Feykir


Feykir - 12.07.2000, Síða 4

Feykir - 12.07.2000, Síða 4
4 FEYKIR 24/2000 „Fólkinu leið greinilega vel og það var engin óreglaa Ólafur Bergmann Sigurðsson ánægður með Þingvallahátíðina Þó mikið hafí verið rætt um dræma mætingu á kristnitökuhátíðina á Þingvöllum, þá virðist hún þó hafa haft það mikið aðdráttarafl, að dæmi eru um fólk sem ekki hefur farið úr sínu byggðarlagi um áraraðir, að það „skundaði” nú á Þingvöll til að taka þátt í kristni- tökuhátíðinni. Þar á meðal er Olafur Bergmann Sigurðsson á Sauð- árkróki. Óli gerir lítið af því að bregða sér bæjarleið, og hefur reynd- ar ekki farið neitt síðustu árin út fyrir sveitarfélagið, nema einu sinni eða tvisvar með iðjufólkinu til Akureyrar. Það var seinast 1994 sem hann fór til Reykjavíkur, og það kom ekki til að góðu, því þá þurfti hann að leggjast inn á Borgarspítalann sökum sjúkleika. Það eru fáir á Króknum sem vita ekki hver Óli er, enda ber talsvert á honum í umferðinni þar sem hann ekur um götumar á „Nallanum” dráttar- vélinni sinni. Það var því kannski ekki alveg út í hött þegar blaða- maður spurði Óla af því hvort hann hefði nokkuð farið á dráttarvél- inni suður? „Nei ég fór með Suðurleiðum, Jóni á Sleitustöðum, og það var billegt far- gjaldið kostaði ekki nema 1750 krón- ur”. - Já það kannast nú margir við þig úr umferðinni, þess vegna spurði ég svona? „Já sérstaklega löggan”. - En þeir hafa nú varla mikið upp á þig að klaga, eins rnikla sérstaka tillits- semi og þú sýnir í umferðinni? „Ja þeir vom hálf fúlir út í mig í vor þegar ég var að keyra upp á graseyj- amar til að hleypa fram úr, en þetta hefur verið í lagi sfðan”. - En segðu mér er ekki hálf stressandi að vera í umferðinni á drátt- arvélinni? „Nei ekki finnst mér það, þetta gengur bara ágætlega. Eg fer ekki á Skagfirðingabrautina frá bankanum og suður að vegamótum hjá Samlaginu. Ég fer neðri leiðina alltaf og það er svo róleg umferðin þar. Svo keyrði ég nú lengi í vetur bara á fjórða gír, en svo get ég komist hraðar núna, í fimmta gír, á undan bílunum”. - En þú hefur ekki yfir fleiri gírum að ráða er það? „Nei”, segir Óli og hlær við. Fjörugur í ferðum - En er langt síðan að þú ákvaðst að fara suður á kristnitökuhátíðina? „Nei það er ekki mjög langt síðan. Fyrst heyrði ég um kristnitökuhátíð í vetur og veitti því litla athygli. Svo þegar komið var fram á vor, í maí, þá fór ég að spekúlera, enda var ég svo fjörugur í vor að fara í ferðir. Ég fór t.d. í „rafting” í vestari Jökulsánni. Það var mikið stuð í því ég var þrjá og hálfan tíma á ánni. Á einum stað stoppuðum við og stukkum út í, ég var hætt kominn þar”. - Nú klifraðir þú þá upp á klettinn, „tengdamömmu", og stökkst niður? „Já ég gerði það og stökk langt út í ána. Þeir hentu svo til mín línu og drógu mig að landi til að auðvelda mér sundið.” - En hvernig var svo ferðalagið suður á hátíðina? „Já þetta var á fimmtudegi sem ég fór suður og það var Sigga bróðurdótt- ur mín sem sótti mig á Umferðarmið- stöðina. Hún býr á Blöndubakka 16 og við fórum í Kópavoginn að skoða nýja húsið sem Gunnar