Feykir


Feykir - 07.06.2000, Page 1

Feykir - 07.06.2000, Page 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Reyklausir bekkir á Blönduósi „Unglingamir valda mörgum vanda, þeir kunna ekki foreldranna fag”, segir í kunnum dægurlagatexta og gjaman endurspeglast þessi orð í umræðunni um unglingana og atferli þeirra, oft að ósekju. Krakkamir í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Blönduósi hafa staðist ýmsar ffeistingar og áreiti sem á vegi þeiira hefur orðið. Enn em þessir bekkir „reyklausir” eins og það er kallað, enginn reykir tóbak og þau eru því laus við nikótínið. Þess má einnig geta að 10. bekkur Húnavallaskóla var í vetur líka án reykingafólks, þannig að svo virðist sem forvamir gegn reykingum hafi skilað árangri í skólunr í Austur - Húnavatnssýslu. Áttundi og níundi bekkur Grunnskólans á Blönduósi, án nikótíns. Mynd/Sig.Kr. Flórgoðinn verpir annað árið í röð að Tjörnum Flórgoði verpti í vor á tjöm- inni næst bænum á Tjömum í Sléttuhlíð og það gerði hann reyndar einnig í fyrravor en hefur nú stoppað mun lengur við. „Það hefur verið nijög gaman að fylgjast með þeini og hann ver sitt rækilega, ygglir sig og hausinn úfnar til inuna þegar stærri fuglar dirfast að koma nálægt hreiðrinu sem hefur rekið hingað að bakkan- um við bæinn”. Sigrún segir að meiri friður sé á tjöminn nú en í fyrra, en þá hafi verið talsverð læti þar, enda mág- urinn aðsópsmikill, en hann væri þar ekki núna, bara kríumar. Sig- rún segir Kjaitan bónda sinn hafi mjög gaman af því að beina sjónaukanum að flórgoðaparinu og tveim fuglum sem með þeim em. „Kannski þeir hafi komist upp úr varpinu í tyrra, en parið er mjög samviskusamt og hefur vaktaskipti á hreiðrinu. Þessir fuglar hafa líklega verið héma í 2-3 vikur”, segir Sigrún. Fremur sjaldgæft mun vera að Flórgoðinn verpi í Skagafirði, sérstaklega á minni vötnum og tjömum. Þó minnist Rögnvaldur bóndi á Hrauni þess að flórgoði hafi verpt þar á tjöm fyrir nokkmm ámm og einnig mun vera eitthvað um það að þessi fugl sjáist við Tjamatjömina í nágrenni Sauðárkróks. Kaupfélag Vestur - Húnvetninga Verslunin nánast óbreytt milli ára Á aðalfundi Kaupfélags Vest- ur - Húnvetninga sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að rekstur félagsins hafi verið st ipaður og árið áður. Brúttó- tekjur jukust um 11% frá ár- inu áður og voru 546 milljón- ir. Aukningin er vegna sölu mjólkurafurða og ýmsa tekna, en sala verslunardeilda var nánast óbreytt frá fyrra ári. Tap af reglulegri starfsemi eftir skatta var um 1 milljón króna en að viðbættum óreglu- legum gjöldum 2,7 milljónir í stað tæplega átta milljóna hagn- aðs árið á undan. Veltufé frá rekstri varhinsvegar 14milljón- ir í fyrra en það var lítilega nei- kvætt árið áður. f árslok vom fastir starfs- menn KVH 42 í 36,5 stöðugild- um. Heildarlaunagreiðslur vom um 73 milljónir króna. Félags- menn í árslok vom 472 í sex fé- lagsdeildum. Á þessu ári verða nokkur umskipti í rekstri Kaupfélags Vestur -Húnvetninga þar sem það stendur ekki lengur fyrir rekstri mjólkursamlags. Sem kunnugt er var 31. janúar sl. undirritaður samningur um sölu mjólkursamlags KVH til Mjólk- ursamsölunnar í Reykjavík og var aíliendingai'dagur eigna og reksturs 1. mars. sl. Annasöm helgi hjá lögreglunni Árekstur í framúrakstri ölvun ogbðstuldur Talsvert var að gera hjá lög- reglunni á Sauðárkróki um helgina. Árekstur og útafakstur var á Vatnsskarði á fostudagskvöld, bíl stolið á Sauðárkróki á sunnudag, og þá þurfti lögreglan að hafa af- skipti af drykkjuskap og vandræðum því samfara, og menn gistu fangageymslur bæði aðfaranótt fostudags og laugardags. Um hálfellefu á föstudags- kvöld vom tveir bílar að taka fram úr vömflutningabíl á Vatnsskarði og skullu þeir sam- an með þeim afleiðingum að annar fór út af veginum. Þrír slösuðustíbflnumog vom flutt- ir á sjúkrahús á Sauðárkróki, en reyndust án teljandi meiðsla. Eigandi svartrar Bens bif- reiðar hafði skilið eftir lykla í bflnum fyrir utan hús sitt. Á sunnudag hvarf bfllinn og á mánudagskvöld var auglýst eft- ir bflnum í útvarpi þar sem hann hafði þá enn ekki fundist. Þá hafði lögreglan á Sauðár- króki afskipti af ökumanni sem flýði undan réttvísinni frá Akur- eyri. Bifreið hans fannst fram á Kjálka mannlaus og virtist sem maðurinn hefði flúið til fjalls. Sólarhring síðar var bflsins vitj- að og hann hvarf af Kjálkanum en ökumaður skilaði sér til föð- urhúsa og var gripinn af lög- reglunni á Akureyri þegar hann kom þangað. —KTeH£fM — SfMftbílaverkstæói Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 Æ A.JM.M-Æ. sími: 453 5141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargota Ib 550 Sauðúrkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA jfcBílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA 0 Réttingar jfcSprautun

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.