Feykir


Feykir - 14.06.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 14.06.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 22/2000 Jörmundur Ingi alherjargoði helgar land í Skagafirði í tilefni þúsaldarmóta. Landhelgun og landnáms minnst í Lónkoti Fjölmenni var samankomið við Lónkot í Sléttuhlíð að kvöldi hvítasunnudags. Þar fór fram trúarathöfn nokkuð frá- brugðin þeim er jafnan er iðk- uð þennan dag og umgjörðin með allt öðrum hætti. Hesta- menn tóku virkan þátt í athöfn- inni en þarna var verið að minnast landnáms Höfða- Þórðar sem var eitt hið stærsta hér í Skagafirði eftir því sem landnáma segir, um aldamótin níu hundruð og náði yftr Höfðaströnd og drjúgan hluta Sléttuhlíðar. Þeir feðgar Olafur og Jón í Lónkoti hafa gert enn eitt snyrtilegt útivistar- og sýning- arsvæði í Lónkoti. Það er hringsvið í nriðju og ofar því bogamyndað áhorfendasvæði í skjóli fyrir norðri. Myndarleg- um bálkesti hafði verið komið iyrir í ntiðju sviðsins. í upphafi athafnar riðu skrautbúnir hesta- menn á fákum sínum. Foring- inn Símon frá Barði kveikti eld í kestinum og hestamenn riðu heiðurshring. Jörmundur Ingi alsherjar- goði og hans menn voru á ferð um landið í tilefni árþúsunda- móta, til að helga land eins og geit var að heiðra manna sið. Jörmundur helgaði land og flutti trúarboðskap meðan eld: ar bmnnu. Að hætti fornmanna báru allsherjargoðinn og hans aðstoðarmaður trúarleg tákn en einnig vopn, sverð og öxi, og var unr nokkuð tilkomumikla athöfn að ræða. Þá var komið að því að at- hjúpa minnisvarðann um Höfða-Þórð. Olafur Jónsson staðarhaldari í Lónkoti sagði heiðna menn hafa haldið hátíð á hvítasunnunni hið forna. Þegar sólin var hvað hvítust og heitust. Ólafur vék að land- námi Höfða-Þórðar og kvað landnámu greina frá því að Höfða-Þórður hefði verið merkur maður en hann var niðji Ragnars loðbrókar. Það var Jörmundur Ingi alsherjar- goði sem afhjúpaði minnis- varðann og í leiðinni þakkaði hann þeim Lónkotsmönnum fyrir athöfnina og aðrar athafn- ir sem þeir hafa staðið íyrir og tengjast sögu lands og merkra manna. Jörmundur sagði þá Ólaf og Jón í Lónkoti hafa unnið stórvirki á þessum stað. Handverk 2000 á Hrafnagili í ágúst Gyða Ölvisdóttir formaður Krabbameinsfélags A.-Hún. færir Pétri Arnari Péturssyni framkvæmdastjóra og Páli Níels Þorsteinssyni yfirlækni efnagreiningartækið. Mynd/Sig. Kr. Krabbameinsfélagið færir gjafír Krabbameinsfélag Aust- ur-Húnvetninga færði fyrir skömmu Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi að gjöf efnagreiningartæki. Tækin mæla ýmsa krabbameins- vísa svo og margs konar hormóna og hjartaemsím. Að auki gaf krabbameinsfé- lagið Héraðshælinu, eins og sjúkrastofunin er jafnan kölluð, tvær rúmdýnur. Hin árlega handverkssýning að Hrafnagili, Eyjafjarðarsveit verð- ur haldin dagana 10. - 13. ágúst nk. Handverk 2000 er sölusýning handverksfólks sem haldin er á vegum Eyjafjarðarsveitar og hef- ur þessi samkoma handverkafólks nú fest sig í sessi sem árviss við- burður í sveitafélaginu. Fram- kvæmdaraðili sýningarinnar er Vínehf. og framkvæmdarstjóri er Björk Sigurðardóttir. Þetta er í áttunda sinn sem handverkssýning að Hrafnagili er haldin. Mikil þróun hefur átt sér stað á þessum árum í gæðum og fjölbreytni handverks og hefur sýningin vaxið mjög að umfangi með ári hverju. Sýningarsvæðið er í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla svo og í kennsluhúsnæði. Mark- aður verður við útitorg og verða iðnaður og afurðir heimilanna uppistaða hans. Þema sýningarinnar að þessu sinni er „Kirkjan á afmælisári’" og verður leitast við að móta umgjörð sýningarinnar með kirkjuna í huga. A sýninguna kemur Annika Jostrand Liljevall en hún er sænsk listakona sem í seinni tíð hefur skorið út smáhluti t.d. spegil- ramma, skartgripi ofl. og málað í hreinum litum. Laugardaginn 12. ágúst kl 10:00 ætlar hún að vera með fyrirlestur sem hún kýs að kalla „Innblástur frá kirkjumynd- um”. Dagana eftir sýningu heldur hún námskeið þar sem tálgað er úr fersku tré og það málað á eftir. Yf- irskrift námskeiðsins er „Að fá innblástur frá gömlu til að gera nýtt”. Alla sýningardagana verður kaffisala og grillveislur við útitjald tyrir gesti jafnt sem handverksfólk á svæðinu. Boðið verður upp á ýmsa afþreyingu og á laugardags- kvöldi verður uppskeruhátíð hand- verkafólks þar sem öllum er vel- komið að vera þátttakendur. Handverksfólk sen ætlar sér að taka þátt í sýningunni og /eða námskeiðum á vegum sýningar- innar er hvatt til þess að skrá sig sem fyrst á heimasíðu sýningar- innar www.skyggnir.is/handverk <http://www.skyggnir.is/hand- verlo eða hafa samband við Björk í síma 8631415. Sumarhátíð Þroskahjálpar haldin í sjötta sinn að Steinsstöðum Hin árlega tjölskylduhátíð Landssamtakanna Þroskahjálp- ar verður haldin að Steinsstöð- um í Skagaftrði dagana 23.-25. júní nk. Þetta verður í sjötta skipti sem hátíðin er haldin að Steinsstöðum en þar er öll að- staða mjög góð, gott aðgengi, mjög gott leiksvæði og sund- laug. Fjölskylduhátíðin er kjörinn vettvangur fyrir foreldra og systkini fatlaðra, svo og fatlaðra sjálfa að kynnast og skemmta sér. Svæðið verðuropnað kl. 18 föstudaginn 23. júní. A laugar- deginum verður m.a. farið í leiki, frítt verður á hestbak, grillveisla verður haldin, sung- ið og dansað við undirleik harmonikku. Varðeldur verður tendraður um miðnætti. Aðgangseyrir er kr. 2000 fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir böm og er innifalið í verðinu gisting í svefnpokaplássi eða tjaldstæði, grillveisla og afnot af hestum. Ef næg þátttaka er verður rútuferð frá Reykjavík á föstudag og heim aftur á sunnu- dag. Skráning þátttöku er hjá Þroskahjálp í síma 588 9390 íyrir 20. júní. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þcrraiinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svail hf. Fevkir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.