Feykir


Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 6
6FEYKIR 21/2000 Hagyrðingaþáttur 297 Heilir og sælir lesendur góðir. Mig langar að byrja á að biðja ykk- ur um upplýsingar um höfund að þess- ari ágætu vísu. Meðan ævin endist mín eg skal vera glaður, elska hesta, víf og vín og vera drykkjumaður. Kolbeinn Kollafjarðarskáld hefur verið í svipuðum hugleiðingum þegar hann orti svo. Þegar lífssund lokast flest langar naprar vökur, mér hefur yljað mest og best meyjar hestar og stökur. Sá kunni vísna- og bátasmiður Brynjólfur Einarsson í Vestmannaeyj- um starfaði á efri árum við að fara í sendiferðir fyrir sjúkrahúsið í Eyjum. í einni slíkri ferð mun hann hafa ort svo. Bæði reitir rukkarinn ríkismenn og fátæklinga. Hann er nú að heimta inn hlandskuldir og blóðpeninga. Eitt sinn heyrði Brynjólfur bjarg- veiðimenn kvarta yfir þjófnaði á fýl- seggjum. Sá sem hvað háværast lét yfir þessum glæp, hafði reyndar helgina á undan stolið lögreglubfl staðarins. Um þessa frjálslegu tilfærslur eigna orti Brynjólfur. Hugar mér vekur vfl að verða að umgangast skrfl. Einn stelur eggjum og fýl annar fógetans bfl. Eg held það hafi verið Rósberg G. Snædai sem orti svo. Ljúfar mundir lagði á sprund lífs á stundum glöðum. Rýrt með pund, en létta lund lék á hundavöðum. Meyjan þiggur hopp og hí holds á tryggum grunni. Minna liggur efni í yfirbyggingunni. Undir prédikun hjá láróma presti yrkir Rósberg. Rífur ekki rómur þinn rjáfur kirkjuþaka. Viljann fyrir verknaðinn verður guð að taka. Þegar ríkisstjóm Gunnars Thorodd- sen tók við völdum orti Rósberg. Gunnar skartar glæst með lið Geiri margt á hyggur. Nú er svart því „sjálfstæðið" sundur partað liggur. Trúlega hefur það verið um ein- hverju aðra ríkisstjóm sem Steingrím- ur Baldvinsson í Nesi orti svo. Mætti landi og lýð til bóta leggja af mörkum nokkra fóm. Ti] árs og friðar ætti að blóta okkar kæru ríkisstjórn. Og tvær vísur enn eftir Steingrím. Laxá yrkir ljóðin dýr lífíð er hennar vinur, en gróðurinn leir-guð fljótsins flýr og flóinn þungann stynur. Laxá öllum elfum meir elska ljóðasvanir, en fljótið líka lofa þeir sem leimum em vanir. Geta lesendur gefið mér einhverjar upplýsingar um næstu vísu, sem ég lærði fyrir nokkuð mörgum árum. Á íslandi þótt oft sé kalt og æmar drepi horinn, ferskeytlurnar fljúga um allt sem fiðrildin á vorin. Kristján Jónsson frá Snorrastöðum mun hafa ort þessa. Hörpusláttur ljóðs og lags leikur dátt í þjóðarmunni. Óskaháttur óms og brags á sinn mátt í ferskeytlunni. Talsverð umræða hefur verið nú undanfarið um forsetakosningar. Síðast þegar þær fóru fram var æði misjafnt mat manna á hver skyldi hreppa það hnoss. í þeirri umræðu orti Rúnar Kristjánsson eftirfarandi vísur. Yfrrklíkan er á glóðum Ólaf Ragnar vill hún síst. Hann er verri hundi óðum hennar mati svo er lýst. Launráð sín hún saman vefur sólgin mjög í auð og völd. Skítlegt eðli og illt hún hefur ygglir sig á bak við tjöld. Vön er hún um vansa að dylgja vita menn um siðinn þann. En henni mun ei fólkið fylgja fremur en þegar Asgeir vann. Kristbjörn Benjamínsson á Kópa- skeri yrkir svo. Ymsir búa köld við kjör kvik á vöngum tárin. Sumra er kæti að ýfa ör aðrir græða sárin. Eftir að hafa litið til baka sendir Kristbjöm þessa kveðju. Lengi hafa má í minni margt af því sem liðið er. Augnablik af ævi þinni einu sinni gafstu mér. Þá langar mig að biðja lesendur að senda nú þættinum svolítið af efni ef þeir vildu vera svo vænir að hafa sam- band. Gott er að enda með þessari fal- legu bæn eftir Kristbjöm. Gefðu mér Drottinn gáfur og sýn að greina það fegursta og besta, svo hér eftir megi ég heilræðin þín í huga mér geyma og festa. