Feykir


Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 20/2000 „Þegar kvótinn er farinn þá eru jarðimar orðnar verðlausar" segir Hjálmar Guðmundsson bóndi á Korná „Kannski er það bara vit- leysa að vera að standa í þessu. Ef ég seldi kvótann þá mundi það passa nokkum veginn fyrir fjárhúsbyggingunni, en þá mundu þau standa hér eftir sem minnisvarði um búskapinn. Þegar kvótinn er farinn þá eru jarðirnar orðnar gjörsamlega verðlausar og vita óseljanleg- ar”, segir Hjálmar Guðmunds- son bóndi á Komá í gamla Lýt- ingsstaðahreppi. Þau hjónin á Korná, Hjálmar og Birna Jó- hannesdóttir, réðust í það á síð- asta ári að byggja fjárhús á jörð- inni og það er meðal annars að koma þeim til góða núna í sauðburðinum. Umhirða kind- anna er mun auðveldari en áður og rýmra um fyrir lambféð. Ekki spillir heldur að það hefur vorað með fyrra móti og því hægt að sleppa fénu fyrr út, þó að hægt hafi talsvert á í norðan- hretunum núna undanfarið. Þegar blaðamaður Feykis var á ferðinni um miðja síðustu viku var sauðburður langt kom- inn á Korná og væntanlega er svo víðar. Þær voru einungis ellefu óbornar og þar af höfðu tvær tekið sóttina þama um daginn. Lambfé á Komá er um 300 og Bima húsfreyja hefur að miklu leyti haldið til í húsunum síðasta mánuðinn. Það er hún sem hefur tekið „vaktina" og á veggnum milli fjárhúsanna og hlöðunnar er svefnbekkur. Sem eðlilegt er var Birna orðin nokkuð þreytileg að sjá eftir þennan annatíma og það var ekki með nokkru móti að hún féllist á myndatöku í þessu af- drepi sfnu. Þau Komárhjón sögðu sauð- burðinn hafa gengið ákaflega vel, lambfénu hafi heilsast mjög vel og ennþá væri allt lífs. Frjó- semin hefur þó yfirleitt verið meiri. Það er í færra lagi tvílemt þetta vorið, og er orsökin lík- lega sú að fjárhúsbyggingin setti strik í reininginn síðasta haust og féð tekið seinna á hús en jafnan. Aðspurður sagði Hjálmar að vitaskuld væri dýrt að byggja en ekki hafi verið um annað að ræða ef þau ætluðu að halda bú- skapnum áfram og jörðin héld- ist í ábúð. „Þetta vom orðin svo léleg hús fyrir féð bæði hér heima og á Ánastöðum, jörð- inni hérna við hliðina sem við eigum líka. Við vomm með 250 héma heima og um hundrað á Ánastöðum. Með þessu 250 kinda húsi sem við byggðum tókum við allt féð hingað heim”, segir Hjálmar. Fjárhúsbyggingin nýja er á- kaflega snyrtileg og það var Friðrik Rúnar Friðriksson á Lambeyri og hans menn sem byggðu húsið. Innréttingarnar em hinar snotrustu og t.d. eru jötumar og garðaböndin skemmtilega frágengin. Hjálm- ar segir að það sé Hafsteinn f Vallholti sem eigi þá uppfinn- ingu sem einkenni garðabönd- in, en þar er hægt að loka jöt- Hjálmar á Korná í nýju fjárhúsunum. unni með fjöl sem dregin er upp og niður að vild með vímm sem tend em stýrisstöng. Aðspurður segir Hjálmar að þessi bygging kosti fast að 10 milljónum króna, en ekki var á honum að heyra að sá kostnað- ur mundi skila sér. Hann er ekki ánægður með nýgerðan bú- vömsamning og segir það versta við hann að þar sé ekki að finna neinar kjarabætur fyrir bændur, þó svo að þeir hafi tek- ið á sig mikla kjaraskerðingu urn langt skeið. „Það er þá ekki nema í gegnum „gæðastýring- una” sem það næst, en það kostar líka sitt að fara út í hana og ekki á allra færi”, sagði Hjálmar á Komá. Sumarbúðir fvrir fatlaða og ófatlaða á Löngumýri Sumarið 1999 vom starfrækt- ar sumarbúðir fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði. Sumar- búðirnar voru haldnar að frum- kvæði Skagafjarðardeildar RKÍ og aðeins í tilraunaskyni fyrir 11 einstaklinga á svæðinu. Nú hafa allar Rauðakrossdeildir á Norð- urlandi vestra ákveðið að standa sameiginlega að rekstri sumar- búða á Löngumýri nú í sumar, ef næg þátttaka fæst. Þrjú tímabil eru fyrirhuguð og ætluð einstak- lingum níu ára og eldri af öllu landinu bæði fötluðum og ófötl- uðum. Einstaklingar með fötlun hafa þó forgang ef mikil aðsókn verður. Tímabilið 4.