bróðir rninn er að Nú er Tindastóll kominn á skrið Tindastóll - ÍR mætast í 1. deildinni á Sauðár- króksvelli föstudagskvöld kl. 20. Komið og sjáið spennandi leik og hvetjið Tindastól til sigurs. Ólafur Bermann við Nallann sem hann ferðast á um bæinn. byggja þar. Á föstudeginum fór ég svo á spítalann að hitta gömlu kunningjana frá 1994, en ég var sjúklingur á Borg- arspítalnum þá? - Og þú hefur farið að heilsa upp á þá? „Já ég ætlaði að heilsa upp á þá en joeir vom allir famir”, segir Óli og hlær við. „En það var samt gaman að koma þar”, bætir hann við. „Svo notaði ég nú föstudaginn til að valsa um í borg- inni í strætisvögnunum og labbaði svo í Kópavoginn til að finna nýja húsið sem Krossinn er í, upp í Hlíðarsmára 5. Ég var lengi að labba þangað, eina fjóra tíma, en ég er búinn að vera meðlimur í þeim söfnuði síðan ‘94 og ætlaði að fara á samkomu, en þá voru þær búnar fyrir kristnitökuhátíðina. Himnastiginn við Öxará Svo þurfti ég að fara upp klukkan sjö á laugardagsmorguninn, og labbaði frá Langholtsveginum þar sem ég var hjá Gunnari bróðir og að Laugardals- höllinni þar sem rúturnar komu og keyrðu fólkinu á Þingvöll, að Al- mannagjánni; upp á Hakið sem kallað er. Þaðan var labbað niður í gjána, 20 mínútna labb að stóra sviðinu. Ég var svo heppinn að hitta þar tvo menn sem urðu kunningjar mínir. Við fórurn í gönguferð um vellina, skoðuðum gjána og listaverkin, og brúna og stig- ann við Öxarárfoss, það er tréstigi 111 þrep upp. Ég reyndi að fylgjast með dagskrár- liðunum eins og kostur var. Frá kirkj- unni var farið í iðrunargöngu og það voru margir í henni, og það var farið að Drekkingarhyl og fleiri stöðum sem ég man ekki alveg nöfnin á”. - En hitturðu einhverja Skagfírð- inga þama á svæðinu? „Já séra Gísla í Glaumbæ og Gunn- ar faðir hans, séra Döllu á Miklabæ, biskupinn á Hólum hann Bolla og Vil- hjálm Egilsson alþingismann”. - Hvað fannst þér svona tilkomu- mesta athöfnin þama? „Það var hátíðarmessan á sunnu- deginum, iðmnargangan og þingfund- urinn sem ég fylgdist vel með. Að mínu mati var þetta mögnuð hátíð og margt fólk þó það hefði ekki verið eins margt og þeir bjuggust við. Og veðrið var alveg yndislegt”. Peningunum vel varið - En nú hafa ýmsir orðið til þess að gagnrýna þetta hátíðarhald, hvað finnst þér urn þá gagnrýni? „Mér finnst hún ekki sanngjörn og ég held að þessum peningum sé vel varið. Fólkinu leið greinilega vel og það var engin óregla. Ég er alveg í sjö- unda himni með hátíðina og þetta er einn allra skemmtilegasti túr sem ég hef farið. Ég notaði svo tækifærið og fór í Laugardalslaugina á mánudags- morguninn og lagði svo af stað heim með Suðurleiðum eftir hádegið. Bíl- stjórinn þar skilaði mér svo heilurn heim um kvöldmatarleytið”, sagði Ó- lafur Bergmann Sigurðsson að end- ingu, og Óli var ennþá í hugljómun yfir ferðinni á Þingvöll þegar blaða- maður skildi við hann hjá „Búðunum í Hópi”, við tjaldstæðið og sundlaugina þar sem við mæltum okkur mót að tala saman um ferðasöguna á kristnitöku- hátíðina.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.