Feykir


Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 5
20/2000 FEYKIR 5 Grundig 33” 100hz stórt tæki á StÓrgÓÖU verði kr. 118.900 EM-leikur Skagfirðingabúðar: Þrír heppnir sem kaupa sjónvarp frá 1. júní -1. júlí geta unnið 20” United sjónvarp • Aiwa videótæki G-shock úr frá Casio eða Talfrelsispakka frá Tal „Munum rýma Stj órnsýsluhúsið “ segir Snorri Bjöm Sigurðsson vegna væntanlegs flutnings Byggðastofnunar „Ég er bjartsýnn á að Byggðastofnun komi og við erum tilbúin að rýma til í Stjórnsýsluhúsinu fyrir starfsemina. Það er alveg Ijóst að við fórum ekki að láta skort á skrifstofuhúsnæði stoppa þetta mál af. Við for- um þá bara annað með hluta af starfsemi sveitarstjómar- skrifstounnar ef svo býður við”, segir Snorri Björn Sig- urðsson sveitarstjóri Skaga- fjarðar. Snorri Bjöm segir að ef Byggðastofnun verði flutt á Krókinn mundi það ekki ein- ungis þýða það að þrengjast mundi mjög um með skrif- stofuhúsnæði, heldur yrði einnig svo með íbúðarhúsnæði, og það væri í rauninni bara gott mál, sem bmgðist yrði við. „Mér finnst margir jákvæðir hlutir vera að gerast og talsverð bjartsýni í fólki. Mér finnst þetta líta að mörgu leyti vel út’’, segir Snorri Bjöm. Svo virðist sem fréttir af væntanlegum flutningi Byggðastofnunar hafi strax haft áhrif. Umsókn hefur borist um lóð við Faxatorg fyrir skrif- stofuhúsnæði. Húsið verði allt að 1000 m: að grunnfleti á þrem hæðum. Umhverfis- og tækninefnd hefur óskað eftir viðræðum við fulltrúa frá um- sækjendum, Trésmiðjunni Eik ehf. Áskorun frá Hrútfírðingum Vilja fá meiri orku úr Reykjahver Hrútfírðingar vilja að ráðist verði í frekari öflun orku í Reykjahver og telja að það gæti skapað möguleika til at- vinnusköpunar og lagningar hitaveitu. Sveitarstjóm Húna- þings vestra samþykkti á fundi sínum nýlega að veita fé til jarðhitarannsókna og borana eftir heitu vatni á Reykjatanga á þessu ári. Fé til verksins verði útvegað við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Áskorunin frá Hrútfirðing- um var svohljóðandi: „Við undirrituð viljum skora á sveit- arstjóm Húnaþings vestra að láta hið fyrsta reyna á hvort möguleikt sé að ná upp til frek- ari virkjunar heitu vatni úr Reykjahver í Hrútafirði. Ef vel tekst til opnast möguleikar til lagningar hitaveitu um svæðið, sú starfsemi sem fyrir er á Reykjatanga fær ömggari rekstrargrundvöll og síðast en ekki síst skapast nýir möguleik- ar til atvinnusköpunar.” Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari, Anna Sigríður Helga- dóttir söngkona, sem söng við messuna, Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur á Hofsósi, Dalla Þórðardóttir prófastur og Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur í Sauðárkrókskirkju. Mynd / Herdís Sæmundardóttir. Kvennakirkjan með námskeið United 28” gott ódýrt tæki - kr. Grundig 28” sjónvarp, gæðavara frá Þýskalandi - kr 48.900 Imperial 29” gullfallegt tæki á aðeins kr. 38.900 Philips 28” 100hz, topptæki kr. 79.900 Grundig 29” 100hz eitt það allra besta kr. 84.900 Philips 32” WIDESCREEN, 100hz, pottþétt tæki fyrir boltann og DVD myndirnar Tvær flugur i einu höggi - verð áður kr. 179.900 ...okkar verð kr. 129.900 Kvennakirkjan heldur guðsþjónustur í hverjum mánuði víða um land, en oft- ast í Reykjavík og nágrenni. Laugardaginn 20. maí sl. efndi Kvennakirkjan til nám- skeiðs í Sauðárkrókskirkju um kvennaguðfræði og var það ágætlega sótt. Að nám- skeiðinu loknu var messa þar sem séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir tók þátt í messu- gjörðinni ásamt séra Guð- björgu Jóhannesdóttur sókn- arpresti. Kvennakirkjan er sjálf- stæður hópur sem starfar í ís- lensku þjóðkirkjunni og byggir starf sitt á kvennaguð- fræði. Nokkrar konur sem lásu saman kvennaguðfræði stofnuðu Kvennkirkjuna 14. febrúar 1993. Síðan hafa margar bæst í hópinn og þeim sem vilja gefst kostur á að vera félagar. Markmiðið er að hittast til að fá styrk og gleði kristinnar trúar og nota í daglegu lífi. „Kvennakirkj- an á að vera eins og boð hjá Guði. Allar sem koma leggja spurningar og svör á borðið og fara heim með það sem þær vilja af spurningum og svörum sem hinar koma með”, segir m.a. í kynningu á Kvennakirkjunni. Auglýsing í Feyki ber árangur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.