-13. júlí verð- ur fyrir 9-12 ára, 17.-26. júlí fyr- ir 13-16 ára og 28. júlí - 6. ágúst fyrir 17 áraogeldri. Dagskrá búðanna verður með svipuðu sniði og í fyrra nema hvað fleiri dagar verða nú fyrir rólegri tíma heima á Löngumýri: fræðslu-, föndur- og hvíldartíma. Þess vegna verða búðimar lengd- ar úr fimm í níu sólarhringa. Stefnt er að fjallgöngu á Mæli- fellshnjúk öll tímabilin. Hjólastól- arem engin fyrirstaða í þeim efn- um og verða þeir sem þurfa bom- ir upp á bömm. Leitað verður til björgunarsveita, ungmennadeilda Rauða krossins, skáta og annarra félagasamtaka sem þekkt eru af störfum sínum og stuðningi við þá sem minna meiga sín. Einnig er aðstoð einstaklinga sem áhuga hafa á verkefninu vel þegin. Leit- að verður til verslana og/eða mat- vælaframleiðenda þegar grillað verður, en fyrirhugað er að grilla einu sinni á hverju tímabili að lokinni fjallgöngu og öllum sam- ferðamönnum boðið í mat. Dagskrá sumarbúðanna í fyrra samanstóð af íþróttum, sundi og leikjum, hestamennsku, ferðalögum til sjós og lands, „rafting”, fræðslustundum, helgi- stundum, kvöldvökum og diskó- teki. Tjaldað var í garðinum á Löngumýri og þeir sem vildu, prófuðu að sofa í tjaldi eina nótt. Daglega var farið í sund. oftast í Sundlaug Varmahlíðarskóla, en stundum í litlu laugina á Löngu- mýri. Farið var í fótbolta og leiki í garðinum. Einnig á hestbak að Neðra Ási II og heilsað upp á önnur húsdýr þar á bæ, en þar er Jón Garðarson að byggja upp á- hugaverða aðstöðu til að geta þjónað einstklingum með fötlun og þá sem einhverrra hluta vegna þurfa rólega og örugga hesta. Siglt var með Omari Unasyni á Svölunni frá Hofsósi kringum Drangey og fram hjá Málmey og Þórðarhöfða. Hann hefur látið breyta og lagfæra ýmislegt á báti sínum til aukinna þæginda og betra aðgengis fyrir fatlaða. Far- ið var í Rafting niður Blöndu á vegum Ævintýraferða. Af 11 þáttakendum vom fimm bundn- ir hjólastól og fóm þeir allir í bát- ana, fóm létt með það og höfðu gaman af. I tilkynningu vegna sumar- búðanna, segir að vel hafi tekist til í fyrra og ætlunin sé að gera ekki síður núna. Þeir sem við sumarbúðimar störfuðu öðluðust mikilvæga reynslu sem nýtt verður til að gera enn betur. Þátt- takendur vom mjög ánægðir með dvölina á Löngumýri, þótt dag- skráin væri kannski helst til strembin á köflum. Dagskráin var samin með það að markmiði að auka við þekk- ingu og reynslu, styðja við og bæta líkamlega og andlega líðan og síðast en ekki sfst, að gefa þátttakendum tækifæri á að upp- lifa ýmislegt sem svo oft verður útundan í hinu daglega amstri og hraða mútíma þjóðfélags. Sumarbúðimar voru reknar í samstarfi Skagafjarðardeildar RKÍ, félagsþjónustu Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar og annarra sveitarfélaga í kjördæminu sem starfa að málefnum fatlaðra. Löngumýramefnd Þjóðkirkju ís- lands veitti dyggan stuðning, Kivvanisklúbburinn Drangey, Ás- hestar, Ævintýraferðir og Omar Unason, sem slógu verulega af taxta fyrir sína þjónustu. Kjöt- vinnsla KS og Hlíðarkaup á Sauðárkróki gáfu hráefni í grill- veislu fyrir 40 manns. Karl Lúðvíksson verður sum- arbúðastjóri en hann er deildar- stjóri við starfsbraut Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra. Hann lauk námi frá Kennaraskóla ís- lands, undirbúningsdeild sér- náms, 1971 og Iþróttakennara- skóla íslands 1972. Hann hefur kennt í 28 ár, þar af átta við sér- kennslu. Hann var sumarbúða- stjóri á Löngumýri síðasta sumar og hefur verið sumarbúðastjóri á Hólum frá upphafi, eða frá og meðárinu 1983. Það var heilmikið ævintýri og upplifun þegar farið var að rafta á Blöndu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.