Feykir


Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 7
20/2000 FEYKIR 7 Firmakeppni Léttfeta Verðlaunahafar í barnaflokki. Frá vinstri talið: Anna Lóa, Jóhanna Ey, Ottar, Árni Geir og Sigurlína. Firmakeppni hestamanna- félagsins Léttfeta á Sauðár- króki fór fram á velli félagsins við Flæðigerði í blíðskapar- veðri laugardaginn 20. maí sl. og fylgdist fjöldi manns með skemmtilegri keppni. Helstu úrslit urðu þessi. Karlaflokkur: 1. Magnús B. Magnússon og Stuðull. rauðstjömóttur 6 vetra, eigandi knapi, Sjóvá/Almennar. 2. Ágúst Andrésson og Eldur, rauður 7 vetra, eigandi knapi og Gestur Þorsteinsson, Áning. 3. Jónas Sigurjónsson og Þyr- ill, grár 7 vetra, eigandi Frið- björg Vilhjálmsdóttir, K-Tak. 4. Reynir Stefánsson og Garri, grár 7 vetra, eigandi Stefán Reynisson, Steinullarverk- smiðjan. 5. Tryggvi Jónsson og Hjalti, brúnn 8 vetra, eigandi knapi og Jón Baldvinsson, Tannlækna- stofa Páls Ragnarssonar. Kvennaflokkur: 1. Aníta Aradóttir og Bjarmi, rauðblesóttur 7 vetra, eigandi Magnús B. Magnússon, Bún- aðarbanki íslands. 2. Inga Vala Magnúsdóttir og Krummi, brúnn 8 vetra, eig- andi Magnús Jónsson, Ábær. 3. Guðný Axelsdóttir og Kvist- ur, rauðstjömóttur 5 vetra, eig- andi knapi, Friðrik Jónsson sf. 4. Þórhildur Jakopsdóttir og Ó- rion, brúnn, eigandi Gísli Ámason, Steypustöð Skaga- fjarðar. Unglingaflokkur: 1. Inga Dóra Ingimarsdóttir og Presley, jarpskjóttur 8 vetra, eigandi Óli Pétursson, Kjöt- vinnsla KS. 2. Jökull Jónsson og Sóti, rauður 18 vetra, eigandi knapi, Sauðárkróks Hestar. Bamaflokkur: 1. Anna Lóa Guðmundsdóttir og Höttur, brúnhöttóttur 13 vetra, eigandi Sauðárkróks Hestar, Fiskiðjan Sauðárkróks. 2. Jóhanna Ey Harðardóttir og Fjölnir, brúnn 16 vetra, eigandi Hafdís Steinarsdóttir, Biffeiða- verkstæði KS. 3. Óttar Jónsson og Askur, grár 6 vetra, eigandi knapi, Hrossa- ræktarbú SímonarTraustason- ar Ketu. 4. Ámi Geir Sigurbjömsson og Pandra, brún 12 vetra, eigandi Guðrún Ottósdóttir, Mjólkur- samlag KS. 5. Sigurlína Magnúsdóttir og Draumur, brúnn 9 vetra, eig- andi Magnús B. Magnússon, Verslunin Hesturinn. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu Dautz D 40 árg. ‘64 með Baas tækjum. Einnig Dautz Fahr sláttuvél, 1,6 m á breidd árg. ‘83. Upplýsingar í síma 453 8081. Til sölu Kuhn diskasláttuvél 2 metra vinnslubreidd. Lítið notuð í góðu lagi. Verð 170.000 kr. Upplýsingar í síma 453 7472. Soda Stream tæki óskast. Uppl. í síma 453 5303. Foreldrar athugið! Vantar ykkur samastað fyrir bömin ykkar í sumar. Aldur 6- 10 ára. Nánari upplýsingar í síma 453 5830 föstud. 2. júní Húsnæði óskast! Óska eftir 3-5 herbergja íbúð á Sauðárkróki sem fyrst. Upplýsingar í síma 895 6562. Óska eftir 3-4 herbergja íbúð til leigu, helst til lengri tíma. Upplýsingar í síma 471 3014 (Hrafnhildur)._______ Sundþjálfari óskast! Sunddeild Tindastóls óskar að ráða sundþjálfara frá 15. ágúst nk. Upplýsingar í síma 453 5024 (Ebba)eða 453 6141 (Jón Þór). Bændur -hestamenn! Hef til afgreiðslu vítamína- og steinefnablöndu fyrir búfé í 25 kg. fötum. Hentar öllu búfé til sjálfsfóðrunar. Upplýsingar gefur Ómar í síma 453 8121 og 893 8121 á kvöldin og um helgar. kl. 18-20. il Skagafjörður Skólaslit Árskóla verður slitið miðvikudaginn 31. maí kl. 18 í efra húsi skólans. Allir velunnarar skólans velkomnir. Skólastjóri. unar. Hún felst í því að líklega hafi ég haft einhverja vanmeta- kennd sem sigmaður gagnvart söguhetjunni sem var allra manna fræknastur í bjargi. Ekki dettur mér í hug að gera athugasemd við fyrsta atriðið. Utlit mitt og stirðvirknin blasa hér enn við mönnum og sjálfsá- litið og trúin á eigin vitsmuni fara síst í þurrð með árunum. Við frásögnina af því hvemig ég hafi vélað bjargsigsréttinn við Drangey af þeim bræðmm verð ég því miður sannleikans vegna að gera nokkrar athugasemdir. Ég var fyrst kosinn í sýslu- nefnd