Feykir


Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 21/2000 „Hnakkurínn sé góður bæði fyrir knapa og hest“ Hjá Hestinum á Sauðárkróki eru vörugæðin númer eitt tvö og þrjú Hannes Friðriksson í Hestinum sýnir Guðna Ágústssyni Iandbúnaðarráðherra framleiðsluna. „Hér eru það vörugæðin sem eru númer eitt tvö og þrjú. Við leggjum mikið upp úr því að hnakkurinn sé þægilegur bæði fyrir hestinn og knapann”, sagði Hannes Friðriks- son framkvæmdastjóri söðlasmíða- stofunnar Hestsins á Sauðárkróki þegar hann afhcnti landbúnaðar- ráðherra Guðna Ágústssyni að gjöf ákaflega fallegan og vandaðan hnakk úr hlýraleðri á dögunum. Hesturinn er mjög athyglisvert fyr- irtæki á Sauðárkróki, en það þróað- ist úr skóvinnustofu í reiðversgerð. Framleiðsla á hnökkum hefur verið að stóraukast nú síðustu árin og á- lítur Hannes að Hesturinn sé nú orðinn stærsti aðilinn í þessari framleiðlsu hér á landi, en fyrir voru gamalgróin fyrirtæki í þessari grein í Reykjavík og á Akureyri. Malli skó var hann oftast kallaður faðir Hannesar í Hestinum. Hann var með skóvinnustofu heima hjá sér við Ægisstíginn á Króknum, í litlum skúr. Þegar komið var með skó til viðgerð- ar til Malla, sem hér Friðrik Malfreð Friðriksson, þá var yfirlett viðkvæðið. „Þetta er ónýtt en ég skal reyna að tjasla í þetta. Komdu á morgun og gáðu að þessu.” Og þegar maður kom síðan næsta dag og náði í skóna þá vom þeir orðnir betri en nýir. Það var hjá föður sínum sem Hann- es kynntist hnakkasmíðinni og reið- verðsgerðinni, sem þó var stunduð í smáum stíl á þeim árum. En Hannes lagði fyrir sig söðlasmíðina og það var í þessum litla skúr sem framleiðslan hófst og grunnurinn var lagður að fyr- irtækinu Hestinum á árunum 1987-’88. Hnakkamir frá Sauðárkróki öðluð- ust vinsælir og á árinu 1992 flutti Hest- urinn í 150 fermetra húsnæði við Sæ- mundargötuna og jafnframt var opnuð verslun með reiðverum og ýmsar vör- um fyrir hestamenn. Fljótlega gerðu þrengsli vart við sig vegna aukinnar eftirspumar og fjölgunar starfsfólks því samfara. Á liðnum vetri var aftur flutt í nýtt húsnæði og nú 400 fermetra við Borgarteig. Hjá Hestinum í dag starfa sex manns og framleiðsluaukningin hefur verið unr 17% á ári mörg síðustu ár, að sögn Hannesar. Hannes sýndi okkur á hvern hátt hnakkrnir frá Hestinum em sérlega þægilegir fyrir hestinn, en það byggist á því að grindin í hnakknum er opin og í þennan hring í grindinni er hnakkur- inn bólstraður. Hannes segir að hjá öðr- um framleiðendum sé grindin heil- steypt og það dragi mjög mikið úr mýkt hnakksins. Grindina lætur Hann- es framleiða á Sauðárkróki. Það er Sig- urjón Jónsson í fyrirtækinu Gúmmí- mótun GM sem steypir grindurnar úr trefjaplasti og Hannes stígur ofan á grindina til að sýna styrk hennar en jafnframt mýkt og sveigju. Jámin í hnakkana og fylgihlutina ýmsu sem Hesturinn framleiðir við reiðverin, em líka smíðuð þar innanhúss. Útflutningurinn orðinn stór hluti „Það er mjög mikið að gera og stöðugar pantanir. Við gætum verið að vinna hér í rauninni mun lengri vinnu- dag, en það verður að halda því innan skikkanlegra marka. Útflutningurinn hefur stöðugt verið að aukast og nú er hann orðinn rúmlega helmingur fram- leiðslunnar”, segir Hannes en á liðnum vetri var t.d. afgreidd stór pöntun á Þýskaland, en þangað er mikið selt og einnig til annarra Evrópulanda. Þegar Hannes er spurður að því hvort hann sé hestamaður og það hafi orðið til að hjálpa honum við að þróa hnakkana og gera eftirsótta vöru, þá segist hann hafa verið hestamaður, en ekki hafi verið orðinn neinn tími til slíks. „Ég kynntist þessu fyrst hjá föð- ur mínum og það var mér góður skóli”, sagði Hannes að endingu, en því má bæta við að hjá Hestinunr vinnur mjög gott starfsfólk, þar á meðal sambýlis- kona Hennesar, Þórdís Jónsdóttir, og hvílir rekstrarhliðin talsvert á hennar herðum. Búið að mála langhliðina á hlöðunni í Dæli. Myndir / Hrafnhildur. Máluðu heilan hlöðuvegg í myndmennt Hópur nemenda úr níunda og tí- unda bekk Laugarbakkaskóla stóð í stórræðum um næstsíðustu helgi þeg- ar lokið var við myndmenntaverkefni sem unnið var að síðla vetrar. Það fólst í því að mála mynd á vegg útihúss, og fyrir valinu varð hlöðuveggur á Dæli í Víðidal en þaðan er einmitt mynd- menntakennarinn Hrafnhildur Y r Víglundsdóttir sem margir kannast við eftir að hún sigraði í Sönvarakeppni framhaldsskólanna fyrir nokkrum ánam. Að sögn Hrafnhildar hefur undir- búningur staðið yfir síðustu tvo mán- uðina. Það var mynd aftan á mjólkur- hymunum sem ákveðið var að mála og fékkst leyfi hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík fyrir notkun myndarinnar og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga gaf málningu til verksins. Það var um helmingur nemendanna sem lét sig hafa það að mæta í norðan- fræsingnum á laugardagskvöldið en þá var byrjað í skugga nætur að varpa myndinni á vegginn og teikna útlínur litaflatanna með tússpenna. Því verki var lokið klukkan tvö um nóttina. Haf- ist var síðan handa á ellefta tímanum á sunnudagsmorgun og málað nánast stanslaust til hálf ellefu um kvöldið er verkinu var lokið. „Þetta heppnaðist mjög vel og við vorum nú í nokkru skjóli við verkið, en þó var ansi kalt. Stelpumar sýndu mik- inn dugnað og útsjónarsemi og eiga mikið hrós skilið”, segir Hrafnhildur, en vinnan bæði í skólanum og á vett- vangi var metin til einkunnar í mynd- menntinni í vetur. Það voru þó bara stelpurnar sem mættu til að mála, og þær heita: Guð- rún Ósk Steinbjörnsdóttir, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Linda Sóley Guð- mundsdóttir, Hrafnhildur Laugey Haf- steinsdóttir, Eh'nborg Helgadóttir, Lilja Rún Tumadóttir, Silja Dögg Sigurðar- dóttir og Bára Dröfn Kristinsdóttir. Elínborg Helgadóttir önnum kafin við að mála.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.