Feykir


Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 21/2000 Sumarhátíð í Furukoti Foreldrafélag leikskólans í Furukoti stóð fyrir hátíð á laugardaginn var og fagnaði sumri, enda full ástæða til, þar sem að sunnanhlýindin gerðu vart við sig að nýju þennan morgun. Trúðurinn Skralli kom í heimsókn frá Akureyri og lék við börnin og að endingu voru svo grillaðar pylsur og drukkinn ávaxtasafi með. W Skagafjörður Skólagarðar Skráning í skólagarða fer fram fösrndaginn9.maíkl. 11-12 og 13-14. Á Hofsósi í áhaldahúsinu eða í síma 899 3614. Á Sauðárkróki í félagsmiðstöðinni Frið. Þverárfjallið fært Ný styttist í að fjallvegirnir verði færir. Þverárfjallsvegur var opnaður á mánudagsmorg- un. Til að byrja með verður fimm tonna öxulþungi á veg- w Skagafjörður Vinnuskóli Skagafjarðar Eins og undanfarin sumur býður vinnuskóli Skagafjarðar einstaklingum og fyrirtækjum slátt í görðum gegn gjaldi. Tekið verður við pöntunum í síma 453 6456 kl. 9-12 næstu daga. Athugið ný gjaldskrá. Unglingar fæddir 1984 og 1985 mæti kl. 8 þriðjudaginn 13. júní. Vinnuskólinn í Varmahlíð verður með aðstöðu í Varmahlíðarskóla, á Hofsósi í álialdahúsi staðarins og á Sauðárkróki í Borgarröst 8. (Ath. gengið inn frá Borgarröst, sama gata og vinnuskólinn var í fyrra) Símar vinnuskólans eru 453 6456 og 899 3614. inum. Þá hefur Kjalvegur opn- ast inn að Hveravöllum fyrir umferð jeppa og vel búinna bfla, en einhver bið mun verða á því að opnist þar suður um vegna óvenjumikilla snjóalaga er voru á suður-hálendinu í vetur. Vorið hér fyrir norðan er hinsvegar óvenjulegt að því leyti að nú er mánuður frá því Lágheiðin til Ólafsfjaraðar varð fær, en oft á tíðum hefur sá vegur verið að opnast um þetta leyti. Menor á Tanganum Aðalfundur MENOR menningarsamtaka Norðlend- inga verður haldinn í félags- heimilinu á Hvammstanga fimmtudaginn 15. júní og hefst klukkan 13,13. Gestur fundar- ins verður Jón Bjamason al- þingismaður. sem ræða mun um menningarmál á lands- byggðinni. I fundarhléi um kl. 16 verður flutt menningardag- skrá í tali og tónum, sem heimamenn í Húnaþingi vestra annast. Allir eru velkomnir að sitja fundinn með málfrelsi og tillögurétti, segir í tilkynningu frá stjóm MENOR. Trölli í Drangeyjarsundi Unglingadeildin Trölli, sem starfandi er innan Skagfirðinga- sveitar, efndi til áheitasunds á sjómannadaginn. Átta strákarog ein stelpa syntu frá Drangey til lands, sömu leið og Grettir sterki og aðrir kappar hafa synt. Sund- ið tók í þetta skiptið fjóra og hálf- an tíma í hinu besta veðri, en reyndar syntu unglingamir ekki allir í einu, heldur skiptust á að synda. „Þetta var mjög gaman og heppnaðist ákaflega vel", sagði Ingvar G. Sigurðsson einn þeirra er þreytti sundið. Synt var í þurr- búningum og það var Jón Eiríks- son Drangeyjarjarl sem sá um að sigla með Trölla-fólkið. Að loknu sundinu á þriðja tímanum um daginn var síðan farið í Grettislaugina og slappað þar af drjúga stund í makindum. Ingvar vildi koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem lögðu málefninu lið, sérstaklega þó Jóns á Fagranesi. Þeir sem áhuga hafa að styrkja björgunar- sveitina í tilefni þessa áheita- sunds er bent á reikning nr. 110118 í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki. FEYKIE Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.