Feykir


Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 1
IREYKffi 31. maí 2000, 20. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Guðni með hnakkinn góða ásamt starfsfólki Hestsins. Honum á vinstri hönd eru næst eig- endur fyrirtækisins Hannes Friðriksson og Þórdís Jónsdóttir. „Það verður stoltur reiðmaður sem heldur héðan úr héraði" sagði landbúnaðarráðherra er starfsfólk Hestsins gaf honum hnakk Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra fór aldeilis ekki tómhentur heim úr för sinni til Skagafjarðar nú fyrir helgina. Þá heimsótti hann ýmsa staði er tengjast landbúnaðinum í héraðinu, en á söðlasmíðastof- unni Hestínum færði starfs- fólkið ráðherranum forkunn- arfallegan hnakk, úr hlýra- fiskleðri, og er það sá eini í heiminum sem vitað er um úr slíku efni, en fiskroð er sútað á Króknum. Mikill undrunar- svipur kom á ráðherrann en hann þakkað fyrir sig á viðeig- andi hátt: „Góðar eru gjafir ykkar en meira finnst mér samt um þann hug og vináttu sem að baki býr. Það verður stoltur reiðmaður sem heldur héðan úr héraðP', sagði Guðni í ávarpi til starfsfólksins. Hannes Friðriksson fram- kvæmdastjóri Hestsins sagði þegar hann afhenti Guðna hnakkinn að starfsfólkið væri á einu máli um að ráðherrann ætti það inni hjá Skagfirðingum að fá smá þakklætisvott fyrir fram- göngu sína í málum þeim til handa. Síðan yrði ráðherran nátt- úrlega að hafa eitthvað verulega veglegt undir sér í hópreiðinni á landsmótinu í sumar. Það var vitaskuld afgreiðsla ráðherrans á Hestamiðstöð Is- lands í Skagafjörð sem Hannes í Hestinum vék þarna að, en fyrir það mál er Guðni án ef langvin- sælasti ráðherrann í Skagafírði. Móttökumar vom líka góðar sem hann fékk hvar sem hann kom. Guðni byrjaði daginn á að heim- sækja starfsfólk Búnaðarsam- bands Skagfírðinga og eftir að hafa heimsótt Hestinn, var litið við hjá Sveini Guðmundssyni og stóð hans skoðað. Þá voru þau Ingibjörg og Sigurður mjólkur- bændur í Vík heimsótt og ráð- herrann fór einnig í kaffi til þess þekkta hestafólks Skafta og Hild- ar á Hafsteinsstöðum. Þannig báru Skagfirðingar landbúnaðar- ráðherra á höndum sér þegar hann kom í heimsókn. Ársreikningur sveitarfélagsins Skagafjarðar Skuldir lækka lítið þrátt fyrir sölu eigna Skuldir sveitarsjóðs Skaga- fjarðar lækkuðu einungis um 28 milljónir á síðasta ári þrátt fyrir sölu hlutabréfa í Fiskiðj- unni að nafhvirði 180 milljónir. Skuldirnar voru samkvæmt ársreikningi síðasta árs 1-327 milljónir í stað 1355 árið á undan. Ársreikningurinn kom tíl fyrri umræðu í sveitar- stjórn Skagafjarðar í gær. Minnihlutinn gagnrýndi að fjárhagsáætlun stæðist ekki í flestum málaflokkum, þannig hefði t.d. verið áætlað að rekstur- inn skilaði 60 milljóna afgangi en niðurstaðan hefði orðið tap upp á 34 milljónir. Þannig væri peningaleg staða sveitarfélagsins slæm þrátt fyrir sölu eigna, og útlitið ekki bjart svo sem í ljósi þess að það hefði sýnt sig að rekstur málaflokka væri sífellt að verða hærrra hlutfall af tekjum sveitarfélagsins. Ingibjörg Haf- stað oddviti Skagafjarðarlistans sagði alveg ljóst að sveitarfélag- ið Skagfjörður væri í verulegum vanda og ekki yrði undan því vikist að taka á fjármálum sveit- arfélagsins með öllum tiltækum ráðum. Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri sagði að þegar fjár- hagsáætlun var gerð á sínum tíma hefðu ekki legið fyrir nægj- anlega traust gögn til að byggja áætlunina á, enda þá skammt lið- ið frá sameiningu. Snorri viðraði stöðu sveitarfélagsins og sagði ljóst að á fjárhagsstöðunni yrði að taka og til þess væru ýmsar leiðir, og þar væri vænlegast til árangurs að skoða sölu eigna, en einnig yrði að vinna að því eins og kostur er að lækka það hlut- fall sem málaflokkarnir eru orðnir í rekstrinum. Herdís Sæmundardóttir for- maður byggðaráðs kvaðst geta tekið undir margt af því sem sagt hafi verið, og það væri alveg ljóst að á þessum vanda yrði að taka og „sparnaðarnefndin" svo- kallaða mundi skila tillögum í því efni síðsumars. Brynjar Pálsson sagði umræðuna þrungna svartsýni og þegar fjallað væri um skuldimar þá gleymdu menn eignunum. Brynjar sagði að vissulega væri sveitarfélagið skuldugt en það ætti lika miklar eignir á móti. Þar mætti t.d. verðlegga veiturnar á milljarð, hlutabréfín í Steinull- inni fyrir verulegar upphæðir og þannig mætti áfram telja. Landsvala á Sauðárkróki Svölur eru mjög sjaldséðir fuglar hér á landi, enda heimkynni þeirra í heitari löndum. Landsvala ein hefur sést á ferli á Sauðárkróki að undanfórnu og er talið að hún hafi borist hingað til lands með sunnanáttunum í vor. Svalan hefur sést á flugi sunnan í Nöfunum og stundar þar sínar flugnaveið- ar. Hún birtist gjaman um hádegisbilið og er að veiðum um sex tíma á dag. Halldór Gunnlaugsson kennari og vistarvörður við Fjölbrautaskólann sagðist fyrst hafa orðið var við fuglinn eftir fyrra norðanhretið á dögunum, þá flögrandi sunnan í Nöfunum. Hann sagðist strax hafa haft samband við Náttúrufræðistofhun, enda alveg viss á því að hér væri um svölu að ræða, þekkti hana frá náms- árum sínum í Danmórku þar sem hann bjó um tíma. „Þetta er fremur lítill fugl, heldur minni en skógarþröstur, mjög mjósleginn að framan og flýg- ur mjög hratt", segir Halldór Gunnlaugsson. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 •ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æ& bílaverkstæði simi: 453 5141 Sænwndargata Ib 550 SauSárkrókur Fax:453 6140 ^Bílaviðgerðir $£ Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.