Feykir


Feykir - 28.06.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 28.06.2000, Blaðsíða 1
FEYKIM 28. júní 2000, 23. tölublað 20. árgangur. Óháð f réttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Valgerður Sverrisdóttir opnaði atvinnulífssýninguna á Hvammstanga. Hér er hún að sníða peysuermi í ullarverksmiðjunni Isprjóni og nýtur aðstoðar Elínar Líndal oddvita. Á þriðja þiísund sóttu atvinnu- lífssýninguna á Hvammstanga Talið er að á þriðja þúsund manns hafí sótt atvinnulífssýn- inguna „Atvinna 2000" sem haldin var í félagsheimilinu á Hvammstanga um helgina, en þar kynntu um fimmtíu og fimm aðilar úr Húnaþingi vestra framleiðslu sína og þjónustu, í rúmlega fjörutíu sýningarbás- um. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra opnaði sýninguna og sagði í ávarpi sínu mjög á- nægjulegt og mikilsvert að fólk geti verið stolt af sínu lífsviður- væri út í byggðunum, sýning sem þessi væri mikið framtak og hvatning, og sýndi fram á þá miklu möguleika sem fælust í atvinnu og búsetu á lands- byggðinni. RáðheiTann var mjög ánægður með sýninguna eins og sýningargestir voru al- mennt, og þegar hún skoðaði nýbyggt iðnaðarhúsnæði í Standbæ og prónaverksmiðjuna Isprjón lýsti hún yfir undrun sinni á því framtaki og dug sem einkenndi atvinnulíf í Húna- þingi vestra. Ohætt er að taka undir þessi orð ráðherrans. Atvinnuífssýn- ingin á Hvammstanga var mjög glæsilegt framtak og skemmti- leg sýning og ber þess vott að íbúar Húnaþings vestra er mjög duglegt fólk og áræðið, í sókn- arhug og ákveðið að búa áfram í sinni heimabyggð. Þetta er önnur atvinnulífs- sýningin sem haldin er á Hvammstanga. Sú fyrsta var 1997, eða fyrir þremur árum. Þá eins og nú var Björn Hannesson framkvæmdastjóri sýningarinn- ar. Björn sagði í samtali við Feyki að það væri mjög gaman að taka þátt í undirbúningi sýn- ingarinnar. „Það er mikil samstaða sem býr þarna að baki og mikil vinna að undirbúa svona sýn- ingu. Fyrir þremur árum voru margir þessara aðila nýbyrjaðir sína starfsemi og hún frekar lít- il í sniðum. Mér sýnist að sýn- ingin þá hafi orðið þeim hvatn- ing og þeir komu öflugri til leiks núna. Það var mjög gaman að skynja þennan skemmtilega móral sem var ríkjandi á fimmtudagskvöldið og föstu- daginn þegar fólk var að koma sínum básum upp. Þá var verið að skoða hver hjá öðrum og lána á milli það sem vantaði. Svona sýningar þjappa fólki saman og virkar sem mikil hvatning. Ég er ekki í vafa um það", sagði Bjöm Hannesson. Svinavatnshreppur tekur myndarlega á málum Styrkir býlin vegna „Fegurri sveita" Svínavatnshreppur tekur myndarlega á málum í átakinu „Fegurri sveitir " sem landbún- aðarráðuneytið stendur fyrir í sumar. Sveitarsjóðurinn ætlar að styrkja hvert heimili í hreppnum um allt að 200 þús- und krónur sem lagðar eru til umhverfismála í sumar. Að auki sér hreppurinn um kostnað við að fjarlægja brotajárn, svo sem úr sér gengnar vélar og bíla, og var einmitt staðið í slík- um framkvæmdum í hreppnum í gær, að sögn Jóhanns Guð- mundssonar oddvita í Holti. Svínavatnshreppur nýtti sér þjónustu starfsmanns verkefnis- ins „Fegurra sveita". Var það eitt hans fyrsta verk að fara um sveitina í vor til að kynna verk- efnið. Starfsmaðurinn kemur síðan aftur í haust og gerir út- tekt. Jóhann í Holti segir um- hverfismálin í góðu horfi á mörgum bæjum íhreppnum, en til séu þeir staðir sem gera megi betur. Um 30 heimili eru í Svínavatnshreppi og þau hafa ýmsa möguleika í sumar til framkvæmda og það sem styrkirnir ná til er t.d. utanhúss- málning, girðingar, bæði ný- byggingar og viðhald, viðhald og gerð vega og vegaslóða, skógrækt og fleira. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Svínavatnshreppur veitir styrki til umhverfismála, til að mynda hafa tvisvar sinn- um áður verið veittir máln- ingarstyrkir. Jóhann segir að áhugi virðist vera mikill í hreppnum fyrir verkefninu, þannig að búast má við fram- kvæmdagleði í Svínavatns- hreppi í sumar. Sveitarfélagið Skagafjörður Tapaði málinu um orlof kennara Sveitarfélagið Skagafjörður tapaði máli er einn kennara grunnskólanna höfðaði vegna ágreiningsatriðis um orlofs- greiðslur í kjarasamningi. Á sveitarstjómarfundi ígærsagði Snorri Björn Sigurðssonar sveitarstjóri að vegna þessarar niðurstöðu yrði kostnaður sveitarfélagsins vegna kjara- samningsins við kennararana um þremur milljónum meiri á samningstímabilinu, sem er rúm tvö ár en því lýkur um næstu áramót. Það var Sighvatur Torfason sem höfðaði málið og hefur niðurstaðan fordæmisgildi varðandi kjör annarra kennara við grunnskóla í sveitarfélag- inu. Þá var sveitarfélaginu gert að greiða 200 þúsund krónur í málskostnað. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆUÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æ& bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauíárkrókur Fax:453 6140 ^Bíiaviðgetðit ^þ Hjóibatðaviðgetðit Réttingat ^Sptautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.