Feykir


Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 07.06.2000, Blaðsíða 7
21/2000 FEYKIR 7 Rauði Krossinn stóð nýlega fyrir barnfóstrunámskeiði á Sauðárkróki fyrir 11-14 ára krak- ka. Mjög góð þátttaka var í námskeiðinu, rúmlega 30 tóku þátt, og skipta varð í tvo hópa, en alls stóð námskeiðið í 16 kennslustundunum. Á myndinni eru verðandi barnfóstrur ásamt leiðbeinendunum Sigríði Stefánsdóttur leikskólakennara til vinstri og Guðrúnu Jóhanns- dóttur hjúkrunarfræðingi til hægri. Tindastóll fær Skagamenn heim Tindastóll sigraði KS 1:0 í undanúrslitum Bikarkeppni KSI í fyrrakvöld. Markið kom eftir þunga sókn upp úr miðjan fyrri hálfleik og var það Joseph Searsh sem renndi boltanum yfír línuna eftir að varnarmaður KS féll í teignum. Hvatarmenn léku gegn Þór á Akureyri og töpuðu 0:5. Dregið var í 32-liða úrslit í gær og fá Tindastólsmenn Skagamenn á Krókinn í næstu umferð. Sem sagt tilhlökkunarefni fyrir knatt- spyrnuáhugamenn hér um slóðir, Sigurjóns. Það var vegna þess, að menn vissu, að hann gat engum neitað. I öðru lagi vegna þess, að enginn skilaði stærra dagsverki en hann." „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi." Og víst er um það að Sigurjón stóð aldrei einn. Móðir hans var fyrir inn- an hjá honum allt þar til hann kvæntist. María á Dýrfinnu- stöðum var mikil kona og merk, prýðisvel greind, bráð- lagin til allra verka og hörku- dugleg. Systkini Sigurjóns tóku snemma til hendinni og unnu heimilinu af miklum dugnaði meðan þau gátu. Svo tíndust þau í burtu eitt og eitt og reistu sín eigin heimili. Það er Itfsins saga. Eins og áður sagði kvæntist Sigurjón 1963. Sigga á Dýr- fmnustöðum, en svo var hún á- vallt kölluð, var manni sínum prýðis lífsförunautur. Stór- myndarleg húsmóðir og hörku- dugleg til allrar vinnu, gestrisin og góð eiginkona. Sá sem þetta skrifar átti margar ánægju- stundir með þeim ágætu hjón- um á heimili þeirra og jafnan fór sá glaðari heim sem að en leikurinn fer fram um miðja næstu viku. Tindastóli hefur ekki gengið alltof vel í deildinni til þessa, er nú með tvö stig í 8. sætinu ásamt Sindra. Tindastóll gerði jafntefli í síðasta leik við KA á Akureyri. Kristmar Bjömsson kom liðinu yfír um miðjan seinni hálfleik, en KA-menn náðu að jafna tíu mín- uturn síðar. Tindastóll mætir í næstu umferð FH-ingum og fer sá leikur fram á Króknum nk. föstu- dagskvöld. garði kom. Slfkra er gott að minnast og dýrmætt að eiga að vinum. Sigurjón á Dýrfinnustöðum verður öllum minnisstæður er honum kynntust, sakir mann- kosta hans og atgerfis til lfkama og sálar. Eins og að framan seg- ir var hann hörkuduglegur til allrar vinnu, bráðlaginn, útsjón- arsamur og stál heiðarlegur. Hann hafði yfirburða greind, vel lesinn og fjölfróður. Hann var hagorður ágætlega, hafði gaman að binda saman orð sín og hugsanir og tókst það oft með ágætum vel. Hann var skapmaður mikill, en tókst vel að hemja skap sitt, enda maður- inn stilltur að eðlisfari, prúður og samvinnuþýður. I engu vildi hann vamm sitt vita, tryggur vinur, en ekki allra viðhlæjandi. Hann bjó aldrei stórt, hafði aldrei margt á fóðrum, en átti ævinlega nægt fóður og var oft- ast nær aflögufær um hey. Fjár- málamaður var hann meir en í meðallagi, glöggur og úrræða- góður um alla