Feykir


Feykir - 28.06.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 28.06.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 23/2000 Þetta helst í hendur við gengið í landbúnaðimim“ segir Kristján Sigurpálsson í Vélavali í Varmahlíð „Það var annaðhvort fyrir mig að hætta þessu, eða komast í stærra húsnæði svo að starfsemin gæti haldið áfram að dafna. Gamla húsnæðið var ákaf- lega þröngt og óhentugt og setti mér nokkrar skorður. Nýja húsið hefur eiginlega reynst mikið betur en ég bjóst við þannig að ég er mjög sáttur við hlutina”, segir Kristján Sigurpálsson eigandi verslunarinnar Vélavals í Varmahlíð. Það vakti nokkra athygli þegar Kristján byggði nýtt hús und- ir starfsemina, flutti inn hús frá Spáni sem tekið var í notkun 3. febrúar 1998. Það vareinkum vegna staðsetningarinnar sem svo margir urðu var- ir við þessar framkvæmdir, en Vélaval er nú staðsett við aðalgatnamótin í Varmahlíð, við aðalumferðina, eða í krikanum við Norðurlandsveg þar sem Sauðárkróksbraut endar. Vélaval í Varmahlíð, þjónustufyrirtæki staðsett við enda Sauðárkrós- brautar í Varmahlíð. „Ég byrjaði að versla með vélar og varahluti 1974 í húsinu sunnan Víði- mels. Ég tók við sumu af því sem fað- ir minn verslaði með áður en alla tíð hefur verslunin byggst á þjónustu við bændurna og landbúnaðinn, svo sem varhluti í landbúnaðartæki, einkum heyvinnuvélar, fóðurvöru og áburð.” - En hvað kom til að Kristján valdi að koma sér fyrir á þessum stað í Varmahlíð? „Ég var lengi búinn að hafa auga- stað á þessari lóð en það var aldrei gef- inn möguleiki á að setja þarna niður hús fyrr en síðasta aðalskipulag var gert fyrir Varmahlíð. Þetta er mjög góður staður, við aðalumferðaræðina, sem hefur augljósa kosti”. Hvernig hefur svo gengið á nýja staðnum? „Bara mjög vel. Veltan hefur um það bil tvöfaldast, þannig að ég get ekki verið annað en ánægður, og vita- skuld spilar þarna inn í stórbætt að- staða”, segir Kristján og aðalvaxta- broddinn í starfseminni segir hann felst í því að Vélaval fór að bjóða inn- réttingar og tækjabúnað í fjósin, nán- ast allt í fjósin nema mjaltabásana sjálfa, en auknar kröfur í mjólkurfram- leiðslunni hafa orðið til þess að bænd- ur hafa verið að breyta fjósunum stór- lega undanfarin ár og lausagöngufjós eru nú óðum að riðja sér til rúms, en í þau þarf allt aðrar innréttingar og tækjabúnað en í hefðbundin fjós. „Kúabændur voru margir hverjir komnir á tíma með að endumýja fjós- in. Margir þeirra em að stækka við sig í leiðinni og kaupa aukinn kvóta. Og það fylgir því þegar framleiðslan eykst að þá þarf aukinn tækjakost og bættan búnað, til að álagið og vinnan aukist ekki á bændafólkið, því allt miðar þetta að því í dag að spara vinnu og skapa hagræðingu í rekstrinum”. - Þannig að þú ert þokkalega bjart- sýnn á framhaldið? „Já það má segja að þetta haldist í hendur, hvemig gengur í landbúnaðin- um. Ég er reyndar mjög svartsýnn á sauðfjárræktina, þar sýnist mér ástand- ið ekkert vera að lagast og halli held- ur á verri veginn. Það er miklu bjartara framundan í mjólkurframleiðslunni og þar líst mér vel á hlutina, líka í kom- ræktinni. Þar sýnist mér vera talsverð bjartsýni ríkjandi og menn hyggja á inntlutning á tækjum til kornræktar- innar, enda hefur hún gengið vel héma í Skagafirði”. - En er ekki mikil samkeppni í versluninni með þessar vörur eins og aðrar. Einhvemveginn hélt maður að þetta svæði væri ekki til skiptanna fyr- ir marga? „Jú vitaskuld er bullandi sam- keppni, en ég held að hún sé bara til góða og skapi þeim aðhald sem í þessu eru. En við bindum okkur ekki alveg við þetta landsvæði, t.d. í varhlutunum er ég að selja talsvert til endursölu til aðila víðs vegar um landið. Þetta styð- ur hvað við annað þegar maður er að vasast í svona mörgu”, sagði Kristján Sigurpálsson að endingu. Kristján Sigurpálsson í Vélavali ásam þeim tveimur starfsmönnum sem vinna hjá fyrirtækinu, Sigurbirni Á. Friðrikssyni t.v. og Jóhanni P. Jóhannssyni. Að loknu Eyrarsundshlaupi Yfir 100 þúsund manns hlupu yfir Eyrarsundsbrúna, milli Danmerkur og Svíþjóðar, við vígslu brúarinnar 12.júní sl. Skokkarar frá fslandi létu sig ekki vanta í þetta hlaup, sem var hálft maraþon, eða 21 km. Trúlega hefur stærsti hópurinn frá landinu bláa, miðað við höfðatöluna margfrægu, komið frá Sauðárkróki, en 12 hlauparar þaðan tóku þátt. Að sögn þeirra var þetta mikil upplifun og mjög skemmtilegt hlaup. „Þetta var alveg frábært og eiginlega ekki hægt að lýsa stemmningunni. Náttúrlega var þetta ennþá skemmtilegra af því við vorum í skemmtilegum hóp, og allt skipulag varðandi ferðina stóð eins og stafur á bók”, sagði Ólafur Þorbersson einn af ferðalöngunum. Mynd: Óskar Jónsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.