Feykir


Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 24/2000 „Hdtuf einlivcr álirif á húsnæðismarkaðinn" segir sveitarstjóri um flutning Byggðastofnunar „Það er alveg ljóst að flutn- ingur Byggðastofnunar hefur einhver áhrif á byggingarmark- aðinn, hversu mikil sem þau verða. Það er hið besta mál og bara vonandi að byggingaverk- takar sjái sér hag í því að not- færa sér þennan meðbyr og ráð- ast í framkvæmdir”, segir Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri. Snorri Bjöm segir að sveitar- félagið Skagafjörður sé tilbúið að víkja með sína starfsemi úr Stjómsýsluhúsinu, en nokkuð Ijóst er að Byggðstofnun kemur til með að þurfa megnið af rým- inu í Stjómsýsluhúsinu, en stofnunin á þriðjung í þessu húsi, og spurning hvort hún komi til með að kaupa húsið og þannig muni sveitarfélagið losa um fjármuni. Einn þeirra aðila sem er með hvað stærsta rýmið í húsinu er Héraðsdómur Norður- lands vestra og einnig er spurs- mál um hvort dómurinn verði til frambúðar í þessu húsnæði. Sýnt er að skrifstofurými er að verða af skornum skamti á Sauðárkróki. Trésmiðjan Eik sótti nýlega um lóð við Faxatorg undir skrifstofuhúsnæði allt að 3000 fermetrum á þremur hæð- um. Forsvarsmenn Eikar hafa lítið viljað tjá sig um þessi bygg- ingaráform, en það hefur þó fregnast að þetta hafi lengi verið í bígerð og í slagtogi með Eik- inni séu aðilar sem gjaman vilja koma með starfsemi í bæinn, þannig að þetta rými sé þegar að mestu leyti lofað, og áformin hafi verið komin til löngu áður en ákveðið var að flytja Byggða- stofnun í bæinn, og þau séu því í engum tengslum við þær fregn- ir. A fundi sveitarstjómar á dög- unum var umsókn og áformum Eikar fagnað, m.a. af Stefáni Guðmundssyni formanni um- hverfis- og byggingamefndar. Sveitarstjórn Skagafjarðar Vill auka umferðar- Leikskólabörnin mættu til að syngja og þiggja blöðrur og veifur. Búnaðarbankinn 70 ára Líflegt var hjá Búnaðar- bankanum 30. júní sl. en þá var haldið upp á 70 ára afmæli bankans sem var daginn eftir. Boðið var upp á söng og tónlist og kaffi og kökur í útibúinu á Sauðár- króki og var afargestkvæmt þennan dag í bankanum. Friðrik A. Jónsson, sem nánast er jafngamall bank- anum, á tali við Stefán Guðmundsson. eftirlit í héraðinu „Neyðarlegt en ekkert áfall" segir Egill Þórarinsson sem lætur vel af Landsmóti hestamanna Rætt hefur verið í sveitar- stjórn Skagafjarðar um nauðsyn þess að sækja á um aukið fjármagn til löggæslu í héraðinu, þannig að unnt verði að herða eftirlit með um- ferð á vegum. Sveitarstjóm Skagafjarðar óar við hinni hröðu umferð á vegum í hér- aðinu og fram kom í umræð- unum að menn töldu að það stafaði m.a. af því að lögregla sæist þar afarsjaldan við eft- irlit, s.s. í samanburði við Húnavatnssýslurnar, enda virtist sem að menn „gæfu f ’ eftir að þeir væru komir þar í gegn. Þessi umræða í sveitar- stjóminni kom til vegna þeirr- ar ákvörðunar að beina umferð til og frá leikskólanum í Varmahlíð, í gegnum hverfið í áttina að félagsheimilinu, frek- ar en út á Þjóðveg 1, vegna mikillar slysahættu. í þessu sambandi var vikið að tíðni al- varlegra slysa sem orðið hafa í Skagafirði á síðustu misserum, og oft eru þessi slys rakin til hraðrar umferðar. Umferð í