Feykir


Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 12.07.2000, Blaðsíða 5
24/2000 FEYKIR 5 Gestkvæmt hjá Búðunum í Hópi Mikið líf var á Flæðunum, við tjaldstæðið og sundlaugina, á Sauðárkróki alla síðustu viku, frá mánudagskvöldi til sunnu- dagskvölds. Þar fór fram hátíð sem kennd var við „Búðimar í Hópi” og minnst landafund- anna fyrir tæpum þúsund ámm. Reistar vom tjaldbúðir á Flæðunum í líkingu við þær sem Vesturfaramir komu sér upp í Vínlandi. Það var Sveit- arfélagið Skagafjörður sem stóð fyrir þessari hátíð í sam- vinnu við Reykjavík menning- arborg Evrópu árið 2000. Fjölbreytt dagskrá var á Flæðunum alla vikuna og end- aði hún með miklum leikdegi á sunnudag þar leiktækin voru allsráðandi og barnafólkið þyrptist á Flæðamar. Þar brá einnig fyrir víkingum í öllum herklæðum en reyndar voru þessir fommenn á sveimi við búðimar alla vikuna. Tónlistin var í hávegum á Flæðunum öll kvöld. Meðal annars kom í heimsókn skemmtileg frönsk hljómsveit, sem lék gömul sjómannalög og þekkta slagara. Hljóðfæraskip- an var óhefðbundin hjá þessari sveit og raddaður söngur tals- verður, eins og reyndar hjá Alftagerðisbræðrum, sem skemmtu eitt kvöld. Gildran, Snömmar og Túpílakar frá Húsavík sem kynntu gnnlögin illu, svo nokkrir séu nefndir. Kristján frá Gilhaga þandi nikkuna, Andri Sigurðsson ungur trúbador af Króknum og fleiri ungir flytjendur. Þá héldu Svana Berglind söng nokkur lög í Hópinu við undirleik Rögn- valdar Valbergssonar eins og reyndar í afmæli Búnaðar- bankans nokkrum dögum fyrr er þessi mynd var tekin. Álftagerðisbræður tóku lagið í búðunum í Hópi og sungu raddað líkt og fransmenn höfðu gert á sama stað tveim kvöidum áður. forsvarsmenn sveitarfélagsins ávörp, Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson og Snorri Björn sveitarstjóri, Ársæll Guðmundsdóttir aðstoðar- skólameistari og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir leikari. Grínarinn góðkunni Flosi Ó- lafsson skemmti eitt kvöld með hátíðarræðu og féll hún í mjög góðan jarðveg, þótt Flosi gerð- ist svo djarfur að gera Skaga- fjörð að einu mesta kven- rembuhéraði landsins, enda fyrsta kvenfélag landsins, ef ekki heimsins, stofnað í Hegra- nesi þónokkru fyrir síðustu aldamót. Ferskir maískólfar Appelsínudjús Camembert ostur Super kaffi fimmtudag & föstudag

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.