útvegun. Sigur- jón bar mikla persónu, var því jafnan í forystuhlutverki á gleðifundum. Þótt segja mætti, Siglfirðingar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í 2. deildinni eft- ir að hafa tapað í fyrstu umferð vestur á ísafirði. KS vann Selfoss 2:1 á Siglufirði og Léttismenn síðan með sömu markatölu syðra. Hvatarmenn hafa gert tvö jafntefli í 3. deildinni, gegn Nökkva og Magna, en Neistamenn töpuðu sínum fyrsta leik ídeildinni þegar Völsungar komu í heimsókn á Hofsós sl. föstudagskvöld. Loka- tölur í jöfnum leik urðu 0:1. að stundum væri Bakkus karl- inn dýrkaður bæði fast og helst til lengi, gleymdi Sigurjón aldrei skyldum sínum og stóð jafnan eftir sem sigurvegari. I fáeinum kveðjuorðum verður saga Sigurjóns á Dýr- finnustöðum ekki rakin, heldur stiklað aðeins á stöku stein. Saga hans er eins og annarra ís- lenskra bænda greift í þjóð- arlíkamanum, ávöxtur og at- orka kynslóðarinnar sem er og verður. Eg hitti Sigurjón vin minn daginn áður, en hann kvaddi þetta jarðneska líf. Við kvödd- umst þá með óskum um endur- fundi að fáeinum dögum liðn- um, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er, og hvenær sá dag- ur kemur, að við fáum að hittast á ný, ræður Guð einn. En eitt er víst, þá verður gleðifundur. Ég votta eftirlifandi eigin- konu hans og dóttur ásamt öðr- um ættingjum og vinum mína innilegustu samúð og bið Guð að blessa okkur minningu góðs vinar. Gísli Víðir Björnsson frá Framnesi. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu 4 lítið notuð heils- ársdekk á felgum Hankook Dynamic radial Z36 LT215/75R15 . Upplýsingarí síma 453 5933 e.kl. 18. Soda Stream tæki óskast. Uppl.ísíma 453 5303. Sundþjálfari óskast! Sunddeild Tindastóls óskar að ráða sundþjálfara frá 15. ágúst nk. Upplýsingar í síma 453 5024 (Ebba) eða 453 6141 (Jón Þór). Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaljörður Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá AðaMutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. Bændur athugið! Tek að mér að saga rekavið í girðingarstaura. Er með öfluga og góða stórviðarsög sem auðvelt er að ferðast með. Get einnig útvegað girðingarstaura á hagkvæmu verði. Pantanir teknar í síma 453 5383. Fjármálastjóri Staða fjármálastjóra við Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal er laus til umsóknar Hólaskóli er stofnun í örum vexti en þar er boðið upp á nám á sviði hrossaræktar.ferðaþjónustu og fiskeldis. Rekið er öflugt rannsóknarstarf á ýmsum sviðum, auk þess sem starfrækt er ferðaþjónusta, fiskeldi og búrekstur. Starfssvið: Starfið felur í sér umtalsverða aðkomu að rekstrarstjórnun og stefnumótun. Umsjón með fjárreiðum og bóklialdi. Gerð fjárhagsáætíana,fjárlagatillagna og verkefnavísa. Umsjón með launa- og starfsmannamálum. Menntun-og hæfniskröfur: Viðskiptafræði- eða rekstrarfræðimenntun. Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg. Góðir samstarfshæfileikar. Frumkvæði og skipulagshæfileikar. Um er að ræða einstakt tækifæri til að taka þátt í örum og spennandi vexti framsækinnar stofnunar. Nánari upplýsingar veitir Skúli Skúlason skólameistari í síma 453-6300. Vinsamlegast sendið umsóknir til Hólaskóla,Hólum í Hjaltadal fyrir lO.júní n.k.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.