Feykir


Feykir - 07.06.2000, Side 5

Feykir - 07.06.2000, Side 5
21/2000 FEYKIR 5 „Munið í glens og glaumi“ Nýútkominn geisladiskur með lögum Ögmundar Svavarssonar Ögmundur Svavarsson að störfum í Mjólkursamlaginu. Ögmundur Svavarsson, sem lengst ævi starfaði í Mjólkursamlagi Skagfirðinga, var mjög tónelskur maður. Ög- mundur fékkst mikið við spil og söng og var meðal þeirra sem tóku virkan þátt í Dægur- lagakeppni Kvenfélags Sauð- árkróks á vordögum keppninn- ar á sjötta áratugnum, átti þá í tvígang sigurlag keppninnar. Ögmundur lést á liðnu hausti og til minningar um hann hef- ur fjölskyldan nú gefið út geisladisk með lögum hans. „Munið í glensi og glaumi” er yfirskrift disksins, en það er ti- tillagið, samið um 1950 og er eitt elsta lag Ögmundar sem varðveist hefur. Það var upp- haflega flutt við endurvígslu félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki árið 1952 við texta Guðrúnar Gísladóttur. Guðbrandur Þorkell Guð- brandsson samstarfsmaður Ög- mundar hjá kaupfélaginu skrif- ar ávarp til hlustenda í textabók geisladisksins, þar segir m.a.: „Þegar Ögmundur var að alast upp áttu böm alþýðufólks sjaldnast kost á tónlistamámi en hann nýtti sér það sem í boði var auk sjálfsnáms og náði ungur tökum á hljóðfæra- leik. Snemma hóf hann að leika fyrir dansi og á Sauðár- króki var stofnuð ein af fyrstu fullskipuðu danshljómsveitun- um á landsbyggðinni, H.G. kvintettinn. og var Ögmundur einn hljómsveitarmanna. Auk þess tók hann þátt í kórstarfi, sem löngum hefur verið blóm- legt í Skagafirði, og söng hann m.a. í Kirkjukór Sauðárkróks um áratugaskeið. Karlakór hafði starfað á Sauðárkróki fyrr á öldinni, en starfsemi hans legið niðri um hríð. Um 1960 tóku nokkrir áhugamenn um kórsöng á Sauðárkróki sig saman um að endurreisa kórinn og leituðu til Ögmundar um að leiða kór- starfið og stjóma honum. Af þessu varð, og stjórnaði Ög- mundur karlakómum í 6 eða 7 ár samfleytt. Um 1970 var stofnuð lúðrasveit á Sauðár- króki og leiddi Ögmundur þá sveit fyrstu skrefin. Tónlistin skipaði því alla tíð stóran sess í lífi Ögmundar og leitaði hann iðulega inn í henn- ar heim þegar tóm gafst. Það fór því ekki hjá því að við þau fækifæri yrðu til lög og einnig textar, en því miður hefur fæst af því varðveist. Síðustu árin var Ögmundur þó farinn að taka saman lagasmíðar sínar að hvatningu vina og fjölskyldu og huga að varðveislu þeina, en honum entist ekki aldur til að ljúka því verki. Að honum gengnum ákvað fjölskyldan því að heiðra minningu hans með því að ljúka því verki og árangur þess birtist hér á þess- um geisladiski. Sú kynslóð, sem nú er um það bil að ljúka sínu dagsverki, átti sér marga drauma og sér suma þeirra rætast í afkomend- um sínum. Það er mikilvægt fyrir þessa sömu afkomendur, að þeir sýni foreldmm sínum, ömmum og öfum virðingu sína og þökk fyrir það þjóðfélag, sem þeim tókst að byggja upp þeim til handa og þau lífskjör, sem þau njóta. Það er þó ekki síður mikilvægt, að sýna rækt- arsemi með því að halda til haga þeim verkum huga og handa, sem þessari kynslóð tókst að skapa í stolnum stund- um frá amstri hins daglega lífs og baráttunnar um brauðið.” Lög við hin ýmsu tækifæri í textabókinni segir einnig frá lögunum. Um „Fyrsta vor- blóm” segir að hinn merki kennimaður sr. Helgi Konráðs- son, sem þjónaði Sauðárkróks- söfnuði um áratuga skeið, orti þetta ljóð eftir að Tóta á Stöð- inni færði honum fyrstu blóm vorsins að lokinni messu á sumardaginn fyrsta, en þetta var siður hennar árum saman. Um lagið „Glerhallarvík” seg- ir. Glerhallarvík er austan und- irTindastóli norðanverðum og er þekkt fyrir fagra steina, sem þar finnast. Friðrik Hansen kennari og skáld á Sauðár- króki, orti þetta fallega ljóð um þennan stað og Ögmundur hreifst af því og varð það kveikjan að laginu. Meðal laga á disknum eru tvö laga Ögmundar sem urðu í fyrsta sæti í Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks á sjötta áratungum. Rokkdansar- inn og Týróldans eldri borgara. Það er að sjálfsögðu Geir- mundur Valtýsson sem syngur „Rokkdansarann” og Álfta- gerðisbræður syngja lagið „Til Skagafjarðar”. Bræðumir Sig- fús og Pétur Péturssynir syngja flest laganna, en Pétur er einmitt tengdasonur Ögmund- ar. Þá syngur einnig ung og efnileg söngkona frá Hofsósi, Sólveig Fjólmundsdóttir. Diskurinn er langmestu leyti skagfirsk framleiðsla og m.a er hönnun umslags og textabókar gerð af Ögmundi Amarsyni dóttursyni Ögmund- ar Eyþórs Svarssonar. Hljóð- færaleikur er í góðum höndum: Geirmundur Valtýsson, Hilmar Sverrisson, Hlynur Guð- mundsson, Hugrún Sif Hall- grímsdóttir, Stefán Gíslason og Steinar Gunnarsson. Upptökur og hljóðblöndun fóm fram í úar-mars 2000. „Munið í glens og glaumi” fæst í Skagfirðingabúð, Ábæ og Versluninni Hegra á Sauð- árkróki. Lesendur Feykis, utan héraðs, sem áhuga hafa að eignast diskinn er velkomið að hafa samband á ritstjórnina í síma 453 5757. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skiptið fyrir öll. Ég missti 7 kg. á fimm vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Helma & Halldór sími 557 4402 og 587 1471. grima@centrum.is H.S. Stúdiói á Sauðárkróki jan- ^ÍANDS Vilt þú verða trésmiður? Frá og með næsta hausti verður starfrækt við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki Grunndeild tréiðna Allir áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við okkur á skrifstoftt skólans eða í síma 453 6400. Skólameistari. R Skagafjörður Til umsjónarmanna beitarhólfa og ræktunar- landa á Sauðárkróki Sveitarstjórn Skagaíjarðar hefur ákveðið að segja upp öllum munnlegum samningum sem gerðir hafa verið um afnot beitarhólfa og ræktunarlanda á Sauðárkróki. Miðast uppsögnin við 1. júní árið 2000 og falla allir slíkir samningar úr gildi 31. niaí árið 2001. Sauðárkróki 1. júní 2000. Sveitarstjóri.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.