Feykir


Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MED RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Flæðamar á Sauðárkróki sönnuðu sig sem gott hátíðarsvæði í síðustu viku þegar þar fór fram hátíð kennd við „Búöirnar frá Hópi“. Hér eru Gyldran og Snörurnar að skemmta. Endanlega ákveðið að Byggða- stofnun ffytji á Sauðárkrók Höfðað til atgerfísfólks um nvja starfsemi Mikill áhugi fyrir frumkvöðlasetrum „Það er mjög mikils virði fyrir sveitarfélagið að fá Byggðastofnun hingað. Þama eru mörg störf fyrir háskóla- menntað fólk og tilkoma stof- nunarinnar hefur hliðaráhrif og styrkir frekar þá þ jónus- tu sem fyrir er. Það höfum við þegar séð eftir að Þróu- narsviðið kom. Þetta er fagnaðarefni“, segir Snorri Björn Sigurðsson sveitar- stjóri. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra tilkynnti fyrir helgina ákvörðun sína þess efn- is, að aðalstöðvar Byggðastofn- unar flytjist til Sauðárkróks. Ráðherrann byggir ákvörðun sína á hagkvæmniskönnun sem Price Waterhouse Coopers gerði að beiðni ráðherrans, en hún leiddi í ljós að 10 milljónir geti sparast í árlegum rekstrar- kostnaði við flutninginn. Þá myndist 70 milljón króna já- kvæður mismunur við að selja húsnæði stofnunarinnar í Reykjavík, en hinsvegar kosti um 10 milljónir að llytja stofn- unina norður. í tilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu segir að ákvörðun- in sé tekin í kjölfar þess að stjóm Byggðastofnunar sam- þykkti í júníbyrjun að flytja Byggðastofnun til Sauðárkróks, en Þróunarsvið stofnunarinnar hefur verið þar staðsett frá árinu 1998. Ráherrann leggur áherslu á að stjóm stofnunarinnar vandi nrjög til flutningsins og undir- búi hann vel, en stefnt er að því að það verði innan árs. Val- gerður Sverrisdóttir ráðhema átti fund með starfsmönnum Byggðastofnunar áður en flutn- ingurinn var ákveðinn og legg- ur áherslu á að hagsmunir nú- verandi starfsfólks í Reykjavík verði tryggðir eins og hægt er og lög standa til. Fjórtán störf em í Byggða- stofnun í Reykjavík og fyrstu viðbrögð starfsfólks við flutn- ingnum vom vonbrigði. Það er því með öllu óljóst hve margir þeina munu fylgja stofnuninni til Sauðárkróks, en vonir standa til að þeir verði sem flestir þannig að sú þekking sem þeir búi yfir nýtist stofnuninni áfram. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar er meðal þeirra staifsmanna sem er óákveðinn. Hann segist eiga eftir að gera það upp nreð sinni fjölskyldu hvort hann komi norður. Mikill áhugi virðist vera fyrir þátttöku í svokölluðum frum- kvöðlasetrum, sem fyrirhugað er að koma á fót á Norðurlandi vestra, að sögn Bjamar Þórs Einarssonar framkvæmda- stjóra SSNV. „Þetta er á margan hátt mjög spennandi verkefni”, segir Bjami Þór, en frumkvöðlasetrinu eru ekki einungis ætlað að þjóna heinia- aðilum, heldur skapast þama einnig möguleikar á að fá nýja starfsemi og atgeríisfólk inn á svaðið. Frumkvöðlasetur er aðstaða til að fóstra ný fyrirtæki sem byggja á sérstöðu og nýsköpun þar sem m.a. er veitt aðstoð við stofnun fyrirtækjanna og rekstur þeirra í allt að fimm ár. Starfs- hópur hefur unnið að þessu verk- efni og býst Bjarni Þór við því að gengið verði frá reglugerð um verkefnið á ársþingi SSNV á Hólum undir lok ágústniánaðar. Húnaþing vestra hefur þegar boðið fram húsnæði undir frum- kvöðlasetur að Höfðabraut 6, sem er í eigu sveitarfélagins og prjónastofan ísprjón var áður til húsa. Þá er vitað að á leiðinni eru erindi frá Blönduósbæ, Siglufirði og frá Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem tekið er já- kvætt í erindi SSNV um að bjóða fram húsnæði fyrir frum- kvöðasetur og þátttöku sveitarfé- laganna í verkefninu. Bjami Þór segir að áætlað sé að starfsstöðv- ar frumkvöðlaseturs geti verið staðsettar hvar sem er í Norður- landi vestra, að því tilskyldu að þær uppfylli þau skilyrði sem sett verða, en m.a. á eftir að ganga frá frjármögnunarþætti verkefnisins. Gert er ráð fyrir að Iðn- þróunafélag Norðurlands vestra leiði þetta verkefni og standa vonir til að þarna skapist nýr vettvangur til að vinna að þeim verkefnum sem Invest hefur haft með höndum mörg undanfarin ár, í viðleitni til atvinnuþróunar á svæðinu. Óhöpp í Laxárdal og Norðurárdal Þrjár bílveltur hafa orðið í Skagafirði á síðustu dögum en sem bet- ur fer hefur fólk ekki slasast í þeim. Hinsvegar slasaðist maður á fjór- hjóli í fjalllendi í Laxárdal í síðustu viku. Tvær bílveltur urðu á mánudag, önnur í Laxárdal og hin í Norð- urárdal, en þar valt einnig bíll um helgina. A flmmtudagskvöld barst tilkynning frá Neyðarlínunni um slas- aðan mann í Laxárdal. Starfsmaður Landsímans var að vinna við mælingar í fjalllendinu ofan Illugastaða. Valt fjórhjól hans í gili upp af bænum með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut opið beinbrot á fæti. Þyrluflugmenn syðra voru settir í viðbragðsstöðu, en beiðnin aft- urkölluð, enda tókst að koma sjúkrabíl upp í fjallið, þannig að sjúkra- flutningsmönnum tókst með aðstoð lögreglu að bera manninn drjúg- an spöl ofan úr fjallinu og koma honum undir læknishendur. —KTcH^Íff ehjDI— SíMfTbílaverkstæði Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 Æ m m m m sími . 4535141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata Ib 550 SauSárkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA jfcBílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA "5 Réttingar 3^ Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.