Feykir


Feykir - 14.06.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 14.06.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 22/2000 „Eins og kaupstaðastrákurinn sem fór bursta- klipptur í sveitina á gúmmískónum" segir Árni Harðarson nýi staðarhaldarinn á Löngumýri kyrrðarsetri Þjóðkirkjunnar „„Það er gott að litlar tær eru famar að tipla á gólfunum héma”, sagði kona sem kom hingað á dögunum. Svo er ég nú heldur ekki einn þegar ég hef hana Mæju mína með mér. Maður væri nú hálf handalaus ef betri helminginn vantaði. Ég er ráðinn hérna til loka ágúst, en vildi náttúrlega vera héma mikið lengur. Það er svo ljúft að vera héma í Skagafirði. Kynni mín af Skagfirðingum hafa verið á- kaflega góð. Þetta er líflegt og elskulegt fólk upp til hópa og fremst meðal jafningja finnst mér vera Ásbjörg á hótelinu, sem hefur reynst mér ákaflega vel”, segir Árni Harðarson nýi staðarhaldarinn á Löngumýri. „Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni. Ég sé fram á gott sumar”, segir Árni. Árni Harðarson og María Tryggvadóttir ásamt börnum sínum, Herði Hólm, Tryggva Hólm og Katrínu Hólm. Elsta dóttirin Hilda Hólm var stödd á Akureyri. Árni er borinn og barnfæddur Ak- ureyringur, er þjónn að mennt, og hef- ur nokkur síðustu sumur unnið hjá Ásbjörgu í Varmahlíð. Aðspurður hvernig það hafi komið til að hann sóttist eftir að taka við Löngumýri segir Árni að sér hafi lengi fundist þetta spennandi staður, þar sem hægt væri að gera marga góða hluti. Hann verður svolítið dularfullur á svipinn þegar blaðamaður spyr hvernig það hafi komið til að honum bauðst svo staðurinn? „Ég hef komist að því að það er betra að framkvæmda hlutina í tíma áður en það er um seinan”, segir hann og verður nokkuð alvarlegur, en þama var hann að vitna til þess þegar hann ætlaði að skreppa í heimsókn til Sig- urjóns í Villinganes, á laugardegi var því frestað fram á sunnudag og síðan til næstu helgar, en í millitíðinni brann gamla húsið í Villinganesi. „Eftir að séra Stína og Oli fóru héðan, hafði ég samband við séra Gísla og lét hann vita af áhuga mínum fyrir Löngumýri. Hann hafði síðan samband við mig í vor og spurði hvort ég væri til í slaginn. Ég sagði honum að það þyrfti þá að skoða hvort hægt væri að fá konuna mína lausa úr vinnu sem hún var í. Eftir tvo daga var þetta klappað og klárt og Mæja kom svo hingað núna í byrjun mánaðarins. Fara ekki allir í sporin frú Margrétar Fyrir mig er að koma hingað eins og kaupstaðastrákinn sem fór bursta- klipptur í sveitina á gúmmískónum á vorin fullur af spenningi. Við erum héma fjölskyldan í þessu saman. Elsta stelpan er reyndar að vinna á Akureyri en kemur hingað um helgar og hjálp- ar til. Stelpumar em í því að uppvarta og drengimir hjálpa til við uppvaskið. Ég geri mér náttúrlega alveg fulla grein fyrir því ,að það er nánast ó- mögulegt að fara í sporin hannar Frú Margrétar en við munum gera okkar besta.” Ámi segir að það haft verið nóg að gera flestar helgar frá því hann kom á staðinn í aprílbyrjun og þónokkuð þess á milli. Það haft verið veislur, kaffisamsæti og hvað eina, og það sé gott framundan alveg fram í septem- ber. „Við vomm með málverkasýningu hérna um páskana, þar sem að sjö skagfirskir listamenn sýndu. og jafn- framt var opið hús með kaffi og vöffl- um. Prestarnir voru með námskeið fyrir væntanleg brúðhjón héma á dög- unum. Svo verða hérna sumarbúðir fyrir fatlaða í sumar, þrír hópar. Það verður kristniboðsmót í júlí, niðjamót í ágúst og síðan verður 50 ára úrskrift- arafmæli Löngumýrarmeyja í byrjun september og svona mætti áfram telja. En þetta ræðast náttúrlega lfka af við- urgjörningnum hvernig manni tekst til. Ég segi að besta auglýsingin sé það fólk sem kemur fram í eldhús og þakkar fyrir sig áður en það fer”, seg- ir Á.mi Harðarson. Húsmæðraskólinn á Löngumýri, nú kyrrðarsetur Þjóðkirkjunnar. Guggumótið haldið í annað sinn Tuttugu og eitt par mætti til leiks á bridsmóti í Fljótum sem haldið var til minningar um Guðbjörgu Sigurðar- dóttur. Guðbjörg, eða Gugga eins og hún var kölluð, var virkur bridsspilari um 20 ára skeið en lést langt um aldur fram fyrir nokkmm ámm. Mótið sem eingöngu konur taka þátt í var nú hald- ið í annað sinn og verður væntanlega árlegur viðburður a.m.k. ef marka má ummæli þátttakenda í mótslok. Anna ívarsdóttir og Guðrún Osk- arsdóttir úr Reykjavík sigmðu í mót- inu, hlutu 136 stig og urðu 57 stigum fyrir ofan næsta pai'. Þær náðu naumri fomstu í lok fyrri keppnisdags en seinni daginn gekk þeim nánast allt í hag þannig að þær sigldu jafnt og jxítt langt fram úr öðmm keppendum. I öðm sæti urðu Alda Guðnadóttir og Dóra Axelsdóttir úr Borgamesi með 79 stig og í þriðja sætið hlutu Soffía Guð- mundsdóttir Ak. og Stefánía Sigur- bjömsdóttir Sigluf. með 71 stig. Soffía var að sjálfsögðu aldursforseti mótsins en spilar enn af sömu leikgleði og áður og gefur þeim yngri ekkert eftir. Hún náðí þriðja sætinu með því að taka tvær slemmur í síðustu setunni. Röð næstu para varð eftirfarandi: 4. Guðlaug Mámsdóttir og Kolbrún Guðveigsdóttir 65 stig. 5. Jóhanna Sigurjónsdóttir og Una Ámadóttir 48 stig. 6. Erla Guðjónsdóttir og Sigrún Angantýsdóttir41 stig. Spilaður var tvímenningur alls 84 spil. Mótsstjóri var Birkir Jónsson. ÖÞ. \

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.