Feykir


Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 3
21/2000 FEYKIR 3 Helgi Ingimarsson varð koddaslagsmeistarinn eins og í fyrra. Hér er hann að tuska einn til. Sj ómannadagurinn Hátíðarhöld sjómannadagsins á Sauðárkróki fóru að þessu sinni fram á laugardag og verður væntanlega svo framvegis, þar sem að sjómönnum fannst það koma ágætlega út. Hátíðarhöldin vom með hefðbundnu sniði. Það veitti ekki af því að taka vel á því í reiptoginu á móti harðsvíraðri sveit Málmeyjar. Þessir fóru vel af stað í keraróðrinum. Mörg kunnugleg andlit á sjó- mannadeginum á Skagaströnd Sjómannadagurinn var haldinn hátíðilegur í hinu besta veðri að viðstöddu fjölmenni á Skagaströnd á sunnudaginn. „Þetta er þjóðháðardagurinn okkar hérna og það má ganga út frá því vísu að þátttaka sé góð. Þarna em jafnan mörg kunnugleg andlit og talsvert um að brottfluttir Skagstrend- ingar vitji sinna gömlu heima- haga á sjómannadaginn”, segir Magnús B. Jónsson sveitar- stjóri á Skagaströnd. Að lokinni messu í Hóla- neskirkju var safnast saman á hafnarsvæðinu, þar sem fylgst var með róðrakeppninni. Að þessu sinni var það lið frá Am- ari sem sigraði í keppni karla- sveita, en hjá konunum var það rækjusveitin sem var hlut- skörpust. Farið var í hina ýmsu leiki þar sem landfólkið tók virkan þátt með sjómönnun- um. Aldaður sjómaður var heiðraður, Gunnar Albertsson sem lengi stundaði sína sjó- mennsku hjá Húnaútgerðinni. I félagsheimlinu Fellsborg var boðið í bíó, en nýbúið er að endurnýja tækjakost til kvik- myndasýninga í Fellsborg og var hann vígður þennan dag. í Höfðaskóla vom kaffiveitingar og einnig myndlistarsýning þar sem þrír listamenn sýndu: Mar- grét Traustadóttir, Halla Gunn- laugsdóttir og Sverrir Bemdsen. I Kántríbæ var Skagstend- ingur með matarboð fyrir sitt fólk í tilefni dagsins og í Fells- borg var sjómannadansleikur þar sem Hljómsveit Geir- mundar lék fyrir dansi fram á mánudagsmorgun. Fimmlembd ær í Fljótum Ærin Sunna á Brúnastöðum í Fljótum bar fimm lifandi lömb- um í liðinni viku. Miðað við fjölda vom lömbin furðu spræk og frísk og komust hjálparlaust á spena. Þetta er í annað skiptið sem Sunna ber fímm lömbum en í fyrra skiptið fæddust fjögur dauð en eitt lifði. Hún hefur nú fætt 18 lömb á sex ámm. Ærin er í eigu Hjördísar Leifsdóttur og Jóhannesar Ríkharðssonar bænda á Brúnastöðum. Jóhannes segir að Sunna sé sérlega frjósöm. Auk þess að eiga tvisvar fimm hefur hún tvisvar verið tvllembd einu sinni þrílembd en í fyrra átti hún aðeins eitt lamb en þá var hún sædd. Ærin er heimaalin og af frjósömu kyni sem oft var þrílembt. Hann segir slíka ofurfrjósemi afar sjaldgæfa. Þannig er þetta eina kindin í Brúnastaðabúinu sem hefur átt fimm afkvæmi í einu og raunar heyrir til undantekninga þegar þær em fjórlembdar. ÖÞ. tJAUTAJUOTSVEISLA ao% afsláttur fimmtudag, föstudag og laugardag Landnáms minnst í tilefni þúsaldannótanna verð- ur sérstök landnámsathöfn að Lónkoti f Skagafirði hvítasunnu- daginn 11. júní klukkan níu um kvöldið. Minnst verður landnáms Höfða-Þórðar Bjamasonar, sem er eitt hið stærsta í Skagafirði og tel- ur Landnáma Þórð með merkari landnámsmönnum. Kveikt verður eldur í mjög stómm hring, sem síðar verður sýningar- og útivistarsvæði. Alls- herjargoði afhjúpar minnisvarða um landnámið, sem átti sér stað um 900. Á svæðinu verða „forn- menn” á hestum og verður öll at- höfnin kvikmynduð. Em allir vei- komnir og hvattir til að mæta. Á eftir verður ball í samkomutjaldi staðarins og hefst það kl. 23. Þar er á ferðinni dúndurstuðgrúppan , Johnny on the Northpole”, segir í tilkynningu frá Lónkoti. Lónkot er einn af viðkomu- stöðum allsherjargoða og manna hans á ferð þeirra um landið, sem farin er í þeim tilgangi að helga land á nýjan leik að fomum sið . Á föstudag frá kl. 15-18 kynnir Ásta Búadóttir tvo framandi pottrétti úr nautakjöti OSTAKYNHItfG á föstudag k\. 14-18

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.