður Akureyrarseturs stofnunarinnar. Þá barst vegleg gjöf frá Jóhanni Svarssyni á Sauðárkróki, upp- stoppaðir fuglar, og margar myndir fékk stofan að gjöf í til- efni dagsins og munu þær prýða veggina að Aðalgötu 2, en þar er veggpláss nægt til að byrja með, eins og Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofunnar sagði. Ætlað er að mikið samstarf verði milli náttúrustofanna í Kristinn Albertsson forstöðumaður Akureyrarseturs Náttúrufræðistofnunar flytur ávarp við opnun Náttúrustofu Norðurlands vestra. landinu og Náttúrufræðistofn- unar í Reykjavík og á Akureyri. Stofurnar hafa þó sín sérsvið og ræðst það af þeirri menntun sem forstöðumennirnir hafa á hverjum stað. Þorsteinn Sæ- mundsson er til að mynda jarð- fræðingurog mun starfsemin til að byrja með markast nokkuð af því. Fyrstu verkefnin verða væntanlega að kortleggja Skaga- fjörð og svæði í grenndinni, með tilliti til sjávarstöðu og um- hverfisbreytinga sem átt hafa sér stað síðan í lok ísaldar. Náttúrustofu Norðurlands vestra er ætlað að standa að vís- indalegum rannsóknum á nátt- úru svæðisins, að safna gögn- um og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almenn- um náttúrurannsóknum og skal einkum lögð áhersla á Norður- land vestra og sérstöðu náttúnj- fars á þeim slóðum. Þorsteinn Sæmundsson framkvæmdastjóri Náttúnjstof- unnar segist vonast til að unnt verði að færa náttúruvísindin nær fólkinu og í því markmiði er m.a. stefnt að því að halda fræðslufundi reglulega og fá til þeirra fyrirlesara um hin ýmsu I efni náttúruvísindanna. „Ætlun- J in er að á stofunni verði að finna ýmiss gögn um náttúrufar Skagafjarðar og nærliggjandi svæði. Mjög æskilegt er að all- ir þeir sem búa yfir einhverri vitnesnku um náttúrufar þess, eða gögnum eða fróðleik ýms- um, snúi sér til okkar. Það verð- ur hlutverk okkar sem hér störf- um að vera upplýsingamiðlar og hingað getur almenningur snúið sérengu síðuren vísinda- menn", segir Þorsteinn Sæ- mundsson. Hefðbundnu ljóðin vinsæl í upplestrarkeppninni Lokahátíð stóru upplestrar- keppninnar í Húnavatnssýslum var háð í Húnavallaskóla fyrir skömmu. Þátttakendur voru 7. bekkjarnemendur frá Höfða- skóla á Skagaströnd, Grunn- skólanum á Blönduósi, Húna- vallaskóla og Laugarbakkaskóla í Miðfirði. Undirbúningur að keppninni hófstádegi íslenskrar tungu 16. nóvember á sl. ári en upphaf þessarar hreyfingar í grunnskól- um landsins má rekja til þess að veturinn 1996-1997 var haldin keppni í upplestri meðal nem- enda 7. bekkjar í fimm skólum í Hafnarfirði og Álftanesi og stóð að henni nefnd sem kallaði sig „undirbúingsnefnd að land- keppni í upplestri." Hefir hlið- stæð keppni síðan breiðst út um byggðir landsins og virðist stefna að því að verða raunveru- Þrjár stúlkur sem verðlaun hlutu í keppninni ásamt Baldri Sigurðssyni umsjónarmanni keppn- innar th. og fjórum kennurum frá skólunum. leg landskeppni. Aðstandendur keppninnar hafa verið frá upphafi Heimili og skóli, Islensk málnefnd, Is- lenska lestrarfélagið, Kennara- háskóli íslands, Kennarasam- band íslands og Samtök móður- málskennara. „Keppnin er hald- in að frumkvæði áhugafólks en er ekki greidd af yfirvöldum né skilgreind opinberlega sem hluti af verksviði skólayfirvalda", segir í handbók um fyrirkomu- lag keppninnar en skólaskrif- stofur hafa veitt henni forstöðu hver á sínu svæði og svo var um keppnina í Húnavatnssýslum auk þess sem hún naut, sem annarsstaðar, skilnings og vel- vildar menntamálaráðherra, lýð- veldissjóðs og málræktarsjóðs, auk ýmissa óskyldra aðila um viðurkenningu í fonni fjárfram- laga, veitinga, bókagjafa o.fl. Upplestrarkeppnin lýtur á- kveðnu kröppu formi um efni og tímalengd þannig að hún taki ekki nema eina til eina og hálfa klukkustund með jöfnum tíma allra þátttakenda. A Húnavöll- um komu börnin þrisvar fram. í fyrstu umferð var lesin fram- haldssaga, í annarri órímað ljóð og í þeirri þriðju og síðustu ljóð að eigin vali þátttakenda. Athyglisvert var að öll böm- in völdu sér hefðbundin ljóð til « lestrar og hversu framsetning þeirra var persónulegri í síðustu umferðinni. Sem dæmi um það J var er ein stúlkan, er verðlaun hlaut, las úr Grettisljóðum af mikilli innlifun og myndugleika enda af æskuslóðum Grettis Ás- mundarsonar. En að lokum skal hér tilfærð umsögn Bergþóru Gísladóttur skólamálafulltrúa í Húnavatns- sýslum: „Sigurvegari keppninnar var Hrund Jóhannsdóttir í Laugar- bakkaskóla. I öðru sæti var Val- ey Sara Arnadóttir einnig frá Laugarbakkaskóla. Jóhanna Guðrún Magnúsdóttir Húna- vallaskóla var í þriðja sæti og fengu þær allar verðlaun frá ís- landsbanka. Ardís Ósk Steinars- dóttir frá Blönduósi fékk auka- verðlaun íyrir frammistöðu sína. Hún flutti eigin ljóð í keppninni. Allir voru sammála um að starf dómnefndar var eríitt því frammistaða efstu keppenda var afarjöfn. Tvær stúlkur í Húnavalla- skóla, Kristín Birgisdóttir og Ingibjörg Hanna Björnsdóttir'

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.