Feykir


Feykir - 28.06.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 28.06.2000, Blaðsíða 3
23/2000 FEYKIR 3 Verksmiðjuhús ís- prjóns vígt formlega Síðasta laugardag var fonn- lega vígt nýtt verksmiðjuhús ullarfyrirtækisins Isprjóns á Hvammstanga. Húsið, sem er um 1350 m2 að stærð, var tekið í notkun í marsmánuði sl. Hjá ísprjóni starfa rúmlega þrjátíu manns, en auk söluskrifstofu í Reykjavík sem starfar undir nafni systurfyrirtækisins Drífu, er það með saumastofu á Skagaströnd og verktakar hjá ísprjóni starfa á Sveinssöðum í Þingi og Krossholti á Barða- strönd. Að sögn Kristins Karls- sonar framkvæmdastjóra hefur salan gengið vel undanfarið og því ekki um að ræða birgða- söfnun. Evrópumarkaðurinn er langdrýgstur, og þar stærst Þýskaland og Noregur. Þá hef- ur verið selt nokkuð á Japan og Bandaríkjamarkaður virðist lofa góðu og vera að lifna við, en minnkandi sala á þann mark- að var m.a. ástæðan fyrir hnign- un ullariðnaðarins í landinu á sínum tíma. Fjölmenni var viðstatt vígslu ísprjónshússins sl. laugardag, enda um stóran viðburð að ræða á héraðsvísu. Húnaþing vestra hefur skipað sér á bekk sem mesta ullarvinnsluhérað landsins og ísprjón er meðal stærstu fyrirtækja héraðsins. Guðmundur Haukur Sigurðs- son stjórnaiformaður ísprjóns flutti ávaip við upphaf athafnar- innar, séra Guðni Þór Olafsson á Melstað flutti blessunar- og vígsluorð og naut þar aðstoðar tveggja starfsmanna Isprjóns Agnesar Magnúsdóttur og Þor- bergs Guðmundssonar. Það var iðnaðarráðherra Val- gerður Sverrisdóttir sem lagði síðan sitt á vogarskálimar við framleiðslu ísprjóns með því að sníða hluta úr peysu og naut við það aðstoðar Elínar Líndals oddvita Húnaþings vestra. Tókst þeim stöllum það nokkuð vel. Kristinn Karlsson fram- kvæmdastjóri notaði þá tæki- færið og færði ráðherranum að gjöf injög fallega ullarpeysu frá starfsfólki ísprjóns. Iðnaðarráðherra kvaðst á- nægður með það frumkvæði sem Húnaþing vestra hefði sýnt í ullariðnaðinum og vonandi Kristinn Karlsson framkvæmdastjóri afhenti Valgerði ráðherra fallega peysu að gjöf frá starfsfólki Isprjóns. Dagsson sýnir í Lundi Laugardaginn I. júlí kl. 14 opnar Jóhannes Dagsson myndlist- arsýningu í Gellerí ash, Lundi í Vaimahlíð. Þema sýningarinnar er hkaminn og eru verkin máluð með olíu á striga. Þetta er önnur einkasýning Jóhannesar og áður hefur hann hald- ið málverkasýningu á Kaffi Karólínu 1999 og hélt sýningu með Olafi Sveinssyni í Safnahúsinu á Húsavik 1998. Sýningin er opin alladaga nema þriðjudaga kl. 10-18 og stendur til 21. júlí. LiIIukórinn söng \ið opnun Atvinnu 2000 á Hvammstanga, undir stjóm Ingibjargar Pálsdóttur frá Bjargi við undirleik Guðjóns Pálssonar. mundi það ganga vel og þessi atvinnugrein eiga sér langa og farsæla framtið. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagðist bjartsýnn á að smiðirnir hefðu ekki erfiðað til ónýtist og hér ætti eftir að fara fram blómleg staifsemi um langan aldur. I sama streng tók Hjálmar Jóns- son og í máli Agústs Eiríksson- ar eins aðaleiganda ísprjóns kom fram að þrautseigja og dugur starfsfólksins væri það besta veganesti sem fyrirtækið ætti. IMautagrillsneidar Safi 2 Itr. Bökunarkartöflur kr. 119 kg. TUBORG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.