Feykir


Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 31.05.2000, Blaðsíða 8
31. maí 2000,20. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Sti ómarformaöur Byggðastofaunar Hagkvæmast að flytja stofnunina á Krókinn „Ég hef trú á því að Byggða- stofnun verði flutt út á landi í það umhverfi sem henni er ætlað að starfa í. I mínum huga er það al- veg borðleggjandi að hagkvæm- ast er að flytja stofnunina á Sauðárkrók þar sem þriðjungur starfseminnar er fyrir”, segir Kristinn H. Gunnarsson alþing- ismaður stjómarfonnaður Byggðastofnunar, en hann lagði fram tillögu á síðasta stjómar- fundi að aðalbækistöðvar Byggðastofnunar yrðu fluttar frá Reykjavík til Sauðárkróks. Af- greiðslu var frestað en það virð- ist liggja í loftinu að stjómarsam- þykkt verði gerð í þessa vem fyrr en seinna. Valgerður Sverrisdótt- ir ráðherra byggðamála hefur tekið þessum áformum vel, en ráðherrann hyggst beita sér fyrir úttekt á flutningi stofnana út á land, til að mynda er um þessar mundir unnið að hagkvæmnisút- tekt á flutningi Rarik til Akureyrar. Kristinn sagði í samtali við Feyki að sótt yrði á um að starf- semi Byggðastofnunar yrði efld frá því sem nú er. Fimmtán starfsmenn em í aðalbækistöðv- unum í Reykjavík og sjö á Þró- unarsviðinu á Sauðárkróki. Hugsanlega mundi fækka um eitt staif við enduskipulagninu og flutning til Sauðárkróks, en þeim gæti fjölgað við það að í bí- gerð væri endurmat á skyldri starfsemi hjá hinum ýmsustofn- unum og sjóðum, svipað og gert var r byggða- og atvinnumálum í Noregi fyrir nokkrum árum, en þá vom skyld störf í ýmsum stofnunum færð til byggðamála- stofnunar og sjóðir sameinaðir. Samkvæmt þeini umfjöllun sem átt hefur stað í stjóm Byggðastofnunar um flutning stofnunarinnar út á land, er rætt um að hann eigi sér stað innan árs frá því samþykkt liggur fyrir. KJÖRBÓK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki islands í forystu til framtíðar Utibuið a Sauðárkrókí - S: 453 5353 Frá afliendingu nýja slökkvibflsins sl. töstudag í Slökkvistöðinni á Sauðárkróki. Nýr slökkvibíll á Hofsós Brunavamir Skagafjaiðar hafa fengið nýjan tank- og dælubíl sem staðsettur verður á Hofsósi og kemur þar í stað tveggja gamalla bíla frá ‘62 og ‘64. Bíllinn var formlega afhentur fyrir síðustu helgi. Bíllinn er Bens 1625 með aldrifi, uppgerður frá Noregi með nýjum slökkvibúnaði frá Rosen- bauer slökkvibílaverksmiðjunni og hingað var hann keyptur í gegnum umboðsaðilann Ólaf Gíslason í Reykjavík. Áður var Bensinn mjólkur- bíll í norsku dölunum. Að sögn Óskars Óskarssonar slökkviliðsstjóra bætir nýi bíllinn mjög aðstöðu til slökkvistarfa austan Héraðsvatna. Bíllinn sé ntun þægilegri í notkun en tveir gömlu bflamir og að auki fast að því jafn kraftmikill og þeir báðir til samans. Talsverðar framkvæmdir í Húnaþingi vestra llndirbúin bygging íbúða aldraða Skrifstofa jafnréttis- mála til Sauðárkróks Á vegum sveitarfélagsins Húnaþings vestra eru talverðar byggingarframkvæmdir í und- irbúningi og að undanförnu hefur verið unn- ið að stækkun leikskólarýmis og endurbótum á sundlauginni. I bígerð er að byggja sex íbúð- ir fyrir aldraða við Nestún á Hvammstanga og er áætlað að þær tengist þeim íbúðum og þjónustuaðstöðu sem fyrir er. Nýr leikskóli var tekinn í noktun á Hvamms- tanga fyrir nokkmm árum. Hluti hússins var þá ófrágengin en við það að farið var að taka yngri börn inn á leikskólann, allt frá eins árs aldri, skorti rými svo sem hvfldaraðstöðu fyrir bömin. Þessa dagana er þessum framkvæmdum að ljúka en til þeirra var varið 2,5 milljónum króna. Þá miðar vel endurbótum og breytingum á sundlaugarhúsinu. Skipt var um dúk á laugarker- inu og heitum pottum. Þá er unnið að breyting- um innanhúss, þar sem fýrir á að koma þrekað- stöðu, þannig að Húnvetningar eiga í auknum mæli að geta stundað heilsuræktsína í sundlaug- arhúsinu. Þessar framkvæmdir við sundlaugina kosta rúmar sex milljónir króna. Að sögn Brynjólfs Gfslasonar sveitarstjóra vinnur arkitekt að hönnun sex íbúða fyrir aldr- aða, en lán eru fyrirliggjandi fyrir þessarari byggingu. Áætlað er að verktaki á Hvamms- tanga byggi húsin, en til þessara framkvæmda em til ráðstöfunar 50 milljónir króna, og standa vonir til að unnt verði að hanna og byggja hús fyrir þá fjárhæð. Á fundi ríkisstjómar í gærmorgun var kynnt erindi frá Páli Péurssyni félagsmálaráðherra þess efnis að skrifstofa jafnrétt- ismála yrði flutt frá Reykjavík út á land. Útvarpið greindi frá því í gær að mikil andstaða væri við flutning stofnunarinnar meðal starfsfólks og það ætlaði allt að hætta störfum ef af flutn- ingnum yrði. Feykir hefur fregnað að samþykkt liggi fyrir um að áætlað sé að flytja skrifstofuna til Sauðárkróks, en starfsmaður frá stofnuninni hefur starfað á Blönduósi um árabil og þjónað kjör- dæminu. Á skrifstofu jafnréttismála í Reykjavík em fimm sér- fræðingsstörfs. Með nýjum lögum breytist nafn skrifstofunnar í haust, en þá er flutningurinn áætlaður, mun hún þá heita jafnréttisskrifstofa. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði í útvarpsviðtali í gær að hann vonaðist til að það starfsfólk sem unnið hefði á skrif- stofu jafnréttismála í Reykjavík mundi sækja um störf á jafn- réttisstofu. ...bflaj, tiyggmgaj, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavana... BÓKABÚÐ BRYNcJABS STJÐURQÖTU 1 SlMI 463 6960 T KODAKTbCPRESS - %*J __________gædaframköllun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.