Feykir


Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 8
F'EYKIM Óháð f réttablað á Norðurlandi vestra 17. maí 2000,19. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Byggðasaihið á Reykjum Síðasta aftakan sýnd í Hillibrandtshúsinu Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna stendur í sumar fyrir athyglisverðri sýningu í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi. Sýningin fjallar um síðustu af- töku á Islandi og refsingar á ís- landi allt frá þjóðveldisöld. Höggstokkurinn og öxin sem notuð voru við aftökuna á Þrí- stöpum við Vatnsdalshóla 12. janúar 1830 og fleiri munir verða fengnir að láni frá Þjóð- minjasafninu og áætlað að sýn- ingin standi uppi í tvo mánuði, frámiðjumjúní. Pétur Jónsson forstöðumað- ur Byggðasafnsins á Reykjum, sem tók við starfinu nú í vor, er einmitt af Vatnsnesinu þar sem þeir voveiflegu atburðir gerðust sem leiddu til síðustu aftökunn- ar, þegar Natan Ketilsson og Pétur Jónsson voru myrtir og síðan borinn eldur að líkunum og Illugastaðabænum. Aðspurður hversvegna Hil- lebrantshús hafí orðið fyrir val- inu fyrir sýninguna, sagði Pétur að það hentaði mjög vel til þess, auk þess að það væri í þjóðbraut þverri og búast mætti við að þessi sýning vekti forvitni margra. Pétur segir að sýningin byggist upp á tveimur þemum, síðustu aftökunni og refsingum fyiri alda. Pétur segir að refsing- ar hafi harðnar með tilkomu Jónsbókar, lagabókar sem út var gefin!281. Samstaða gerir ijölda vinnustaðasamninga Verkalýðsfélagið Samstaða í Húnavatnssýslum aflýsti verkfalli sem hefjast átti að- faranótt mánudagsins 15. maí. Þetta var gert í ljósi þess að vinnuveitendur á félags- svæðinu hafa tekið vel í gerð vinnustaðasamninga, en fé- lagið hefur að undanfórnu gert um 30 vúinustaðasamn- inga ásamt skriflegu sam- komulagi um gerð fleiri slíkra fyrir ákveðinn í íi 11: i. Þessir samningar fela það í sér að lágmarkskaup losar 100 króna mánaðarlaun í lok samningstímans, 2003. Telur Valdimar Guðmannsson for- maður Samstöðu þetta betri samninga en VMSI samningana en þarna munar sjö þúsund krónum i lok samningstímans. Fundur í samninganefnd Samstöðu sem haldinn var sl. fimmtudag, lýsti yfir miklum vonbrigðum með að ekki skyldi takast að fara fram með sameiginlega kröfu ófaglærðra starfsmanna hjá þeim stéttarfé- lögum sem aðild eiga að ASÍ eins og Samstaða lagði til áður en farið var í viðræður við Samtök atvinnulífsins í vetur. „Forusta hreyfingarinnar skuldar verkafólki skýringu á þeirri ákvörðun sem leitt hefur af sér mun lélegri kjarasamn- inga til handa þeim lægst laun- uðu í landinu en væntanlega hefði mátt ná með samstilltu á- taki", segir m.a. í ályktun fund- arins. KJÖRBÓK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun íáratug! L "1 Landsbanki islands í forystu tiE framtíöar Úlibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Eins og fram kom í frétt í Feyki í vetur efndu frönskunemendur í FNV til samskipta og gagn- heimsókna við nemendur í skóla í mið - Frakklandi og færðu skólarnir á leiksvið þjóðsögur. Frönsku nemendurnir endurguldu heimsóknina nú á dögunum og m.a. var efnt til veislu sem foreldrar frönskunema í FNV stóðu fyrir. Þar svignuðu borð undan kræsingum. Skagstrendingur eykur eignarhlut sinn í Nasco Gengið hefur verið frá kaup- um Skagstrendings hf. á aukn- um hlut í Nasco ehf. Þar með er Skagstrendingur orðinn stærsti hluthafínn í félaginu. I janúar á þessu ári gengu Skagstrendingur og Burðarás hf. frá kaupum á 25% hlut í Nasco. Þá var samið um kauprétt á 26% til viðbótar sem nýir eigendur hafa nú nýtt sér ásamt kaupum á 10% hlut fyrri eigenda. Af hálfu nýrra eigenda hefur verið horft til þeirra veiðiheim- ilda sem Nasco býr yfír utan ís- lenskrar fískveiðilögsögu og möguleikum til þess að auka þær veiðiheimildir í framtíðinni. Nasco var stofnað árið 1995 af Agli Guðna Jónssyni og eigin- konu hans, Huldu Þorbjarnar- dóttur. Starfsemi félagsins hefur byggst á þremur þáttum: útgerð, rækjuvinnslu, afurðasölu og miðlun hráefnis. Vöxtur Nasco hefur verið hraður og á skömmum tíma hef- ur félagið náð þeim árangri að vera stærsta fyrirtækið í útgerð og miðlun á rækju á Islandi. Velta samstæðunnar árið 1999 var rúmlega 4 milljarðar. Áætl- anir gera ráð fyrir að veltan auk- ist um 10-15% á þessu ári. Nasco tengist útgerð 9 rækjufrystiskipa á Flæmingjagrunni við Kanada og í Barentshafí sem veiða á veiðileyfum sem fengin eru fyrir millgöngu Nasco. Af þessum 9 skipum eru 3 í eigu Nasco. Sölustarfsemi Nasco hefur í megindráttum verið tvískipt, annars vegar miðlun á iðnaðar- rækju til rækjuvinnslna innan- lands sem erlendis og hins vegar sala á soðinni og pillaðri rækju ásamt sölu á skelrækju frá skip- um tengdum Nasco. Félagið rekur fullkomna rækjuvinnslu í Bolungarvík, áður Bakki hf, sem er með vinnslugetu upp á um 12 þús. tonn á ári. Náið samstarf hefur verið milli Skagstrendings og Nasco undanfarin misseri um útgerð rækjufrystiskipa og hráefnisöfl- un til rækjuvinnslu Skagstrend- ings á Skagaströnd. Samstarfið við Nasco hefur verið hagfellt fyrir Skagstrending, og m.a. gert félaginu kleift að verjast þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna aflabrests á heimamiðum. Af 2,4 milljarða króna veltu Skagstrendings á árinu 1999 var rúmur milljarður úr veiðum og vinnslu á rækju. Skagstrending- ur kemur að útgerð tveggja rækjufrystiskipa í samstarfinu við Nasco og afla þau stærstum hluta þess hráefnis sem unnið er í rækjuvinnslu Skagstrendings. TOYOTA - tákn um gæði TRYCCINCA- MIÐSTÖÐIN HF. þojjiir mest ð reynir! ...bflar, tiyggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BCKaBÚÐ BROTJARS SUEnBQÖTU l SfMI 453 6950 Kodak Pictures KODAK EXPRESS gædaframkötlun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.