Feykir


Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 3
24/2000 FEYKIR 3 Þjóðhátíðarstemming á Utah-degi á Hofeósi þegar Frændgarður var tekinn í notkun Stvttíin af Þorfinni karlsefni tekur sig vel út á hæðinni ofan Frændgarðs. Það var þjóðhátíðarstemmning á Hofsósi mánudaginn 3. júlí þegar Frændgarður nýtt hús við Vesturfarasetrið á Sandin- um var formlega tekið í notkun með opnun sýningarinnar „Fyrirheitna landið” er fjallar um för íslensku monnónanna og fmmbýlingsárin í Utah, erf- iðri för yfir sjó og lönd, og eins og Olafur Ragnar Grímsson forseti lýsti landnámi þeirra í Spánska forki í Utah. þá grófu þeir holur eða hella í fjöllunum fyrir ofan þorpið og bjuggu þar við erfið skilyrði. Það var ekki fyrr en nokkru seinna að þeir fóru að byggja sér hús og lífs- skilyrðin bötnuðu. Fjöldi fólks og margt fyrirmenna var við- statt athöfnina á Hofsósi, auk Forseta Islands ráðherrarnir Páll Pétursson, Sturla Böðvars- son og Valgerður Sverrisdóttir, sendiherrahjónin í Bandaríkj- unum Jón Baldvin Hannibals- son og Bryndís Schram, full- trúar Islendinafélagsins í Utah og um 60 meðlimir mormóna- söfnuðurins. Fram kom við athöfnina að það var eftir að Olafur Ragnar Forseti Islands var viðstaddur 100. Islendingadaginn í Spánska forki fyrir þremur árum, sem samband komst á milli íslendingafélagsins og Vesturfarasetursins. I upphafi athafnarinnar hélt Valgeir Þor- valdsson forstöðumaður Vestur- farasetursins ávarp, þar sem hann líkti ræktun þessa sam- bands og undirbúningi sýning- arinnar við það að byggja bni á milli þessara tveggja staða Utah og Hofsós, og kvað Valgeir J. Brent Hammond íslenska heið- urskonsúlinn í Utah besta brú- arsmið sem hann hefði kynnst. Hammond tók síðan til máls og lýsti því bræðralagi sem hefði myndast milli hans og Valgeirs við þetta verkefni. Þá tóku einnig til máls Rolfe Kerr forseti norðaustursvæðis Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu í Evrópu, David Asby forseti Islendingafélags- ins í Utah, Jón Baldvin sendi- herra og Sigrún Magnúsdóttir varaformaður borgarráðs Reykjavíkur. Sigrún afhenti Vesturfarasetrinu til varðveislu í eitt ár, styttu Einars Jónssonar af Þorfinni Karlsefni sem lengi hefur staðið fyrir utan Hrafn- istu. Vesturfarasetrið falaðist eftir að fá styttuna lánaða og hefur henni verið komið fyrir veglega á hæð skammt ofan Frændgarðs. Sigrún vék að því í ávarpsorðum sínum að það væri vel við hæfi að styttan að Þorfinni kæmi á þennan stað þar sem hann hefði verið frá Hofi, og segja mætti að nú væri öll hans fjölskylda komin í Skagafjörðinn, en stytta af Guð- ríði Þorbjamardóttur og Snorra syni þeirra Þorfinns er í Glaum- bæ. Þá var komið að ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og opnun sýningarinnar. Ólafur Ragnar sagði sýninguna um „Fyrirheitna landið” fyrsta framlag þjóðarinnar til að minnast þessa kafla í þjóðar- sögunni, sem enn væri óskráð, þegar flokkur íslendinga flutti vestur um haf af trúarástæðum, og þetta fólk hafi lengi verið gagnrýnt og fordæmt fyrir brottförina. Það hagði því nokk- uð sérkennilega til að nú daginn eftir íslensku kristnitökuhátíð- ina væri þessi athöfn hér þar sem íslensku mormónanna væri minnst með virðingu og reynt að skyggnast inn í þessa merku sögu. Sýningin „Fyrirheitna land- ið” er samstarfsverkefni Vestur- farasetursins, Byggðasafns Skagfirðinga og Islendingafé- lagsins í Utah. Hönnuður sýn- ingarinnar var Ámi Páll Jó- hannsson og vann hann að upp- setningu með Signði Sigurðar- dóttur safnverði Byggðasafns- ins. Það var hinsvegar Óli Jó- hann Ásmundsson arkitekt sem hannaði húsið Frændgarð, en þar mun auk sýningarsalar verða ættfræðiþjónusta, bóka- safn og fleira. Gestimir frá Vesturheimi voru greinilega ntjög ánægðir með heimsókn sína hingað, og heyra mátti á mánudaginn að athöfn lokinni orð eins og „ í dag er ég bæði stoltur af því að vera Islendingur og mormóni”. Forseti Islands skoðar sýn- inguna „Fyrirheitna landið“. Sigur í gær Það bar nýrra við hjá Tinda- stólsmönnum þegar þeir öttu kappi við Skallagrímsmenn í Borgamesi í gærkveldi. Nú skoruðu Tinda- stólsmenn en það hafði gengið illa í t>eim sjö leikjum sem liðið var búið að leika í deildinni. Og nú munaði um það, fimm mörk skoraði liðið og gjörsigraði Borg- nesingar sem aðeins tókst að skora úr vítaspymu undir lokin. Tindastólsmenn vom 3:0 yfir í hálfleik og mörk liðsins í gær skomðu Marteinn Guðjónsson 2 og þeir Gunnar Ólafsson, Atli Bjöm Levy og Agnar Sveinsson gerðu sitthvort markið. Tindastóll er nú kominn með 5 stig og er jafn Syndra að stigum f 8.-9. sætinu. Næsti leikur Tindastóls verður gegn IR á Króknum á föstu- dagskvöldið. KS-ingar em sem fyrr í öðm sæti 2. deildar, þrátt fyrir tap gegn Þór0:2 í síðustu umferð. Neisti er í öðm sæti Norðurlandsriðils 4. deildar eftir 2:1 sigur á Hvöt á Hofsósi sl. föstudagskvöld. KS-bokin er með 5,50% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð Ársavöxtun XI Ji3% ^ Samvinnubókiií er með lausri bindingu, nafnvextir 9,8%, Ársávöxtun 10,04% > m Innlánsdeild -I ' a MFM' ' ^ Æ :;'"W jSH jmk W 1 tTÆ W Í ■> !' \ -Á 'MtJsr f/, 1 s ■ - i >- ( ’-t- *■*%&*-• ■.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.