Feykir


Feykir - 14.06.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 14.06.2000, Blaðsíða 3
22/2000 FEYKIR 3 Fjörutíu ár frá opnun Staðarskála „Meðan vegurinn var slæm- ur yfir heiðina og það tók 4-5 tíma að fara til Reykjavíkur, kom það oft fyrir að fólk þurfti að fá gistingum hjá okkur, sér- staklega þegar eitthvað var að veðri. Þá þurfti stundum að vaka eftir fólki ef við vissum af einhverjum á heiðinni, og dæmi voru þess að hátt í hund- rað manns gistu á teppum og flatsæng á gólfi skálans og heima hjá okkur”, segir Bára. En Staðarskáli „vinurinn við þjóðveginn” eins og hann hefur stundum verið kallaður var líka brautryðjandi í matar- menningu landans., Já ég held við höfum verið fyrst með hamborgarana. Askurinn byrj- að með þetta tveim eða þrem árum seinna. Þannig var að hjá okkur starfaði fyrsta sumarið stúlka sem unnið hafði við matsölu í Bandaríkjunum, og Kór Barnaskólu Staðarhrepps syngur undir stjórn Pálínu Skúladóttur. Það stóð mikið til í Staðarskála sl. laugardag, en þá var þess minnst að 40 eru liðin frá opn- un skálans 9. júní 1960. Gest- um og gangundi var boðið upp á kaffihlaðborð í tilefni dagsins. Einnig var söngur og gamanmál á dagskrá. Kór Bamaskóla Staðarhrepps og Lóuþrælamir sungu og Ein- ar Georg Einarsson flutti gamanmál. Mikill mann- fjöldi kom í Staðarskála til að samfagna með aðstandendum skálans og létu sveitungar og nágrannar sig ekki vanta. Það vom hjónin Bára Guð- mundsson og Magnús Gísla- son og Eiríkur bróðir Magnús- ar sem stóðu að opnun Staðar- skála á sínum tíma. Magnús lést íyrir nokkmm ámm en Vil- borg dóttir hans og Bám og tengdasonurinn Kristinn Guð- mundsson hafa koinið að rekstrinum nú seinni árin. Aðspurð segir Bára Guð- mundsdóttir að mikil breyting hafi orðið á hlutnum á þessum 40 ámm. Húsnæðið var fyrst í stað það sem matsalurinn er í dag, og nokkuð rúmt til að byrja með, en fljótlega varð þó matarsalan það mikil að nauð- synlegt var að bæta við hús- næðið. Það vargert 1972. Eiríkur Gíslason t.\. og Bára Guðmundsdóttir Lh. tveir af stofnendum Staðarskála, og nánustu samstarfsmenn þeirra í dag, Kristinn Guðmundsson og Vilborg Magnúsdóttir. hún kom með þetta þaðan. Við heimagerðum hamborgarana og frönsku kartöflumar til að byrja með, enda var þetta dýrt í innkaupi þá. Við fengum svo Húna á Blönduósi til að baka brauðið með borgumnum”, sagði Bára og jánkar því að lík- lega hefði þurft mikinn mann- skap í dag við að gera ham- borgarana og frönsku karföfl- umar ef sömu aðferðum væri beitt. í dag starfa um 30 manns í Staðarskála, eða um 17 árs- störf. Bára segir að umferðin sé alltaf að aukast og traffíkin fari síst minnkandi, og hún merki nokkra aukningu með tilkomu Hvalfjarðargangna. Vegirnir séu alltaf að batna og umferð fólsbíla að aukast sem og land- flutningar með vömr. Sýning í Lundi Föstudaginn 16. júní kl. 20 opna Auður Vésteinsdóttir og Sigríður Agústsdóttir samsýn- ingu á veflistarverkum og reyk- brenndum vösum og tekötlum í Gallerí ash í Lundi í Varmahlíð. Sýningin stendur til 30. júní og er opin frá kl. 10 til 18 alla daga nema þriðjudaga. Feykir nú aðra hverja viku! Vegna sumarleyfis ritstjóra kemur Feykir út aðra hverja viku nú um hásumarið, fram í ágúst. Næstablað kemur þ\i út 28. júní. Samvinnubókin og KS- Tveir sóðir kostir til að ávaxta s

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.