gegnum Varma- hlíð var m.a rædd á fundinum og var rætt um að endurskoða yrði umferðarskipulag í Varmahlíð í þeim tilgangi að draga úr hraða umferðar þar í gegn og sporna gegn slysum. Fundarmenn vom á einu máli um að óska eftir viðræðum við Vegagerðina um þetta mál. „Þetta var náttúrlega hálf- neyðarlegt, maður búinn að fagna sigri en detta svo niður í annað sæti. En þetta var í fjarri lagi eitthvað áfall fyrir mig, og það gekk mjög vel á þessu landsmóti. Landsmótið var frá- bært bæði fyrir keppendur, hross og áhorfendur. Aðstaðan alveg til fyrirmyndar og vel að öllu staðið”, segir Egill Þórarinsson en hann varð í öðru sæti í tölt- keppninni á Blæju frá Hólum og munaði þar einhverju örlitlu að þau héldi fyrsta sætinu sem búið var að úthluta þeim. í sárabót fékk Egill utanlandsferð fyrir sig og frúna. Aðspurður sagði Egill að í heild hefði útkonian fyrir Skag- firðinga á mótinu ekki verið nógu góð, og það væri því greinilegt að kominn væri tími til að byggja reiðhöll og bæta að- stöðuna til að þjálfa hrossin. „Hrossin eru alltaf að batna. Það dugði ekki fyrir þig að vera með góð hross á þessu móti, þau þurftu að vera frábær til að ár- angur næðist’’, sagði Egill. Hólamerarnar gerðu það mjög gott á þessu móti, en þær voru m.a. sýndar með afkvæm- um Kolfinns frá Kjamholtum og vöktu mikla athygli. Þrá frá Hól- um stóð efst í flokki heið- ursverðlaunahryssna. í flokki 7 vetra og eldri stóð efst Þula frá Hólum og Þilja varð í 4. sæti. í öðru sæti í þessum flokki var Þruma frá Þóreyjamúpi í Húna- þingi vestra. I flokki 4 vetra hryssna varð Þeysa frá Hólum í fjórða sæti. Glampi frá Vatnsleysu varð í þriðja sæti í b-flokki gæðinga, en af gæðingunum vakti mesta at- hygli eins og búist var við, Orri frá Þúfu, Otrasonur frá Sauðár- króki, sem sýndur var með 10 afkvæmum. Sem fyrr var mikið af hrossum á mótinu sem sækja gen í ræktun Sveins og Guð- mundar sonar hans og sagði Eg- ill að svo yrði um ókomna tíð, hestar þeirra hefðu verið svo sterkir í ræktuninni í mörg ár. Þá má geta þess að einn þeirra knapa sem vakti .hvað mesta athygli á mótinu var Þórarinn Eymundarson ffá Saurbæ, sem stóð sig með glæsibrag. Skagflrsk sveifla Skagfirskir skemmtikraftar settu mikinn svip á landsmótið. Alftagerðisbræður sungu á kvöldvökum á Víðivöllum og héldu þar uppi fjöldasöng, og stemmningin þar var víst mögn- uð. Hljómsveit Geirmundar hélt svo uppi stuðinu á böllunum í reiðhöllinni. Talið er að þar hafi dansað um 2000 manns á föstu- dagskvöldið og um 6000 á laug- ardagskvöldinu. „Þetta var ægilegt stuð alveg og það jafnast ekkert á við það að spila á böllum hjá hesta- mönnunum. Það myndast svo mikil samkennd og skemmtileg- heit hjá þeim að fjörið er alveg ógurlegt. Þó það hafi verið margt þama þá hugsa ég að það hafi verið svipaður fjöldi á loka- kvöldinu á Melgerismelum í hitteðfyrra og á Hellu ‘94, en maður er búinn að spila á þess- um landsmótum síðustu tíu árin”, sagði Geirmundur. Feykir kemur út í næstu viku! Af sérstökum ástæðum í prentsmiðju varð að breyta út af hálfsmánaðar útgáfu. Feykir kemur því út í næstu viku og síðan aftur að þrem vikum liðnum þaðan í frá. Næsta blað kemur út 19. júlí. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.