árið 1954 og sótti þá um vorið um að fá Drangey leigða til 15 ára. (Sjá Sýslufundargerð- ir Skagafjarðarsýslu frá árinu 1954). Málinu var vísað til odd- vita og þá kom upp úr dúmum að hann var búinn að lofa Mar- on eynni í nokkur ár fram í tím- ann. Á næstu ámm höfðum við þó bjargsigið frá ári til árs þar sem Maron nýtti sér ekki rétt sinn. Finna minnir að árið eftir að ég var kosinn í sýslunefnd, eftir því árið 1955, hafi ég komið til hans og spurt hvort honum fyndist það breyta nokkm þó að ég tæki eyjuna bara á mitt nafn nú í vor og hefði svo haft af þeim eyjuna fyrir eggjatekjuna þá um vorið og fengið þeirra hlut af sigdótinu fyrir lítið. Ég get sagt þeim félögum, Áma og Finna, að þetta er misminni. Það hefði Ámi átt að muna, því hann var í siginu þetta vor eins og sést á mynd sem birtist í Morgun- blaðinu 9. júní 1955. Og sam- vinna okkar og þeirra Steins- bræðra í siginu stóð reyndar allt til vors 1959 en þá vomm við allir saman í fyrra sigi (sjá veiði- bók). Það vor fór Finni hins vegar einn okkar sigmanna í seinna sig og fór þá nokkrar nið- urferðir. Við Simmi fómm ekki með en vomm í fugli. Haustið eftir skiptum við sigdótinu og buðum við þeim bræðrum aldrei að kaupa þeirra hlut af þeim. Þó lætur Finni í það skína að ég hafi fengið hann fyrir lítið. Ég sótti síðan um að fá Drangey leigða til eggjatöku 10. maí 1960 (sjá Sýslufundargerðir Skagafjarðarsýslu frá árinu 1960). Hefði Finna þá verið í lófa lagið að leggja inn umsókn þar sem við höfðum slitið félagi okkar haustinu áður. Eftir að Finni hefur komið með hina sálfræðilegu kenningu um vanmetakennd mína segist hann vona að ég sé kominn yfir hana. Til að létta af honum öllu áhyggjum af þeirri sálarflækju minni skal það hér játað hrein- skilnislega að af þessari kennd varð ég aldrei mjög slæmur. Auðvitað er mér þó ljóst að var- hugavert getur verið að fullyrða of mikið í þessum efnum því umrædd kennd getur verið læ- vís og átt sér ýmis birtingarform og skal hér sögð ein stutt saga því til áréttingar: Ég minnist þess að eitt sinn kom Finni með riffil og skoraði á okkur Simma í skotkeppni. Við tókum að sjálfsögðu áskor- uninni, en fyrir einhverja tilvilj- un lenti Finni í neðsta sæti. Hann lét það ekki á sig fá en til- kynnti okkur, að hann væri a.m.k. mesta haglabyssuskyttan af okkur. Ekki efa ég að þetta hefur verið rétt hjá Finna og vona að aðrar og göfugri hvatir liggi að baki skrifum háspennu- sögunnar en að sanna fyrir sjálf- um sér og öðrum hvílík skytta og garpur hann er. Ég hefði vissulega kosið að þeir félagar hefðu gert einhverj- ar tilraunir til að leita heimilda og getið þeirra. Þá er alltaf held- ur leiðinlegt þegar sjálfsupp- hafning verður á kostnað ann- arra. Þó er það nú svo að mér er alltaf talsvert hlýtt til Finna og það verður bara að taka því þó framaþráin beri minnið ofurliði. Með vorkveðju, Jón Eiríksson á Fagranesi. Lambeyrl ehf. auglýsir fbúðarhús - sumarhús Við höfum sérhæft okkur í byggingu á færanlegum húsum sem eru allt upp í 100 fermetra, sem við flytjum í heilu lagi. Við erum með arkitekt og verkfræðing á okkar vegum þannig að þeir sem eru að hugsa um hús geta komð með sínar hugmyndir sem við útfærum. Síðan reisum við húsin við verkstæðisdyr því nú höfum við góða aðstöðu til að byggja heilu húsin inni. Við göngurn frá öllu að utan sem innan áður en húsin eru flutt til væntanlegra eigenda. Getur þá viðkomandi flutt inn að kvöldi þess sama dags. Þetta hefur þann stóra kost að ef breytingar verða á högum eigenda þessara húsa þá er húsið alltaf í fullu gildi því mjög lítið mál er að flytja það :iftur. Hafið samband við undirritaða og leitið upplýsinga. Friðrik Rúnar Friðriksson framkvæmdastjóri. Guðmundur Guðmundsson verkstjóri. Símar 453 8037 854 8762. Myndsími 453 8846.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.