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Sigurjón Runólfsson T fyrrverandi bóndi á Dýrfinnustöðum Sigurjón var fæddur 15. ágúst 1915 á Dýrfinnustöðum. Hann lést 27. maí s.l. á Sjúkra- húsi Skagfírðinga á Sauðár- króki. Foreldrar hans voru Run- ólfur Þorbergur Jónsson bóndi á Dýrfinnustöðum, f. 25. mars 1881 á Stóru-Ökrum í Blöndu- hlíð, d. 23. mars 1937 á Dýr- finnustöðum og kona hans María Jóhannesdóttir, f. 16. apr- fl. 1892 á Sævarlandi í Skefils- staðahreppi, d. 24. júní 1986 á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Sigurjón ólst upp hjá for- eldrum sínum og varð fyrir- vinna fjölskyldunnar innan við tvítugt því faðir hans mátti heita óvinnufær nokkur síðustu ævi- árin. Sigurjón lauk tilskyldu barnanámi í farskóla Akra- hrepps, en fór síðan í Hólaskóla og lauk þaðan prófum vorið 1940. Hann kvæntist 4. júlí 1963 í Hofsstaðakirkju Sigríði Guðrúnu Eiríksdóttur frá Karls- stöðum í Ólafsfirði f. 13. nóv- ember 1927. Foreldrar hennar voru Eiríkur Jónsson og Fróðný Ásgrímsdóttir bændur á Karls- stöðum. Sigurjón og Sigríðureignuð- ust tvær dætur. Andvana stúlku- barn 6. júlí 1964 á Dýrfinnu- stöðum og Önnu Maríu f. 2. apríl 1966 á Dýrfinnustöðum. Hún starfar sem markaðsfulltrúi hjá Pennanum í Reykjavík. Aður átti Sigríður dóttur með Bimi Runólfssyni bróður Sigur- jóns. Er það Guðbjörg f. 1. des- ember 1961 viðskiptafræðingur hjá Iðntæknistofnun. Maður hennar er Jón Valur Gíslason rekstrarfræðingur, þau eiga tvö böm. Auk þess ólu Sigurjón og Sigríður upp Eirík Jónsson f. 29. mars 1957 hestamann í Sví- þjóð, kona hans er Mena Jóns- son Engstróm. Sigurjón var bóndi á Dýr- finnustöðum 1937-1997. Þá varð hann að hætta búskap vegna heilsubrests og flytja til Sauðárkróks. Útför Sigurjóns fór fram frá Hofsstaðakirkju laugardaginn 3. júní að við- stöddu fjölmenni. Bjöm á Framnesi segir svo í afmælisávarpi, sem hann flutti vini sínum fimmtugum: „Run- ólfur á Dýrfinnustöðum var lengst af sæmilega efnaður, enda var dugnaður hans frábær og hygginn var hann að sama skapi, en er heilsan bilaði og hann hætti að geta unnið ásamt vaxandi ómegð, því bömin urðu tólf, gekk nokkuð mikið á efni hans. Vorið sem Runólfur dó, kom oddviti Akrahrepps til mín og bað mig að fara með sér upp í Dýrfinnustaði. Hann áleit, að það væri vonlítið að fjöl- skyldan bjargaðist fjárhagslega. Ætlaði hann því að tala við Sig- urjón um þetta. Ég orðlengi ekki um samræður. Þar mætt- um við ekki öðm, en bjartsýni, kjarki og karlmennsku, auk ein- lægri tryggð við heimilið og fórnarlund. Hann sagðist taka að sér forystu fyrir heimilið og myndi leggja alla sína krafta í að vinna það starf... Ég þarf ekki að segja söguna lengri, þið þekkið hana öll. Sigurjón leysti sitt starf á þann hátt, að betur verður ekki á kosið." Vorið 1937 þegar Sigurjón tók að sér hið ábyrgðarmikla starf, aðeins 21 árs, voru Dýr- fínnustaðir í eigu annarra. Þar voru öll hús úr torfi og ræktun túns ekki hafin. Bústofn var lít- ill, hafði dregist saman vegna heilsuleysis Runólfs og skuldir höfðu myndast hjá kaupmanni. Utlitið var því ekki bjart, en dugnaðinn, áræðnina og bjart- sýnina vantaði ekki hinn unga bónda sem nú réðst fram á völl- inn og vann fullan sigur. Hann sneri strax vöm í sókn, því vor- ið 1938 keypti hann 1/4 í jörð- inni og ári seinna hálflenduna af Sigurlaugu á Framnesi og árið 1944 eignaðist hann af- ganginn. Þá hafði hann þegar hafist handa við endurreisn peningshúsa og fyrir 1950 hafði hann byggt öll útihús og íbúðar- hús úr steíni, hafið ræktun og girt landið að hluta. Þá þegar voru Dýrfinnustaðir orðnir með myndarlegustu býlum í Skaga- firði. Það má nærri geta, að oft hefur vinnudagurinn verið lang- ur hjá Sigurjóni, enda sagði hann mér einhverntímann, að á þessum árum hefði hann um sláttinn verið að fram um mið- nætti „og síðan reyndi maður að læðast út ekki seinna en um fjögurleytið til að nota rekjuna við sláttinn. Maður var alltaf í undirballans með tíma" bætti hann við. Jafnframt búskapnum stund- aði Sigurjón vinnu utan heimil- is í ríkum mæli, allt fram undir 1970. Á árunum milli 1940- 1950 vann hann t.d. töluvert við vegagerð hjá Gísla Gottskálks- syni, var hann þá jafnan aðal kanthleðslumaður og gekk vel undan karli, að sögn þeirra er muna. Sigurjón byggði öll sín hús sjálfur, auk þess byggði hann fyrir Pálma bróður sinn í Hjarð- arhaga. Á sjöunda áratugnum byggði hann fjós og hlöðu bæði á Þverá og Grænumýri, svo fátt eitt sé nefnt. Björn á Framnesi hefur enn orðið í fyrmefndu á- varpi sínu. „Enginn ájafnmörg handtök hjá nágrönnum sínum og Sigurjón. Ef stórt átti að vinna hér á bæjum, var leitað til

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.